Sex manna fjölskylda í Hafnarfirði á sjö husky hunda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. febrúar 2018 21:00 Tara Lovísa, Aðalbjörg Birna, Jóhann Patrik og Jökull Myrkvi ásamt hundunum sjö „Ég fékk mér fyrst Husky árið 2009 og heillaðist algjörlega af tegundinni. Svo endaði ég með sjö hunda án þess að átta mig á því hvernig það gerðist“ segir Olga Rannveig Bragadóttir, flugfreyja og lögfræðingur sem býr í Vallarhverfi Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, fjórum börnum og sjö Husky hundum. Hundarnir heita Hríma, Rökkva, Jökla, Krapi, Freri, Héla og Silfra. „Fyrsta tíkin mín heillaði okkur upp úr skónum. Hún var einstök. Þá var ekkert mál að fá sér annan. Svo endaði maður á því að vilja meiri kraft og fara á sleða og skíði og svo bara kom got á þá bættist í hópinn. Þannig ég endaði með sjö,“ segir Olga Rannveig og hlær. Husky hundar koma frá Síberíu og eru ræktaðir sem þrekmiklir sleðahundar. Olga Rannveig segist þjálfa hundana allan ársins hring og reynir hún að hafa þjálfunina sem fjölbreyttasta en í vikunni fékk fréttastofa að fara með í sleðatúr. „Þau elska að draga sleða. Þau fá mestu útrásina þannig og eru mjög glöð. Þetta er uppáhaldið þeirra,“ segir Olga en eins og sést í klippunni eru hundarnir afar spenntir þegar á að leggja af stað í sleðatúr. Þá taka Olga Rannveig og hundarnir virkan þátt í sleðahundakeppnum og eru einnig dugleg að mæta á sýningar hjá hundaræktafélaginu. Eins og við má búast er algengt að fólk reki upp stór augu þegar það sér Olgu með alla hundana. Hún segir að það sé lítið mál að halda hundana þrátt fyrir að vera í fullu starfi sem flugfreyja og reka heimili með fjórum börnum. „Þetta er bara skipulagning. Maður þarf að vera eins og exel skjal og púsla öllu saman.“ Þá þekkja börnin ekkert annað en stórt hundaheimili og eru dugleg að hjálpa til. „Það er bara rosalega gott fyrir börn að alast upp við hunda. Hvort sem þeir eru einn eða sjö,“ segir Olga Rannveig. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
„Ég fékk mér fyrst Husky árið 2009 og heillaðist algjörlega af tegundinni. Svo endaði ég með sjö hunda án þess að átta mig á því hvernig það gerðist“ segir Olga Rannveig Bragadóttir, flugfreyja og lögfræðingur sem býr í Vallarhverfi Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, fjórum börnum og sjö Husky hundum. Hundarnir heita Hríma, Rökkva, Jökla, Krapi, Freri, Héla og Silfra. „Fyrsta tíkin mín heillaði okkur upp úr skónum. Hún var einstök. Þá var ekkert mál að fá sér annan. Svo endaði maður á því að vilja meiri kraft og fara á sleða og skíði og svo bara kom got á þá bættist í hópinn. Þannig ég endaði með sjö,“ segir Olga Rannveig og hlær. Husky hundar koma frá Síberíu og eru ræktaðir sem þrekmiklir sleðahundar. Olga Rannveig segist þjálfa hundana allan ársins hring og reynir hún að hafa þjálfunina sem fjölbreyttasta en í vikunni fékk fréttastofa að fara með í sleðatúr. „Þau elska að draga sleða. Þau fá mestu útrásina þannig og eru mjög glöð. Þetta er uppáhaldið þeirra,“ segir Olga en eins og sést í klippunni eru hundarnir afar spenntir þegar á að leggja af stað í sleðatúr. Þá taka Olga Rannveig og hundarnir virkan þátt í sleðahundakeppnum og eru einnig dugleg að mæta á sýningar hjá hundaræktafélaginu. Eins og við má búast er algengt að fólk reki upp stór augu þegar það sér Olgu með alla hundana. Hún segir að það sé lítið mál að halda hundana þrátt fyrir að vera í fullu starfi sem flugfreyja og reka heimili með fjórum börnum. „Þetta er bara skipulagning. Maður þarf að vera eins og exel skjal og púsla öllu saman.“ Þá þekkja börnin ekkert annað en stórt hundaheimili og eru dugleg að hjálpa til. „Það er bara rosalega gott fyrir börn að alast upp við hunda. Hvort sem þeir eru einn eða sjö,“ segir Olga Rannveig.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira