Um starfsmann barnaverndar: „Hann byrjaði að kenna manni að þrífa sjálfan sig“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. febrúar 2018 18:45 Alls átta kærur hafa borist á hendur starfsmanni barnaverndar Reykjavíkur. Fjórar bárust áður en rannsókn hófst á málinu í janúar, þrjár eftir að rannsókn hófst og ein kæra, sú áttunda, barst rétt fyrir helgi eftir að umfjöllun um málið hófst. Þetta staðfestir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar og einnig að enginn af meintum þolendum hafi verið skjólstæðingur mannsins í starfi hans heldur tengst honum fjölskyldu eða vinaböndum. Einn þeirra er ungur maður sem lagði fram kæru í ágúst síðastliðnum en lögregla hóf ekki rannsókn á málinu fyrr en í janúar. Maðurinn er rúmlega tvítugur í dag en var átta ára þegar meint misnotkun hófst árið 2006 en hún hætti ekki fyrr en hann var 14 ára. „Ég fór til hans um helgar. Ég átti að læra og undirbúa mig fyrir skólann því ég átti erfitt með nám og hann bauðst til þess að vera stuðningsfulltrúi minn. Síðan gerði hann meira en hann sagðist ætla að gera.“ Hann segir manninn hafa sannfært sig að segja engum frá. „Eftir að þú ert búinn að vinna inn traust hjá einhverjum þá er maður ekki endilega að fara segja frá strax. Ekki fyrr en maður er orðinn aðeins þroskaðari til að skilja hvað hann gerði,“ segir hann og lýsir aðferðum mannsins. „Hann leyfði mér að spila tölvuleiki eins og ég vildi, velja í matinn, gefa mér pening. Þetta byrjaði fyrst í sturtunni þar sem hann byrjaði að kenna mér að þrífa sjálfan mig. Svo leiddist þetta út í meira. Ég var bara barn á þeim tíma og vissi ekkert hvað var í gangi í raun og veru.“ Hann segir flest brotin hafa átt sér stað á heimili mannsins sem jafnframt var stuðningsheimili fyrir börn rekið af Reykjavíkurborg. Maðurinn hætti fyrst störfum hjá barnavernd í janúar. Hann segir fleiri börn hafa verið á heimilinu þegar maðurinn braut á honum. „Það voru aðallega strákar. Síðasti strákurinn sem ég man eftir fannst einmitt skrýtið af hverju ég var í rúminu hans, en ekki bara frammi í sófa.“ Hann segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með kerfið þegar ekkert hafi verið gert í máli hans í marga mánuði þrátt fyrir að hann hafi tjáð lögreglu að maðurinn starfaði með börnum. „Mér finnst það skelfilegt. Maður á ekki að taka áhættu hvað varðar svona brotamenn.“ Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Brotaþoli og fjölskylda hans létu lögreglu og barnayfirvöld sérstaklega vita af kynferðisbrotum til að koma í veg fyrir að maðurinn ynni áfram með börnum. Honum var ekki vikið úr starfi fyrr en fimm árum síðar. 3. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Alls átta kærur hafa borist á hendur starfsmanni barnaverndar Reykjavíkur. Fjórar bárust áður en rannsókn hófst á málinu í janúar, þrjár eftir að rannsókn hófst og ein kæra, sú áttunda, barst rétt fyrir helgi eftir að umfjöllun um málið hófst. Þetta staðfestir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar og einnig að enginn af meintum þolendum hafi verið skjólstæðingur mannsins í starfi hans heldur tengst honum fjölskyldu eða vinaböndum. Einn þeirra er ungur maður sem lagði fram kæru í ágúst síðastliðnum en lögregla hóf ekki rannsókn á málinu fyrr en í janúar. Maðurinn er rúmlega tvítugur í dag en var átta ára þegar meint misnotkun hófst árið 2006 en hún hætti ekki fyrr en hann var 14 ára. „Ég fór til hans um helgar. Ég átti að læra og undirbúa mig fyrir skólann því ég átti erfitt með nám og hann bauðst til þess að vera stuðningsfulltrúi minn. Síðan gerði hann meira en hann sagðist ætla að gera.“ Hann segir manninn hafa sannfært sig að segja engum frá. „Eftir að þú ert búinn að vinna inn traust hjá einhverjum þá er maður ekki endilega að fara segja frá strax. Ekki fyrr en maður er orðinn aðeins þroskaðari til að skilja hvað hann gerði,“ segir hann og lýsir aðferðum mannsins. „Hann leyfði mér að spila tölvuleiki eins og ég vildi, velja í matinn, gefa mér pening. Þetta byrjaði fyrst í sturtunni þar sem hann byrjaði að kenna mér að þrífa sjálfan mig. Svo leiddist þetta út í meira. Ég var bara barn á þeim tíma og vissi ekkert hvað var í gangi í raun og veru.“ Hann segir flest brotin hafa átt sér stað á heimili mannsins sem jafnframt var stuðningsheimili fyrir börn rekið af Reykjavíkurborg. Maðurinn hætti fyrst störfum hjá barnavernd í janúar. Hann segir fleiri börn hafa verið á heimilinu þegar maðurinn braut á honum. „Það voru aðallega strákar. Síðasti strákurinn sem ég man eftir fannst einmitt skrýtið af hverju ég var í rúminu hans, en ekki bara frammi í sófa.“ Hann segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með kerfið þegar ekkert hafi verið gert í máli hans í marga mánuði þrátt fyrir að hann hafi tjáð lögreglu að maðurinn starfaði með börnum. „Mér finnst það skelfilegt. Maður á ekki að taka áhættu hvað varðar svona brotamenn.“
Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Brotaþoli og fjölskylda hans létu lögreglu og barnayfirvöld sérstaklega vita af kynferðisbrotum til að koma í veg fyrir að maðurinn ynni áfram með börnum. Honum var ekki vikið úr starfi fyrr en fimm árum síðar. 3. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15
Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Brotaþoli og fjölskylda hans létu lögreglu og barnayfirvöld sérstaklega vita af kynferðisbrotum til að koma í veg fyrir að maðurinn ynni áfram með börnum. Honum var ekki vikið úr starfi fyrr en fimm árum síðar. 3. febrúar 2018 19:00