Gunnar hlaut 86 atkvæði á fundi aðal- og varamanna í fulltrúaráði flokksins sem haldinn var í Brekkuskóla á Akureyri í dag. Axel Darri Þórhallsson hlaut sautján atkvæði í fyrsta sætið og aðrir samtals átta. Ógild og auð voru tvö.
Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi var ein í kjöri í 2. sæti listans og taldist því sjálfkjörin. Þórhallur Jónsson var kjörinn í 3. sæti listans, Lára Halldóra Eiríksdóttir 4. sæti, Berglind Ósk Guðmundsdóttir 5. sæti og Þórhallur Harðarson 6. sætið.
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar náðu samkomulagi um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar eftir kosningarnar 2014.