Tíska og hönnun

Tom Ford setur loðfeldi út í kuldann

Tom Ford ætlar að nota gervifeldi í hönnun sína hér eftir.
Tom Ford ætlar að nota gervifeldi í hönnun sína hér eftir.
Fatahönnuðurinn Tom Ford hefur tilkynnt að hann muni ekki framar nota loðfeldi af dýrum við hönnun sína. Með þessu fetar hann í fótspor stóru tískuhúsanna Gucci, Armani, Tommy Hilfiger, Calvin Klein og Ralph Lauren sem einnig hafa sett loðfeldi út í kuldann.

Tom Ford segir ástæðuna fyrir þessum hamskiptum vera þá að hann sé hættur að borða dýraafurðir og þetta sé í takt við þann lífsstíl. Í staðinn fyrir dýraloðfeldi ætlar Tom Ford að nota gervifeldi í sína hönnun.

Tom Ford hefur verið gagnrýndur af dýraverndunarsamtökum á borð við PETA fyrir að nota feldi af dýrum í fatahönnun sína og fyrir nokkru skvetti kona úr samtökunum tómatsafa yfir hann í mótmælaskyni. Hann viðurkennir að það hafi haft áhrif á þessa ákvörðun en þessi stefna er að verða æ meira áberandi innan tískuiðnaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.