Fresta stefnuræðu Zuma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku. Vísir/AFP Ríkisstjórn Suður-Afríku ákvað í gær að fresta stefnuræðu forseta. Þetta tilkynnti Baleka Mbete, forseti þingsins, en sagði ekki hvenær ræðan yrði haldin í staðinn. Stjórnarandstaðan fór fram á þennan frest vegna þess að greidd verða atkvæði um vantraust á Jacob Zuma forseta þann 22. febrúar næstkomandi. Þótti þeim ótækt að Zuma flytti ræðu sína, sem samkvæmt áætlun átti að vera á fimmtudaginn, þegar óljóst er hvort hann verði yfir höfuð forseti í mánaðarlok. Mikill þrýstingur er á Zuma að segja af sér vegna spillingarmála sem hann hefur verið sakaður um. Hefur hann nú þegar misst formannssætið í Afríska þjóðarráðinu til Cyril Ramaphosa. Í yfirlýsingu frá stofnun Nelsons Mandela í gær sagði að stjórnvöld hefðu stolið með kerfisbundnum hætti af suðurafrísku þjóðinni. Zuma þurfi að víkja fyrr eða síðar. Þá dró einnig til tíðinda í gær þegar Jessie Duarte, varaformaður Afríska þjóðarráðsins sagði á blaðamannafundi að leiðtogar flokksins myndu taka stóra ákvörðun um „alvarlegt mál“ í dag. „Við höfum rætt framtíð Jacobs Zuma og þetta mál fer fyrir yfirstjórn flokksins á miðvikudaginn [í dag],“ sagði Duarte sem vildi ekki greina frekar frá málinu og sagði einungis að það væri mikilvægt almannahagsmunum. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Ríkisstjórn Suður-Afríku ákvað í gær að fresta stefnuræðu forseta. Þetta tilkynnti Baleka Mbete, forseti þingsins, en sagði ekki hvenær ræðan yrði haldin í staðinn. Stjórnarandstaðan fór fram á þennan frest vegna þess að greidd verða atkvæði um vantraust á Jacob Zuma forseta þann 22. febrúar næstkomandi. Þótti þeim ótækt að Zuma flytti ræðu sína, sem samkvæmt áætlun átti að vera á fimmtudaginn, þegar óljóst er hvort hann verði yfir höfuð forseti í mánaðarlok. Mikill þrýstingur er á Zuma að segja af sér vegna spillingarmála sem hann hefur verið sakaður um. Hefur hann nú þegar misst formannssætið í Afríska þjóðarráðinu til Cyril Ramaphosa. Í yfirlýsingu frá stofnun Nelsons Mandela í gær sagði að stjórnvöld hefðu stolið með kerfisbundnum hætti af suðurafrísku þjóðinni. Zuma þurfi að víkja fyrr eða síðar. Þá dró einnig til tíðinda í gær þegar Jessie Duarte, varaformaður Afríska þjóðarráðsins sagði á blaðamannafundi að leiðtogar flokksins myndu taka stóra ákvörðun um „alvarlegt mál“ í dag. „Við höfum rætt framtíð Jacobs Zuma og þetta mál fer fyrir yfirstjórn flokksins á miðvikudaginn [í dag],“ sagði Duarte sem vildi ekki greina frekar frá málinu og sagði einungis að það væri mikilvægt almannahagsmunum.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53