Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 22:30 Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. Vísir/Hanna Íbúar á höfuðborgarsvæðinu mega búast við því að þurfa nokkrar auka mínútur þegar þeir leggja af stað í fyrramálið til vinnu. Enn á að snjóa meira og minna í alla nótt en búast má við því að dragi úr éljagangi með morgninum. Von er á annarri lægð annað kvöld og þá er líklegt að slæmt veður stríði borgarbúum um helgina. Vegagerðin hefur lokað bæði Hellisheiði og Þrengslum vegna versnandi veðurs á suðvesturhorninu. „Él eru náttúrulega þeim undarlega eiginleika gædd að maður veit aldrei nákvæmlega hvar þau lenda. Það er nokkuð líklegt að það verði enn þá él í fyrramálið. Það er búið að snjóa alveg þokkalega drjúgt hérna. Það verða örugglega einhverjir sem eiga svolítið bágt með að komast áfram,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Vona að sem flestir muni að hreinsa vel af rúðum og öðru. Það er fátt leiðinlegra en að mæta einhverjum sem sér varla út. Það verður allt hvítt og slétt, það verður erfiðara að sjá kantsteina og svona. Menn þurfa gjarnan að reikna sér einhverjar auka mínútur til að komast af stað.“Önnur lægð annað kvöld Von er á nýrri lægð seint annað kvöld um miðnætti. Skil þeirrar lægðar fara líklega mjög fljótt yfir landið og þeim fylgja ekki mikil hlýindi. „Við tekur þá aftur suðvestanátt og él, svolítið eins og í dag en ekki af þeim styrk og magni sem hafa verið núna. Samt verða þéttingsél á miðvikudaginn. Það er að sjá svo sem að fimmtudagurinn verði að mörgu leyti býsna keimlíkur með það líka. Þessi vika ætlar að verða alveg þokkalega snúin.“ Óli segir að helgin lýti ekki sérstaklega frýnilega út heldur, en líkur eru á að norðurland og austurland sleppi ágætlega í lægðum vikunnar. „Þetta má segja að þetta gildir eiginlega um sunnan- og vestanvert landið. Þessi skil fara svo yfir land á miðvikudag. Það verður eitthvað leiðinlegra á Austurlandinu um tíma en um leið og hann er kominn í suðvestanáttina aftur þá er eiginlega norðaustur- og austurland í ágætismálum. Þetta er eiginlega þeirra vindátt.“ Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu mega búast við því að þurfa nokkrar auka mínútur þegar þeir leggja af stað í fyrramálið til vinnu. Enn á að snjóa meira og minna í alla nótt en búast má við því að dragi úr éljagangi með morgninum. Von er á annarri lægð annað kvöld og þá er líklegt að slæmt veður stríði borgarbúum um helgina. Vegagerðin hefur lokað bæði Hellisheiði og Þrengslum vegna versnandi veðurs á suðvesturhorninu. „Él eru náttúrulega þeim undarlega eiginleika gædd að maður veit aldrei nákvæmlega hvar þau lenda. Það er nokkuð líklegt að það verði enn þá él í fyrramálið. Það er búið að snjóa alveg þokkalega drjúgt hérna. Það verða örugglega einhverjir sem eiga svolítið bágt með að komast áfram,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Vona að sem flestir muni að hreinsa vel af rúðum og öðru. Það er fátt leiðinlegra en að mæta einhverjum sem sér varla út. Það verður allt hvítt og slétt, það verður erfiðara að sjá kantsteina og svona. Menn þurfa gjarnan að reikna sér einhverjar auka mínútur til að komast af stað.“Önnur lægð annað kvöld Von er á nýrri lægð seint annað kvöld um miðnætti. Skil þeirrar lægðar fara líklega mjög fljótt yfir landið og þeim fylgja ekki mikil hlýindi. „Við tekur þá aftur suðvestanátt og él, svolítið eins og í dag en ekki af þeim styrk og magni sem hafa verið núna. Samt verða þéttingsél á miðvikudaginn. Það er að sjá svo sem að fimmtudagurinn verði að mörgu leyti býsna keimlíkur með það líka. Þessi vika ætlar að verða alveg þokkalega snúin.“ Óli segir að helgin lýti ekki sérstaklega frýnilega út heldur, en líkur eru á að norðurland og austurland sleppi ágætlega í lægðum vikunnar. „Þetta má segja að þetta gildir eiginlega um sunnan- og vestanvert landið. Þessi skil fara svo yfir land á miðvikudag. Það verður eitthvað leiðinlegra á Austurlandinu um tíma en um leið og hann er kominn í suðvestanáttina aftur þá er eiginlega norðaustur- og austurland í ágætismálum. Þetta er eiginlega þeirra vindátt.“
Veður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent