„Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 20:50 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. „Lögfræðingurinn úti á Spáni er að vinna í því að losa hana. En það hefur í raun ekkert annað gerst í dag því miður,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu á Íslandi, í samtali við Vísi. „Það er mjög sérstakt því ég sé ekki hvaða máli það skiptir lögreglu hvort hún sé á sjúkrahúsi a eða sjúkrahúsi b.“ Páll segist telja að lögreglan sé að beita þrýstingi á aðila með því að halda Sunnu á sama stað. „Það er kannski eitthvað sem við eigum erfiðara með að skilja, að það sé heimilt eða undir nokkrum kringumstæðum eðlilegt.“Engar fréttir að utan í dag Páll segist vita að utanríkisráðuneytið hafi að einhverju leyti beitt sér í máli Sunnu en segir það greinilega ekki nóg. „Ég fékk skilaboð frá Sunnu og móður hennar núna rétt um hálf sjö og þá sögðu þær að þær hefðu ekkert heyrt í dag. Þetta er alveg skelfilegt ástand,“ segir Páll. „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra eða einhver á því leveli sem þyrfti að svara fyrir þetta. Þetta er íslenskur ríkisborgari sem er fastur úti og fær ekki fullnægjandi aðstoð á sjúkrahúsi.“ Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að koma Sunnu heim til Íslands en það mál hefur strandað á því að lögreglan í Malaga hefur haldið eftir vegabréfi hennar. Samkvæmt heimildum Vísis er það vegna rannsóknarhagsmuna en Sigurður Kristinsson eiginmaður Sunnu var handtekinn við heimkomuna frá Malaga. Hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi og situr í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í málinu en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. „Lögfræðingurinn úti á Spáni er að vinna í því að losa hana. En það hefur í raun ekkert annað gerst í dag því miður,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu á Íslandi, í samtali við Vísi. „Það er mjög sérstakt því ég sé ekki hvaða máli það skiptir lögreglu hvort hún sé á sjúkrahúsi a eða sjúkrahúsi b.“ Páll segist telja að lögreglan sé að beita þrýstingi á aðila með því að halda Sunnu á sama stað. „Það er kannski eitthvað sem við eigum erfiðara með að skilja, að það sé heimilt eða undir nokkrum kringumstæðum eðlilegt.“Engar fréttir að utan í dag Páll segist vita að utanríkisráðuneytið hafi að einhverju leyti beitt sér í máli Sunnu en segir það greinilega ekki nóg. „Ég fékk skilaboð frá Sunnu og móður hennar núna rétt um hálf sjö og þá sögðu þær að þær hefðu ekkert heyrt í dag. Þetta er alveg skelfilegt ástand,“ segir Páll. „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra eða einhver á því leveli sem þyrfti að svara fyrir þetta. Þetta er íslenskur ríkisborgari sem er fastur úti og fær ekki fullnægjandi aðstoð á sjúkrahúsi.“ Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að koma Sunnu heim til Íslands en það mál hefur strandað á því að lögreglan í Malaga hefur haldið eftir vegabréfi hennar. Samkvæmt heimildum Vísis er það vegna rannsóknarhagsmuna en Sigurður Kristinsson eiginmaður Sunnu var handtekinn við heimkomuna frá Malaga. Hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi og situr í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í málinu en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands.
Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00
Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00
Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54