Faðir einnar stelpunnar reyndi að ráðast á Nassar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2018 14:43 Larry Nassar í réttarsalnum, Vísir/Getty Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. Pabbinn heitir Randall Margraves og var búinn að hlusta á dóttur sína segja frá hryllilegri sögu sinni af misnotkun Nassar. Larry Nassar er talinn hafa misnotað á þriðja hundrað stúlkur, bæði í starfi sínu sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Margar af fórnarlömbum hans voru í hópi bestu fimleikakvenna heims. Það er búið að dæma Nassar til 175 ára fangelsisvistar en það á enn eftir að taka mörg málin fyrir. Fyrr hafði Nassar áður verið dæmdur til 60 ára fyrir önnur brot og hann á því fyrir höndum samtals 235 ára fangelsisdóm. Þessi tala á bara eftir að hækka og það er ljóst að hann mun dúsa í fangelsi alla sína ævi. Síðustu vikur hafa fórnarlömbin, hvert á fætur öðru, komið í réttarsalinn fyrir framan Larry Nassar og sagt sögu sína. Dómarinn hefur hvatt þær áfram og sýnir Nassar enga miskunn. Stelpurnar hafa sýnt mikinn styrk en það kostar líka frekari fórnir. Það hefur ekki síst verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra að hlusta á sögur af hræðilegri upplifun þeirra og Randall Margraves missti þarna algjörlega stjórn á sér í réttarsalnum. Hér fyrir neðan má sjá þegar pabbinn stekkur af stað en öryggisverðir í réttarsalnum náðu að stoppa hann áður en hann náði til Nasssar.JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL — NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Dómarinn sem dæmdi í málinu sagði það augljóst að Nassar iðraðist ekki gjörða sinna og þó hún trúi á endurhæfingu og hafi séð dæmda menn snúa blaðinu við þá sjái hún það ekki gerast í þessu tilfelli og sagði við Nassar: „Ég er búin að skrifa undir dauðadóm þinn.“ „Það var mikill heiður og forréttindi að fá að dæma í þessu máli. Því þú, herra, átt ekki skilið að dvelja fyrir utan veggi fangelsis nokkur tímann aftur,“ sagði dómarinn Rosemarie Aqualina á sínum tíma.MOMENTS AGO: Father of victim charges at Larry Nassar during sentencing. pic.twitter.com/AEFtD2iCfa — Fox News (@FoxNews) February 2, 2018 Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. Pabbinn heitir Randall Margraves og var búinn að hlusta á dóttur sína segja frá hryllilegri sögu sinni af misnotkun Nassar. Larry Nassar er talinn hafa misnotað á þriðja hundrað stúlkur, bæði í starfi sínu sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Margar af fórnarlömbum hans voru í hópi bestu fimleikakvenna heims. Það er búið að dæma Nassar til 175 ára fangelsisvistar en það á enn eftir að taka mörg málin fyrir. Fyrr hafði Nassar áður verið dæmdur til 60 ára fyrir önnur brot og hann á því fyrir höndum samtals 235 ára fangelsisdóm. Þessi tala á bara eftir að hækka og það er ljóst að hann mun dúsa í fangelsi alla sína ævi. Síðustu vikur hafa fórnarlömbin, hvert á fætur öðru, komið í réttarsalinn fyrir framan Larry Nassar og sagt sögu sína. Dómarinn hefur hvatt þær áfram og sýnir Nassar enga miskunn. Stelpurnar hafa sýnt mikinn styrk en það kostar líka frekari fórnir. Það hefur ekki síst verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra að hlusta á sögur af hræðilegri upplifun þeirra og Randall Margraves missti þarna algjörlega stjórn á sér í réttarsalnum. Hér fyrir neðan má sjá þegar pabbinn stekkur af stað en öryggisverðir í réttarsalnum náðu að stoppa hann áður en hann náði til Nasssar.JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL — NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Dómarinn sem dæmdi í málinu sagði það augljóst að Nassar iðraðist ekki gjörða sinna og þó hún trúi á endurhæfingu og hafi séð dæmda menn snúa blaðinu við þá sjái hún það ekki gerast í þessu tilfelli og sagði við Nassar: „Ég er búin að skrifa undir dauðadóm þinn.“ „Það var mikill heiður og forréttindi að fá að dæma í þessu máli. Því þú, herra, átt ekki skilið að dvelja fyrir utan veggi fangelsis nokkur tímann aftur,“ sagði dómarinn Rosemarie Aqualina á sínum tíma.MOMENTS AGO: Father of victim charges at Larry Nassar during sentencing. pic.twitter.com/AEFtD2iCfa — Fox News (@FoxNews) February 2, 2018
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira