Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Fálkinn seldist á jafnvirði 200 þúsund króna. „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. Ekki er gefið upp hver kaupandi fálkans er en Sean, sem sjálfur fylgdist með uppboðinu á netinu, segist telja að það hafi verið einhver á staðnum sem átti hæsta boðið. Nokkur tilboð hafi einnig borist um netið. Söluverð fálkans var 1.100 pund – sem með þóknun Chiswick-uppboðshússins er 1.430 pund, jafnvirði rétt rúmlega 200 þúsund króna. Verðmat Chiswick var hins vegar 400 til 600 pund. Eftir að Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá fyrirhuguðu uppboði höfðu tveir íslenskir aðilar samband við blaðið og lýstu áhuga á að komast í samband við eiganda fálkans með kaup í huga. Fyrirtæki í Reykjavík bauð 1.000 pund og fékk því ekki gripinn. Heldur ekki Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur. „Við höfðum fullan hug á að reyna að komast yfir þennan grip en svigrúmið var naumt,“ segir Jón Svavarsson, ritari Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur sem á fyrir nokkra gripi eftir Ríkarð. Jón kveðst hafa reynt að bjóða í fálkann í gegn um netið en sé ekki viss hvort upphafsboð hans upp á 600 pund hafi skilað sér. „Við sáum fyrir okkur að það væri kærkomið að eignast þennan grip þar sem Ríkarður var hluti af okkar félagi á sínum tíma og gerði meðal annars þá glæsilegu baðstofu sem við eigum í Vonarstræti,“ segir Jón. „En mest höfðum við áhuga á því að fálkinn kæmist í íslenska eigu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. Ekki er gefið upp hver kaupandi fálkans er en Sean, sem sjálfur fylgdist með uppboðinu á netinu, segist telja að það hafi verið einhver á staðnum sem átti hæsta boðið. Nokkur tilboð hafi einnig borist um netið. Söluverð fálkans var 1.100 pund – sem með þóknun Chiswick-uppboðshússins er 1.430 pund, jafnvirði rétt rúmlega 200 þúsund króna. Verðmat Chiswick var hins vegar 400 til 600 pund. Eftir að Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá fyrirhuguðu uppboði höfðu tveir íslenskir aðilar samband við blaðið og lýstu áhuga á að komast í samband við eiganda fálkans með kaup í huga. Fyrirtæki í Reykjavík bauð 1.000 pund og fékk því ekki gripinn. Heldur ekki Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur. „Við höfðum fullan hug á að reyna að komast yfir þennan grip en svigrúmið var naumt,“ segir Jón Svavarsson, ritari Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur sem á fyrir nokkra gripi eftir Ríkarð. Jón kveðst hafa reynt að bjóða í fálkann í gegn um netið en sé ekki viss hvort upphafsboð hans upp á 600 pund hafi skilað sér. „Við sáum fyrir okkur að það væri kærkomið að eignast þennan grip þar sem Ríkarður var hluti af okkar félagi á sínum tíma og gerði meðal annars þá glæsilegu baðstofu sem við eigum í Vonarstræti,“ segir Jón. „En mest höfðum við áhuga á því að fálkinn kæmist í íslenska eigu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00