Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2018 12:22 Trump virðist kominn í opið stríð við FBI og dómsmálaráðuneytið vegna Rússarannsóknarinnar. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjarforseti fullyrðir að æðstu yfirmenn og rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og dómsmálaráðuneytisins dragi taum demókrata og séu hlutdrægir gegn repúblikönum. Hann ætlar að leyfa birtingu umdeils minnisblaðs sem ráðuneytið og FBI hafa lagst eindregið gegn. Tíst Trump í morgun eru enn ein árás hans á tvær æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna. Þau koma í kjölfar mikillar umfjöllunar um leynilegt minnisblað sem repúblikanar á Bandaríkjaþingi vilja birta opinbera þar sem fram koma ásakanir um misferli FBI og ráðuneytisins í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. „Æðstu stjórnendur og rannsakendur FBI og dómsmálaráðuneytisins hafa gert heilaga rannsóknarvinnu pólitíska í þágu demókrata og gegn repúblikönum, eitthvað sem hefði verið óhugsandi fyrir skömmu síðan,“ tísti Trump en tók fram að almennir starfsmenn stofnananna væru „frábært fólk“.Grefur undan RússarannsókninniTrump hefur lagt blessun sína yfir að minnisblaðið verði birt í dag, þvert á óskir Christophers Wray, forstjóra FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið hefur sagt það „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. FBI gaf út yfirlýsingu í fyrradag þar sem varað var eindregið við birtingu þess. Í minnisblaðinu væri ekki getið veigamikilla staðreynda sem rýrði sannleiksgildi þess. Árásir Trump og repúblikana á trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins virðist ætlað að gefa forsetanum skotleyfi á Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Minnisblaðið gagnrýnir Rosenstein sérstaklega en hann er eini maðurinn sem getur rekið Mueller vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Trump er sagður hafa rætt við vini sína og bandamenn um að minnisblaðið geti hjálpað til við að grafa undan trúverðugleika rannsóknar Mueller. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að FBI gæti birt svar við efni minnisblaðsins ef það verður gert opinbert. Hendur stofnunarinnar gætu þó verið bundnar að miklu leyti því upplýsingar sem gætu hrakið gagnrýni repúblikana eru leynilegar og taldar viðkvæmar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Minnisblaðið umdeilda lítur dagsins ljós á morgun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á morgun heimila birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 1. febrúar 2018 20:45 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjarforseti fullyrðir að æðstu yfirmenn og rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og dómsmálaráðuneytisins dragi taum demókrata og séu hlutdrægir gegn repúblikönum. Hann ætlar að leyfa birtingu umdeils minnisblaðs sem ráðuneytið og FBI hafa lagst eindregið gegn. Tíst Trump í morgun eru enn ein árás hans á tvær æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna. Þau koma í kjölfar mikillar umfjöllunar um leynilegt minnisblað sem repúblikanar á Bandaríkjaþingi vilja birta opinbera þar sem fram koma ásakanir um misferli FBI og ráðuneytisins í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. „Æðstu stjórnendur og rannsakendur FBI og dómsmálaráðuneytisins hafa gert heilaga rannsóknarvinnu pólitíska í þágu demókrata og gegn repúblikönum, eitthvað sem hefði verið óhugsandi fyrir skömmu síðan,“ tísti Trump en tók fram að almennir starfsmenn stofnananna væru „frábært fólk“.Grefur undan RússarannsókninniTrump hefur lagt blessun sína yfir að minnisblaðið verði birt í dag, þvert á óskir Christophers Wray, forstjóra FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið hefur sagt það „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið. FBI gaf út yfirlýsingu í fyrradag þar sem varað var eindregið við birtingu þess. Í minnisblaðinu væri ekki getið veigamikilla staðreynda sem rýrði sannleiksgildi þess. Árásir Trump og repúblikana á trúverðugleika FBI og dómsmálaráðuneytisins virðist ætlað að gefa forsetanum skotleyfi á Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Minnisblaðið gagnrýnir Rosenstein sérstaklega en hann er eini maðurinn sem getur rekið Mueller vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Trump er sagður hafa rætt við vini sína og bandamenn um að minnisblaðið geti hjálpað til við að grafa undan trúverðugleika rannsóknar Mueller. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að FBI gæti birt svar við efni minnisblaðsins ef það verður gert opinbert. Hendur stofnunarinnar gætu þó verið bundnar að miklu leyti því upplýsingar sem gætu hrakið gagnrýni repúblikana eru leynilegar og taldar viðkvæmar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Minnisblaðið umdeilda lítur dagsins ljós á morgun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á morgun heimila birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 1. febrúar 2018 20:45 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert ingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. 31. janúar 2018 21:39
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Minnisblaðið umdeilda lítur dagsins ljós á morgun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á morgun heimila birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 1. febrúar 2018 20:45
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00