Faðir einnar stelpunnar reyndi að ráðast á Nassar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2018 14:43 Larry Nassar í réttarsalnum, Vísir/Getty Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. Pabbinn heitir Randall Margraves og var búinn að hlusta á dóttur sína segja frá hryllilegri sögu sinni af misnotkun Nassar. Larry Nassar er talinn hafa misnotað á þriðja hundrað stúlkur, bæði í starfi sínu sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Margar af fórnarlömbum hans voru í hópi bestu fimleikakvenna heims. Það er búið að dæma Nassar til 175 ára fangelsisvistar en það á enn eftir að taka mörg málin fyrir. Fyrr hafði Nassar áður verið dæmdur til 60 ára fyrir önnur brot og hann á því fyrir höndum samtals 235 ára fangelsisdóm. Þessi tala á bara eftir að hækka og það er ljóst að hann mun dúsa í fangelsi alla sína ævi. Síðustu vikur hafa fórnarlömbin, hvert á fætur öðru, komið í réttarsalinn fyrir framan Larry Nassar og sagt sögu sína. Dómarinn hefur hvatt þær áfram og sýnir Nassar enga miskunn. Stelpurnar hafa sýnt mikinn styrk en það kostar líka frekari fórnir. Það hefur ekki síst verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra að hlusta á sögur af hræðilegri upplifun þeirra og Randall Margraves missti þarna algjörlega stjórn á sér í réttarsalnum. Hér fyrir neðan má sjá þegar pabbinn stekkur af stað en öryggisverðir í réttarsalnum náðu að stoppa hann áður en hann náði til Nasssar.JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL — NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Dómarinn sem dæmdi í málinu sagði það augljóst að Nassar iðraðist ekki gjörða sinna og þó hún trúi á endurhæfingu og hafi séð dæmda menn snúa blaðinu við þá sjái hún það ekki gerast í þessu tilfelli og sagði við Nassar: „Ég er búin að skrifa undir dauðadóm þinn.“ „Það var mikill heiður og forréttindi að fá að dæma í þessu máli. Því þú, herra, átt ekki skilið að dvelja fyrir utan veggi fangelsis nokkur tímann aftur,“ sagði dómarinn Rosemarie Aqualina á sínum tíma.MOMENTS AGO: Father of victim charges at Larry Nassar during sentencing. pic.twitter.com/AEFtD2iCfa — Fox News (@FoxNews) February 2, 2018 Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. Pabbinn heitir Randall Margraves og var búinn að hlusta á dóttur sína segja frá hryllilegri sögu sinni af misnotkun Nassar. Larry Nassar er talinn hafa misnotað á þriðja hundrað stúlkur, bæði í starfi sínu sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Margar af fórnarlömbum hans voru í hópi bestu fimleikakvenna heims. Það er búið að dæma Nassar til 175 ára fangelsisvistar en það á enn eftir að taka mörg málin fyrir. Fyrr hafði Nassar áður verið dæmdur til 60 ára fyrir önnur brot og hann á því fyrir höndum samtals 235 ára fangelsisdóm. Þessi tala á bara eftir að hækka og það er ljóst að hann mun dúsa í fangelsi alla sína ævi. Síðustu vikur hafa fórnarlömbin, hvert á fætur öðru, komið í réttarsalinn fyrir framan Larry Nassar og sagt sögu sína. Dómarinn hefur hvatt þær áfram og sýnir Nassar enga miskunn. Stelpurnar hafa sýnt mikinn styrk en það kostar líka frekari fórnir. Það hefur ekki síst verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra að hlusta á sögur af hræðilegri upplifun þeirra og Randall Margraves missti þarna algjörlega stjórn á sér í réttarsalnum. Hér fyrir neðan má sjá þegar pabbinn stekkur af stað en öryggisverðir í réttarsalnum náðu að stoppa hann áður en hann náði til Nasssar.JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL — NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Dómarinn sem dæmdi í málinu sagði það augljóst að Nassar iðraðist ekki gjörða sinna og þó hún trúi á endurhæfingu og hafi séð dæmda menn snúa blaðinu við þá sjái hún það ekki gerast í þessu tilfelli og sagði við Nassar: „Ég er búin að skrifa undir dauðadóm þinn.“ „Það var mikill heiður og forréttindi að fá að dæma í þessu máli. Því þú, herra, átt ekki skilið að dvelja fyrir utan veggi fangelsis nokkur tímann aftur,“ sagði dómarinn Rosemarie Aqualina á sínum tíma.MOMENTS AGO: Father of victim charges at Larry Nassar during sentencing. pic.twitter.com/AEFtD2iCfa — Fox News (@FoxNews) February 2, 2018
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sjá meira