Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Hanna Ólafsdóttir er annar umsjónarmanna Hjálparsímans 1717. Hanna segir að alls komi um 90 manns að Hjálparsímanum og hann sé opinn allan sólarhringinn og gjaldfrjálst að hringja, allan ársins hring. Fréttablaðið/Eyþór Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. Um 15 þúsund símtöl og samtöl í gegnum netið bárust Hjálparsímanum í fyrra. Það jafngildir um 40 samtölum á sólarhring. Af þessum 15 þúsund samtölum var 721 samtal um sjálfsvíg eða sjálfsvígshugsanir. „Við hörmum að viðkomandi hafi ekki náð sambandi. Það er leiðinlegt þegar slíkt kemur fyrir. En það er yfirleitt þannig að fólk nær fljótt sambandi og það er líka hægt að tala í gegnum netspjall,“ segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmaður Hjálparsímans. „En þetta sýnir hversu mikil neyð er í samfélaginu.“ Hanna segir að síminn á nóttunni sé hugsaður sem neyðarsími. „Næturnar eru mannaðar af starfsfólki sem hefur farið í gegnum þjálfun til þess að taka á móti erfiðum símtölum. Það getur verið mikið að gera og eins og staðan er er einn starfsmaður á nóttunni.“ Hún segir að ef starfsmaður sé einn á vakt, í viðkvæmu samtali og einhver annar hringi inn á meðan verði starfsmaðurinn að láta það samtal sem hann er í hafa forgang. Þá komi símsvari sem segi viðkomandi að það sé mikið álag og fólk beðið um að hinkra. „Í fullkomnum heimi væri hægt að manna vaktina betur en það er mismikið að gera. Það geta komið toppar á nóttu þar sem margir reyna að ná inn og svo getur verið rólegt utan þess. Það er erfitt að ráða við þetta og við leggjum okkur öll fram við að veita eins góða þjónustu og við mögulega getum.“ Hún segir jákvætt að fólki sem líði illa hringi í Hjálparsímann. „En ef fólki líður þannig að það getur ekki beðið eftir að síminn losni, þá er best að hringja í vin eða ættingja eða í Neyðarlínuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. Um 15 þúsund símtöl og samtöl í gegnum netið bárust Hjálparsímanum í fyrra. Það jafngildir um 40 samtölum á sólarhring. Af þessum 15 þúsund samtölum var 721 samtal um sjálfsvíg eða sjálfsvígshugsanir. „Við hörmum að viðkomandi hafi ekki náð sambandi. Það er leiðinlegt þegar slíkt kemur fyrir. En það er yfirleitt þannig að fólk nær fljótt sambandi og það er líka hægt að tala í gegnum netspjall,“ segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmaður Hjálparsímans. „En þetta sýnir hversu mikil neyð er í samfélaginu.“ Hanna segir að síminn á nóttunni sé hugsaður sem neyðarsími. „Næturnar eru mannaðar af starfsfólki sem hefur farið í gegnum þjálfun til þess að taka á móti erfiðum símtölum. Það getur verið mikið að gera og eins og staðan er er einn starfsmaður á nóttunni.“ Hún segir að ef starfsmaður sé einn á vakt, í viðkvæmu samtali og einhver annar hringi inn á meðan verði starfsmaðurinn að láta það samtal sem hann er í hafa forgang. Þá komi símsvari sem segi viðkomandi að það sé mikið álag og fólk beðið um að hinkra. „Í fullkomnum heimi væri hægt að manna vaktina betur en það er mismikið að gera. Það geta komið toppar á nóttu þar sem margir reyna að ná inn og svo getur verið rólegt utan þess. Það er erfitt að ráða við þetta og við leggjum okkur öll fram við að veita eins góða þjónustu og við mögulega getum.“ Hún segir jákvætt að fólki sem líði illa hringi í Hjálparsímann. „En ef fólki líður þannig að það getur ekki beðið eftir að síminn losni, þá er best að hringja í vin eða ættingja eða í Neyðarlínuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira