Helga hættir hjá Samtökum ferðaþjónustunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2018 13:03 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Ernir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur verið ráðin til Bláa Lónsins og hefur störf 1. júní næstkomandi. Helga mun verða framkvæmdastjóri Blue Lagoon Journeys ehf, dótturfélags Bláa Lónsins, sem vinnur að þróunarverkefnum félagsins á sviði ferðaþjónustu. Ráðningin styður auknar áherslur Bláa Lónsins á þeim vettvangi. Starfið heyrir beint undir forstjóra og mun Helga taka sæti í stjórnendateymi Bláa Lónsins að því er segir í fréttatilkynningu. Helga gegndi stöðu framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar í á fimmta ár en var þar áður framkvæmdastjóri VR. „Umhverfi ferðaþjónustunnar er nú að taka byltingarkenndum breytingum ekki síst vegna stafrænnar þróunar og það er afar ánægjulegt að hafa fengið Helgu til liðs við Bláa Lónið til að leiða mjög áhugaverð verkefni á þeim vettvangi. Ég hef starfað með Helgu undanfarin 4 ár sem formaður SAF þar sem hún hefur unnið frábært starf. Bláa Lónið er í miklum vexti. Hjá okkur starfa nú rúmlega 700 manns en á næstu vikum opnum við nýtt upplifunarsvæði og hótel við Bláa Lónið. Starfsemi félagsins er í stöðugri þróun og mörg spennandi verkefni sem við vinnum nú að. Það er því mikill akkur af því að fá Helgu til liðs við okkur í þessi mikilvægu verkefni,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins. „Verkefni tengd frekari þróun og nýsköpun Bláa Lónsins eru spennandi og er gaman að fá að takast á við þau með öflugu starfsfólki og forstjóra, sem ég hef átt mjög gott og farsælt samstarf við á síðustu árum á vettvangi SAF. Fyrirtækið er leiðandi í ferðaþjónustu á Íslandi og er það von mín að kraftar mínir og reynsla muni nýtast vel í þeim fjölmörgu þróunarverkefnum sem framundan eru,“ segir Helga. Ráðningar Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur verið ráðin til Bláa Lónsins og hefur störf 1. júní næstkomandi. Helga mun verða framkvæmdastjóri Blue Lagoon Journeys ehf, dótturfélags Bláa Lónsins, sem vinnur að þróunarverkefnum félagsins á sviði ferðaþjónustu. Ráðningin styður auknar áherslur Bláa Lónsins á þeim vettvangi. Starfið heyrir beint undir forstjóra og mun Helga taka sæti í stjórnendateymi Bláa Lónsins að því er segir í fréttatilkynningu. Helga gegndi stöðu framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar í á fimmta ár en var þar áður framkvæmdastjóri VR. „Umhverfi ferðaþjónustunnar er nú að taka byltingarkenndum breytingum ekki síst vegna stafrænnar þróunar og það er afar ánægjulegt að hafa fengið Helgu til liðs við Bláa Lónið til að leiða mjög áhugaverð verkefni á þeim vettvangi. Ég hef starfað með Helgu undanfarin 4 ár sem formaður SAF þar sem hún hefur unnið frábært starf. Bláa Lónið er í miklum vexti. Hjá okkur starfa nú rúmlega 700 manns en á næstu vikum opnum við nýtt upplifunarsvæði og hótel við Bláa Lónið. Starfsemi félagsins er í stöðugri þróun og mörg spennandi verkefni sem við vinnum nú að. Það er því mikill akkur af því að fá Helgu til liðs við okkur í þessi mikilvægu verkefni,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins. „Verkefni tengd frekari þróun og nýsköpun Bláa Lónsins eru spennandi og er gaman að fá að takast á við þau með öflugu starfsfólki og forstjóra, sem ég hef átt mjög gott og farsælt samstarf við á síðustu árum á vettvangi SAF. Fyrirtækið er leiðandi í ferðaþjónustu á Íslandi og er það von mín að kraftar mínir og reynsla muni nýtast vel í þeim fjölmörgu þróunarverkefnum sem framundan eru,“ segir Helga.
Ráðningar Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira