Nóg komið Magnús Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Samfélagi ber að tryggja öryggi og velferð allra barna. Það er því þyngra en tárum taki að nú stöndum við frammi fyrir því að lykilstofnanir hafi brugðist þessu mikilvæga hlutverki og það ítrekað. Við þessu verðum við að bregðast og það ekki einvörðungu með því að rannsaka og komast að því hvað fór úrskeiðis, heldur hljótum við að þurfa að meta ábyrgðina og útiloka að slíkt geti gerst aftur. Bæði lögregla og barnaverndaryfirvöld brugðust stórlega skyldum og ábyrgð í máli er varðar fyrrverandi starfsmann Barnaverndar. Starfsmaðurinn er grunaður um fjölda brota gagnvart börnum og vart þörf á að tíunda hversu óskiljanlegt það er að tilkynningar um meint athæfi mannsins hafi ítrekar dagað uppi innan kerfisins. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur var gert viðvart árið 2002 og aftur árið 2008 en tilkynningar bárust lögreglunni árin 2013, 2015 og 2017. Lögregla og velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa bæði brugðist við en hvort rannsóknir og áhættugreiningar á vegum sömu stofnana á sjálfum sér duga til er umhugsunarefni. Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er viðbúið að stutt sé á milli einstaklinga innan stofnana samfélagsins. Það ætti því að setja kröfu á okkur umfram stærri samfélög að utanaðkomandi aðilar séu fengnir til þess að rannsaka alvarleg mistök og embættisglöp. Athafnir eða athafnaleysi sem hafa mögulega leitt til þjáninga fjölda barna. Þetta er ekki spurning um einhverjar nornaveiðar innan þessara stofnana heldur er þetta eðlileg krafa samfélags sem vill tryggja öryggi og velferð barna. Ef eitthvað er þá ættu þessar stofnanir að krefjast þess að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til þess að rannsaka hvað fór úrskeiðis og með hvaða hætti því án þess er hætt við að traustið fari hratt rýrnandi. Og það er fátt sem er stofnunum sem þessum viðlíka mikilvægt og traust til þess að geta sinnt störfum sínum með fagmannlegum og vönduðum hætti. Auðvitað þarf þó að koma til viðunandi fjármagn og mannafli en lengi virðist slíku hafa verið ábótavant í löggæslumálum. Ef horft er til verkefna nokkurra deilda hlýtur að liggja ljóst fyrir að brýn þörf er á að bregðast við. Það má t.d. horfa til gríðarlega aukins álags á löggæslu vegna fjölgunar erlendra ferðamanna, netglæpir vaxa á margföldum hraða miðað við fjárframlög í málaflokknum og síðast en ekki síst virðist lögreglan vart hafa undan við rannsóknir og afgreiðslu kynferðisbrota. Árum saman höfum við vanrækt innviði íslensks samfélags í nafni aðhalds, sparnaðar og stöðugleika. Löggæsla og velferð í landinu hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af þessu. Hvernig ætlum við þá að takast á við það ef mistökin innan þessara kerfa má rekja til sparnaðar? Ætlum við að horfa framan í okkur sem samfélag og viðurkenna að það hefur verið gengið of langt og að fórnarkostnaðurinn hafi jafnvel verið velferð barna? Er ekki kominn tími til að byggja upp öruggt samfélag velferðar og umhyggju þó svo það sé jafnvel stundum á kostnað heilags hagvaxtar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Samfélagi ber að tryggja öryggi og velferð allra barna. Það er því þyngra en tárum taki að nú stöndum við frammi fyrir því að lykilstofnanir hafi brugðist þessu mikilvæga hlutverki og það ítrekað. Við þessu verðum við að bregðast og það ekki einvörðungu með því að rannsaka og komast að því hvað fór úrskeiðis, heldur hljótum við að þurfa að meta ábyrgðina og útiloka að slíkt geti gerst aftur. Bæði lögregla og barnaverndaryfirvöld brugðust stórlega skyldum og ábyrgð í máli er varðar fyrrverandi starfsmann Barnaverndar. Starfsmaðurinn er grunaður um fjölda brota gagnvart börnum og vart þörf á að tíunda hversu óskiljanlegt það er að tilkynningar um meint athæfi mannsins hafi ítrekar dagað uppi innan kerfisins. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur var gert viðvart árið 2002 og aftur árið 2008 en tilkynningar bárust lögreglunni árin 2013, 2015 og 2017. Lögregla og velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa bæði brugðist við en hvort rannsóknir og áhættugreiningar á vegum sömu stofnana á sjálfum sér duga til er umhugsunarefni. Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er viðbúið að stutt sé á milli einstaklinga innan stofnana samfélagsins. Það ætti því að setja kröfu á okkur umfram stærri samfélög að utanaðkomandi aðilar séu fengnir til þess að rannsaka alvarleg mistök og embættisglöp. Athafnir eða athafnaleysi sem hafa mögulega leitt til þjáninga fjölda barna. Þetta er ekki spurning um einhverjar nornaveiðar innan þessara stofnana heldur er þetta eðlileg krafa samfélags sem vill tryggja öryggi og velferð barna. Ef eitthvað er þá ættu þessar stofnanir að krefjast þess að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til þess að rannsaka hvað fór úrskeiðis og með hvaða hætti því án þess er hætt við að traustið fari hratt rýrnandi. Og það er fátt sem er stofnunum sem þessum viðlíka mikilvægt og traust til þess að geta sinnt störfum sínum með fagmannlegum og vönduðum hætti. Auðvitað þarf þó að koma til viðunandi fjármagn og mannafli en lengi virðist slíku hafa verið ábótavant í löggæslumálum. Ef horft er til verkefna nokkurra deilda hlýtur að liggja ljóst fyrir að brýn þörf er á að bregðast við. Það má t.d. horfa til gríðarlega aukins álags á löggæslu vegna fjölgunar erlendra ferðamanna, netglæpir vaxa á margföldum hraða miðað við fjárframlög í málaflokknum og síðast en ekki síst virðist lögreglan vart hafa undan við rannsóknir og afgreiðslu kynferðisbrota. Árum saman höfum við vanrækt innviði íslensks samfélags í nafni aðhalds, sparnaðar og stöðugleika. Löggæsla og velferð í landinu hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af þessu. Hvernig ætlum við þá að takast á við það ef mistökin innan þessara kerfa má rekja til sparnaðar? Ætlum við að horfa framan í okkur sem samfélag og viðurkenna að það hefur verið gengið of langt og að fórnarkostnaðurinn hafi jafnvel verið velferð barna? Er ekki kominn tími til að byggja upp öruggt samfélag velferðar og umhyggju þó svo það sé jafnvel stundum á kostnað heilags hagvaxtar?
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun