Geir: Framkoma HSÍ gagnvart mér fyrir neðan allar hellur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2018 17:39 Geir á hliðarlínunni með íslenska landsliðinu. vísir/afp Fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, Geir Sveinsson, var allt annað en sáttur við HSÍ í löngu spjalli við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Það er mikið búið að gerast í vikunni. Ráðning Guðmundar kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á öðru. Þetta hefur legið lengi í loftinu. Þessi umræða með Guðmund og landsliðið var komin inn í handboltaheiminn í desember. Svona sögur fara ekki í gang út af engu. Ég trúi því ekki að viðræður HSÍ við Guðmund hafi farið í gang eftir að ég átti minn fund með HSÍ á dögunum. Það er ljóst að viðræðurnar voru löngu farnar í gang,“ sagði Geir beittur er hann talaði um þann orðróm að HSÍ hefði verið fyrir löngu síðan búið að ræða við Guðmund Guðmundsson um að taka við landsliðinu. Hann er ekki sáttur við vinnubrögð Handknattleikssambandsins í þessum þjálfaramálum. „Mér finnst svona framkoma vera fyrir neðan allar hellur. Ég hef beðið um svör varðandi mín mál síðan í júní. Hvort það væri áhugi á því að halda mér. Þessi framkoma HSÍ gagnvart mér er fyrir neðan allar hellur. Miðað við það sem á undan er gengið kemur þessi framkoma formanns HSÍ mér ekki á óvart. Það sem kemur mér aftur á móti á óvart er að stjórn HSÍ skuli kvitta upp á þessi vinnubrögð.“Geir á æfingu með landsliðinu.vísir/hannaGeir fundaði með stjórn HSÍ í síðustu viku og bað síðan um skýr svör og það sem fyrst. „Þeim hefði verið í lófa lagið eftir þann fund að tilkynna mér að þeir ætluðu að fara í viðræður við Guðmund. Það hefði verið það minnsta sem þeir gátu gert. Ég hringdi svo í helstu menn og bað þá bara um að segja mér þetta. Hver staðan væri. Mér fannst ég eiga það skilið eftir að hafa beðið í átta mánuði eftir svörum. Svona framkoma er ekki nokkrum manni boðleg,“ segir þjálfarinn en hann segist hafa hafnað tilboði frá Porto í Portúgal og frá öðru landsliði síðasta sumar. Það var ljóst á máli Geirs að samskipti hans og Guðmundar B. Ólafssonar, formanns HSÍ, hafa ekki verið eins og þau eiga að vera. „Samningaviðræðurnar er ég tók við gengu ekki vel. Mér fannst þær vera vondar og ég ræddi það hreinskilnislega við formanninn. Sagði við þyrftum að eiga betri umræður og stíga meira í takt. Það gerðist aldrei. Það var aldrei slæmt á milli okkar en það var aldrei gott. Við settumst aldrei almennilega niður til þess að ræða handboltann. Formaðurinn sýndi því aldrei áhuga. Frá síðasta sumri hafa samskiptin verið með eindæmum slæm. Ég sendi honum til að mynda marga tölvupósta sem hann svaraði aldrei. Hann sagði á blaðamannafundinum með nafna sínum að sambandið við mig hefði verið í lagi. Ég velti því þá fyrir mér hvernig slæmt samband er þá hjá honum,“ segir Geir en hann er á því að ráðning Guðmundar hafi verið í kortunum fyrir löngu síðan. „Ég leyfi mér að kalla þetta leikrit og það lélegt leikrit sem hefur verið í gangi.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Geir: Ég vildi ráða markmannsþjálfara en HSÍ dró bara lappirnar Geir Sveinsson tjáir sig í fyrsta sinn eftir að Guðmundur Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta í stað Geirs. 8. febrúar 2018 08:00 Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. 6. febrúar 2018 17:15 Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða Guðmund Landsliðsmálin voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar sagðist Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, vera nokkuð viss um að Guðmundur Guðmundsson myndi taka við íslenska landsliðinu. 2. febrúar 2018 08:28 HSÍ fundaði með Geir en vill einnig ræða við Guðmund Geir Sveinsson fór yfir málin á fundi með stjórn HSÍ í gær. 31. janúar 2018 10:30 Formaður HSÍ náði ekki í Geir Segir að ekki hafi verið um uppsögn að ræða enda hafi samningur Geirs Sveinssonar verið útrunninn. 6. febrúar 2018 16:46 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Sjá meira
Fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, Geir Sveinsson, var allt annað en sáttur við HSÍ í löngu spjalli við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Það er mikið búið að gerast í vikunni. Ráðning Guðmundar kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á öðru. Þetta hefur legið lengi í loftinu. Þessi umræða með Guðmund og landsliðið var komin inn í handboltaheiminn í desember. Svona sögur fara ekki í gang út af engu. Ég trúi því ekki að viðræður HSÍ við Guðmund hafi farið í gang eftir að ég átti minn fund með HSÍ á dögunum. Það er ljóst að viðræðurnar voru löngu farnar í gang,“ sagði Geir beittur er hann talaði um þann orðróm að HSÍ hefði verið fyrir löngu síðan búið að ræða við Guðmund Guðmundsson um að taka við landsliðinu. Hann er ekki sáttur við vinnubrögð Handknattleikssambandsins í þessum þjálfaramálum. „Mér finnst svona framkoma vera fyrir neðan allar hellur. Ég hef beðið um svör varðandi mín mál síðan í júní. Hvort það væri áhugi á því að halda mér. Þessi framkoma HSÍ gagnvart mér er fyrir neðan allar hellur. Miðað við það sem á undan er gengið kemur þessi framkoma formanns HSÍ mér ekki á óvart. Það sem kemur mér aftur á móti á óvart er að stjórn HSÍ skuli kvitta upp á þessi vinnubrögð.“Geir á æfingu með landsliðinu.vísir/hannaGeir fundaði með stjórn HSÍ í síðustu viku og bað síðan um skýr svör og það sem fyrst. „Þeim hefði verið í lófa lagið eftir þann fund að tilkynna mér að þeir ætluðu að fara í viðræður við Guðmund. Það hefði verið það minnsta sem þeir gátu gert. Ég hringdi svo í helstu menn og bað þá bara um að segja mér þetta. Hver staðan væri. Mér fannst ég eiga það skilið eftir að hafa beðið í átta mánuði eftir svörum. Svona framkoma er ekki nokkrum manni boðleg,“ segir þjálfarinn en hann segist hafa hafnað tilboði frá Porto í Portúgal og frá öðru landsliði síðasta sumar. Það var ljóst á máli Geirs að samskipti hans og Guðmundar B. Ólafssonar, formanns HSÍ, hafa ekki verið eins og þau eiga að vera. „Samningaviðræðurnar er ég tók við gengu ekki vel. Mér fannst þær vera vondar og ég ræddi það hreinskilnislega við formanninn. Sagði við þyrftum að eiga betri umræður og stíga meira í takt. Það gerðist aldrei. Það var aldrei slæmt á milli okkar en það var aldrei gott. Við settumst aldrei almennilega niður til þess að ræða handboltann. Formaðurinn sýndi því aldrei áhuga. Frá síðasta sumri hafa samskiptin verið með eindæmum slæm. Ég sendi honum til að mynda marga tölvupósta sem hann svaraði aldrei. Hann sagði á blaðamannafundinum með nafna sínum að sambandið við mig hefði verið í lagi. Ég velti því þá fyrir mér hvernig slæmt samband er þá hjá honum,“ segir Geir en hann er á því að ráðning Guðmundar hafi verið í kortunum fyrir löngu síðan. „Ég leyfi mér að kalla þetta leikrit og það lélegt leikrit sem hefur verið í gangi.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Geir: Ég vildi ráða markmannsþjálfara en HSÍ dró bara lappirnar Geir Sveinsson tjáir sig í fyrsta sinn eftir að Guðmundur Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta í stað Geirs. 8. febrúar 2018 08:00 Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. 6. febrúar 2018 17:15 Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða Guðmund Landsliðsmálin voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar sagðist Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, vera nokkuð viss um að Guðmundur Guðmundsson myndi taka við íslenska landsliðinu. 2. febrúar 2018 08:28 HSÍ fundaði með Geir en vill einnig ræða við Guðmund Geir Sveinsson fór yfir málin á fundi með stjórn HSÍ í gær. 31. janúar 2018 10:30 Formaður HSÍ náði ekki í Geir Segir að ekki hafi verið um uppsögn að ræða enda hafi samningur Geirs Sveinssonar verið útrunninn. 6. febrúar 2018 16:46 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Sjá meira
Geir: Ég vildi ráða markmannsþjálfara en HSÍ dró bara lappirnar Geir Sveinsson tjáir sig í fyrsta sinn eftir að Guðmundur Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta í stað Geirs. 8. febrúar 2018 08:00
Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. 6. febrúar 2018 17:15
Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða Guðmund Landsliðsmálin voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar sagðist Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, vera nokkuð viss um að Guðmundur Guðmundsson myndi taka við íslenska landsliðinu. 2. febrúar 2018 08:28
HSÍ fundaði með Geir en vill einnig ræða við Guðmund Geir Sveinsson fór yfir málin á fundi með stjórn HSÍ í gær. 31. janúar 2018 10:30
Formaður HSÍ náði ekki í Geir Segir að ekki hafi verið um uppsögn að ræða enda hafi samningur Geirs Sveinssonar verið útrunninn. 6. febrúar 2018 16:46