Starfsmaður Hvíta hússins hættir vegna ásakana um heimilisofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2018 20:08 Rob Porter ásamt John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins. Vísir/Getty Rob Porter, háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, ætlar að hætta í starfi sínu eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur hans sökuðu hann um heimilisofbeldi. Eiginkonur Porter segja hann hafa misþyrmt þeim bæði líkamlega og andlega. Fyrsta eiginkona Porter, Colbie Holderness, sagði Dailymail að hann hefði ítrekað beitt hana ofbeldi og hefði meðal annars kýlt hana í andlitið. Þá fylgdu viðtalinu myndir og þar af ein þar sem sjá mana hana með glóðarauga.Porter brást við og sagði þessar ásakanir vera rangar. Myndirnar sem hann hefði sjálfur tekið fyrir fimmtán árum sýndu alls ekki hvað hefði raunverulega gerst. Þá birti Hvíta húsið yfirlýsingu þar sem lýst var yfir stuðningi við Porter.„Heiðarlegur maður“ „Rob Perter er heiðarlegur maður,“ sagði John Kelly, nokkrum klukkustundum áður en myndirnar af áverkum Holderness voru birtir. „Hann er vinur minn, trúnaðarmaður og fagmaður. Ég er stoltur af því að vinna með honum.“ Öldungadeildarþingmaðurinn Orrin Hatch, fyrrverandi yfirmaður Porter, sendi einnig út yfirlýsingu honum til stuðnings. Hatch gagnrýndi Dailymail harðlega og sagði skammarlegt af þeim að birta þessar ásakanir gegn Porter. „Ég þekki Rob. Ég hef þekkt hann í mörg ár, bæði sem vin og persónulegan ráðgjafa. Hann er ljúfur og hugulsamur gagnvart öllum. Bandaríkin þurfa á fleiri heiðarlegum, prinsippföstum mönnum eins og Rob Porter á að halda og því vona ég að þessi herferð til að sverta mannorð hans muni ekki ná takmarki sínu,“ sagði Hatch. Eftir að myndirnar að glóðarauga Holderness voru birtar sendi Hatch þó frá sér aðra tilkynningu. „Ég er miður mín eftir ásakanir dagsins. Í öllum mínum samskiptum við Rob hefur hann verið kurteis, faglegur og sýnt virðingu. Starfsfólk mitt elskaði hann og hann var traustur ráðgjafi. Ég þekki einkalíf hans ekki vel. Heimilisofbeldi í öllum formum er hræðilegt. Ég bið fyrir Rob og öllum öðrum sem koma að málinu.“Fékk nálgunarbann Þá steig seinni eiginkona Porter. Jennifer Willoughby, einnig fram og lýsti því hvernig hann hefði beitt hana ofbeldi. Þá þurfti hún að fá nálgunarbann gegn honum árið 2010. Washington Post hefur komist yfir eintak af nálgunarbanninu og kemur þar fram að það teljist líklegt að Porter hafi beitt Willougby ofbeldi og að það gæti gerst aftur.Porter starfar náið með John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og á í miklum samskiptum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Porter og sagði hann hafa fullt traust starfsmanna Hvíta hússins. Enginn hefði þrýst á hann að hætta og að hann hefði tekið þá ákvörðun sjálfur.Ekki liggur fyrir hvenær Porter mun hætta í starfi sínu, en hann segist ætla að tryggja að brotthvarf hans muni ekki hafa áhrif á starfsemi Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Rob Porter, háttsettur starfsmaður Hvíta hússins, ætlar að hætta í starfi sínu eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur hans sökuðu hann um heimilisofbeldi. Eiginkonur Porter segja hann hafa misþyrmt þeim bæði líkamlega og andlega. Fyrsta eiginkona Porter, Colbie Holderness, sagði Dailymail að hann hefði ítrekað beitt hana ofbeldi og hefði meðal annars kýlt hana í andlitið. Þá fylgdu viðtalinu myndir og þar af ein þar sem sjá mana hana með glóðarauga.Porter brást við og sagði þessar ásakanir vera rangar. Myndirnar sem hann hefði sjálfur tekið fyrir fimmtán árum sýndu alls ekki hvað hefði raunverulega gerst. Þá birti Hvíta húsið yfirlýsingu þar sem lýst var yfir stuðningi við Porter.„Heiðarlegur maður“ „Rob Perter er heiðarlegur maður,“ sagði John Kelly, nokkrum klukkustundum áður en myndirnar af áverkum Holderness voru birtir. „Hann er vinur minn, trúnaðarmaður og fagmaður. Ég er stoltur af því að vinna með honum.“ Öldungadeildarþingmaðurinn Orrin Hatch, fyrrverandi yfirmaður Porter, sendi einnig út yfirlýsingu honum til stuðnings. Hatch gagnrýndi Dailymail harðlega og sagði skammarlegt af þeim að birta þessar ásakanir gegn Porter. „Ég þekki Rob. Ég hef þekkt hann í mörg ár, bæði sem vin og persónulegan ráðgjafa. Hann er ljúfur og hugulsamur gagnvart öllum. Bandaríkin þurfa á fleiri heiðarlegum, prinsippföstum mönnum eins og Rob Porter á að halda og því vona ég að þessi herferð til að sverta mannorð hans muni ekki ná takmarki sínu,“ sagði Hatch. Eftir að myndirnar að glóðarauga Holderness voru birtar sendi Hatch þó frá sér aðra tilkynningu. „Ég er miður mín eftir ásakanir dagsins. Í öllum mínum samskiptum við Rob hefur hann verið kurteis, faglegur og sýnt virðingu. Starfsfólk mitt elskaði hann og hann var traustur ráðgjafi. Ég þekki einkalíf hans ekki vel. Heimilisofbeldi í öllum formum er hræðilegt. Ég bið fyrir Rob og öllum öðrum sem koma að málinu.“Fékk nálgunarbann Þá steig seinni eiginkona Porter. Jennifer Willoughby, einnig fram og lýsti því hvernig hann hefði beitt hana ofbeldi. Þá þurfti hún að fá nálgunarbann gegn honum árið 2010. Washington Post hefur komist yfir eintak af nálgunarbanninu og kemur þar fram að það teljist líklegt að Porter hafi beitt Willougby ofbeldi og að það gæti gerst aftur.Porter starfar náið með John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og á í miklum samskiptum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Porter og sagði hann hafa fullt traust starfsmanna Hvíta hússins. Enginn hefði þrýst á hann að hætta og að hann hefði tekið þá ákvörðun sjálfur.Ekki liggur fyrir hvenær Porter mun hætta í starfi sínu, en hann segist ætla að tryggja að brotthvarf hans muni ekki hafa áhrif á starfsemi Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira