Vatnsleki úti um allt á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 10:44 Mikill vatnsleki er nú í Breiðholtsskóla. jóhann k. jóhannsson Vatnslekar eru nú mjög víða á höfuðborgarsvæðinu og eru allar stöðvar slökkviliðsins í útköllum. Slökkviliðið er nú í Hvammahverfinu í Hafnarfirði, í Húsahverfinu í Grafarvogi, Breiðholtsskóla, þar sem mikill leki er, og Seljahverfi þar sem mikill vatnsleki varð í einbýlishúsi. Þegar Vísir náði tali af varðstjóra slökkviliðsins var síðan nýbúið að tilkynna vatnsleka í Breiðholtslaug en slökkviliðið var ekki komið á staðinn. Aðspurður hvort það þyrfti að kalla út bakvakt vegna allra þessara leka kvaðst hann vonast til að þurfa þess ekki. Reykjavíkurborg og Veitur vinna með slökkviliðinu í þessum lekum.Frá vettvangi í Breiðholtsskóla í morgun.JÓHANN K. JÓHANNSSONHlynur Höskuldsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, var við störf í Breiðholtsskóla þegar fréttastofa náði tali af honum. Spurður út í aðstæður þegar slökkviliðið kom á vettvang sagði hann að 50 til 60 sentimetrar djúpt vatn hefði tekið á móti þeim. „Það var niðurfall hérna sem hafði ekki við, það hafði stíflast svo fór að flæða inn þar sem klefarnir eru inn í íþróttahúsið og svona langleiðina inn í skóla,“ sagði Hlynur. Spurður út í tjónið sagði Hlynur ekki vita það nákvæmlega. „Þetta er mikið flísalagt og svoleiðis þannig ég held að þetta hafi sloppið svona að mestu,“ sagði Hlynur. Slökkviliðið mætti í skólan upp úr klukkan átta og voru enn að nú rétt fyrir klukkan 11. „Við erum búnir að vera með allan okkar dælingarbúnað í dælingu.“ Mikið álag hefur verið á slökkviliðinu vegna vatnselgs. „Ég held að það séu allir bílar búnir að vera í notkun síðan í vaktaskiptum nánast og það bíða bara verkefni þannig að við verðum eitthvað fram eftir.“Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við Hlyn Höskuldsson.50 til 60 sentimetrar djúpt vatn mætti slökkviliðsmönnum í þegar þeir komu á vettvang í Breiðholtsskóla í morgun.jóhann k. jóhannssonVatnsleki varð einnig í Breiðholtslaug.jóhann k. jóhannsson Veður Tengdar fréttir Tilefni til að hreinsa frá niðurföllum Tilefni er til þess að hreinsa frá niðurföllum vegna spár um mikla rigningu og hlýnandi veður á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands við blaðamann í gærkvöldi. 2. febrúar 2018 05:30 Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. 2. febrúar 2018 09:59 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Vatnslekar eru nú mjög víða á höfuðborgarsvæðinu og eru allar stöðvar slökkviliðsins í útköllum. Slökkviliðið er nú í Hvammahverfinu í Hafnarfirði, í Húsahverfinu í Grafarvogi, Breiðholtsskóla, þar sem mikill leki er, og Seljahverfi þar sem mikill vatnsleki varð í einbýlishúsi. Þegar Vísir náði tali af varðstjóra slökkviliðsins var síðan nýbúið að tilkynna vatnsleka í Breiðholtslaug en slökkviliðið var ekki komið á staðinn. Aðspurður hvort það þyrfti að kalla út bakvakt vegna allra þessara leka kvaðst hann vonast til að þurfa þess ekki. Reykjavíkurborg og Veitur vinna með slökkviliðinu í þessum lekum.Frá vettvangi í Breiðholtsskóla í morgun.JÓHANN K. JÓHANNSSONHlynur Höskuldsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, var við störf í Breiðholtsskóla þegar fréttastofa náði tali af honum. Spurður út í aðstæður þegar slökkviliðið kom á vettvang sagði hann að 50 til 60 sentimetrar djúpt vatn hefði tekið á móti þeim. „Það var niðurfall hérna sem hafði ekki við, það hafði stíflast svo fór að flæða inn þar sem klefarnir eru inn í íþróttahúsið og svona langleiðina inn í skóla,“ sagði Hlynur. Spurður út í tjónið sagði Hlynur ekki vita það nákvæmlega. „Þetta er mikið flísalagt og svoleiðis þannig ég held að þetta hafi sloppið svona að mestu,“ sagði Hlynur. Slökkviliðið mætti í skólan upp úr klukkan átta og voru enn að nú rétt fyrir klukkan 11. „Við erum búnir að vera með allan okkar dælingarbúnað í dælingu.“ Mikið álag hefur verið á slökkviliðinu vegna vatnselgs. „Ég held að það séu allir bílar búnir að vera í notkun síðan í vaktaskiptum nánast og það bíða bara verkefni þannig að við verðum eitthvað fram eftir.“Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við Hlyn Höskuldsson.50 til 60 sentimetrar djúpt vatn mætti slökkviliðsmönnum í þegar þeir komu á vettvang í Breiðholtsskóla í morgun.jóhann k. jóhannssonVatnsleki varð einnig í Breiðholtslaug.jóhann k. jóhannsson
Veður Tengdar fréttir Tilefni til að hreinsa frá niðurföllum Tilefni er til þess að hreinsa frá niðurföllum vegna spár um mikla rigningu og hlýnandi veður á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands við blaðamann í gærkvöldi. 2. febrúar 2018 05:30 Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. 2. febrúar 2018 09:59 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Tilefni til að hreinsa frá niðurföllum Tilefni er til þess að hreinsa frá niðurföllum vegna spár um mikla rigningu og hlýnandi veður á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands við blaðamann í gærkvöldi. 2. febrúar 2018 05:30
Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. 2. febrúar 2018 09:59
Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15