Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. febrúar 2018 19:15 Skjáskot af falsfréttinni. Ljóst er að búið er að útbúa mynd til að láta líta út fyrir að Ólafur hafi verið í viðtali. Glöggir lesendur taka þó eftir því að hann er í myndveri Kiljunnar á þessari mynd. Vísir/Skjáskot Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. „Ólafur hefur í samstarfi við bandarískt teymi búið til „Bitcoin Code“ – kerfi sem tryggir öllum Íslendingum fjárhagslegt öryggi í framtíðinni,“ segir meðal annars í fréttinni. Þá kemur einnig fram að Bitcoin Code hafi nú þegar gert fjölda fólks að milljónamæringum. Í samtali við Vísi segir Ólafur Jóhann að honum hafi verið bent á falsfréttina í vikunni. „Ég fékk ábendingar um þetta frá fjölda fólks á Íslandi sem höfðu rekið augun í fréttina. Þetta virðist vera að skjóta upp kollinum ansi víða en þetta hefur svo undið upp á sig síðustu daga,“ segir hann.Fyrirsögn falsfréttarinnar. Talað er um Bitcoin kraftaverk Ólafs sem sé að breyta lífum Íslendinga.Vísir/SkjáskotFacebook gangi illa að stöðva útbreiðslunaÓlafur segir að hann hafi reynt að stöðva frekari útbreiðslu en mikill hægagangur sé í þeim efnum hjá Facebook. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð.“ Segist hann ætla að reyna að gera meira í þessu á mánudaginn. „Aðallega hef ég áhyggjur af því að þessir óprúttnu aðilar nái að blekkja einhverja. Það er leiðinlegt fyrir mig að nafnið mitt tengist svona rugli en það er náttúrulega miklu verra ef einhver bítur á agnið,“ segir hann.Ólafi eru gerð upp ófá ummæli í fréttinni og reyna svikahrapparnir að láta lesendur bíta á agnið.Vísir/SkjáskotMyndi aldrei kaupa BitcoinÓlafur segir að hann hafi aldrei keypt Bitcoin-rafmyntina. „Ég hef aldrei keypt Bitcoin. Ég er ekki í því að ráðleggja fólki hvað varðar svona lagað en mér myndi aldrei nokkurn tímann detta í hug að kaupa Bitcoin, ekki frekar en að kaupa tréspíra af einhverjum vafasömum sprúttsala,“ segir hann. „Ég veit ekki hvort það sé eitthvað til í því en einhver sagði mér að það væri hægt að rekja þetta til einhverra Rússa,“ segir Ólafur að lokum. Rafmyntir Facebook Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. „Ólafur hefur í samstarfi við bandarískt teymi búið til „Bitcoin Code“ – kerfi sem tryggir öllum Íslendingum fjárhagslegt öryggi í framtíðinni,“ segir meðal annars í fréttinni. Þá kemur einnig fram að Bitcoin Code hafi nú þegar gert fjölda fólks að milljónamæringum. Í samtali við Vísi segir Ólafur Jóhann að honum hafi verið bent á falsfréttina í vikunni. „Ég fékk ábendingar um þetta frá fjölda fólks á Íslandi sem höfðu rekið augun í fréttina. Þetta virðist vera að skjóta upp kollinum ansi víða en þetta hefur svo undið upp á sig síðustu daga,“ segir hann.Fyrirsögn falsfréttarinnar. Talað er um Bitcoin kraftaverk Ólafs sem sé að breyta lífum Íslendinga.Vísir/SkjáskotFacebook gangi illa að stöðva útbreiðslunaÓlafur segir að hann hafi reynt að stöðva frekari útbreiðslu en mikill hægagangur sé í þeim efnum hjá Facebook. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð.“ Segist hann ætla að reyna að gera meira í þessu á mánudaginn. „Aðallega hef ég áhyggjur af því að þessir óprúttnu aðilar nái að blekkja einhverja. Það er leiðinlegt fyrir mig að nafnið mitt tengist svona rugli en það er náttúrulega miklu verra ef einhver bítur á agnið,“ segir hann.Ólafi eru gerð upp ófá ummæli í fréttinni og reyna svikahrapparnir að láta lesendur bíta á agnið.Vísir/SkjáskotMyndi aldrei kaupa BitcoinÓlafur segir að hann hafi aldrei keypt Bitcoin-rafmyntina. „Ég hef aldrei keypt Bitcoin. Ég er ekki í því að ráðleggja fólki hvað varðar svona lagað en mér myndi aldrei nokkurn tímann detta í hug að kaupa Bitcoin, ekki frekar en að kaupa tréspíra af einhverjum vafasömum sprúttsala,“ segir hann. „Ég veit ekki hvort það sé eitthvað til í því en einhver sagði mér að það væri hægt að rekja þetta til einhverra Rússa,“ segir Ólafur að lokum.
Rafmyntir Facebook Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira