Kyrie Irving sannaði enn á ný mikilvægi sitt fyrir Boston liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 07:30 Kyrie Irving Vísir/Getty Kyrie Irving var aðalmaðurinn á bak við sigur Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Honum var skipt frá Cleveland að eigin ósk síðasta sumar en fyrr um daginn hafði hans gamla félag stokkað upp kapalinn frá því í sumar. Golden State Warriors endaði tveggja leikja taprhrinu sína með sannfærandi sigri á Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers rúllaði upp Oklahoma City Thunder liðinu.Kyrie Irving skoraði 12 af síðustu 17 stigum Boston í 110-104 sigri í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Irving endaði leikinn því með 28 stig en hann var líka með 6 stoðsendingar og 5 fráköst.Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston þar af fimm þeirra í framlengingunni sem Boston vann 12-6. Kyrie kom leiknum í framlengingu þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti og hann setti niður öll þrjú vítin sín. Þá voru aðeins 9,8 sekúndur eftir af venjulegum leiktíma. Wizards-liðið hitti aðeins úr 2 af 12 skotum sínum í framlengingunni og tapaði sínum öðrum leik í röð. Otto Porter var með 27 stig og 11 fráköst fyrir Washington og Bradley Beal bætti við 18 stigum og 9 stoðsendingum. Boston tapaði fyrsta leiknum eftir að Kyrie Irving kom til baka eftir meiðsli en hann ætlaði ekki að láta slíkt koma fyrir aftur. „Hver leikur er lærdómsríkur og þetta var leikur sem okkur fannst við verða að vinna,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í allan breytingarnar hjá Clevaland var svarið hans stutt: „Ég er í Boston“ Boston hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og er einn einum leik á undan Toronto Raptors í baráttunni um efsta sætið í austrinu. Toronto vann Boston í leiknum á undan og fylgdi því síðan eftir með sigri á New York Knicks í nótt.Jonas Valanciunas var með 18 stig og 10 fráköst í 113-88 sigri Toronto Raptors á New York Knicks en þetta var fyrsti leikur Knicks liðsins eftir það missti Kristaps Porzingis í krossbandsslit. Michael Beasley skoraði mest fyrir New York eða 21 stig.Stephen Curry og Kevin Durant voru í aðalhlutverki þegar Golden State Warriors endaði tveggja leikja taphrinu sína með 18 stiga sigri á Dallas Mavericks, 121-103. Curry var með 20 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst en Durant skoraði 24 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 2 skot. Draymond Green var með 12 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og Klay Thompson hélt upp á 28 ára afmælið sitt með því að skora 18 stig. Nýliðinn Dennis Smith Jr. skoraði 22 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki var með 16 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta.Los Angeles Lakers vann 25 stiga sigur á Oklahoma City Thunder og Lakers-liðið hefur nú unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum. Brandon Ingram skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar, Julius Randle var með 17 stig og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 20 stig. Paul George skoraði 29 stig fyrir OKC. Russell Westbrook og Carmelo Anthony misstu báðir af leiknum vegna ökklameiðsla og Thunder-liðið mátti greinilega ekki við því. Lakers-liðið hafði sent tvo leikmenn til Cleveland, Jordan Clarkson og Larry Nance Jr en var ekki búið að fá þá Isaiah Thomas og Channing Frye í staðinn.Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Golden State Warriors - Dallas Mavericks 121-103 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 106-81 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 109-103 (97-97) Washington Wizards - Boston Celtics 104-110 (98-98) Toronto Raptors - New York Knicks 113-88 Orlando Magic - Atlanta Hawks 100-98 NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Kyrie Irving var aðalmaðurinn á bak við sigur Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Honum var skipt frá Cleveland að eigin ósk síðasta sumar en fyrr um daginn hafði hans gamla félag stokkað upp kapalinn frá því í sumar. Golden State Warriors endaði tveggja leikja taprhrinu sína með sannfærandi sigri á Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers rúllaði upp Oklahoma City Thunder liðinu.Kyrie Irving skoraði 12 af síðustu 17 stigum Boston í 110-104 sigri í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Irving endaði leikinn því með 28 stig en hann var líka með 6 stoðsendingar og 5 fráköst.Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston þar af fimm þeirra í framlengingunni sem Boston vann 12-6. Kyrie kom leiknum í framlengingu þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti og hann setti niður öll þrjú vítin sín. Þá voru aðeins 9,8 sekúndur eftir af venjulegum leiktíma. Wizards-liðið hitti aðeins úr 2 af 12 skotum sínum í framlengingunni og tapaði sínum öðrum leik í röð. Otto Porter var með 27 stig og 11 fráköst fyrir Washington og Bradley Beal bætti við 18 stigum og 9 stoðsendingum. Boston tapaði fyrsta leiknum eftir að Kyrie Irving kom til baka eftir meiðsli en hann ætlaði ekki að láta slíkt koma fyrir aftur. „Hver leikur er lærdómsríkur og þetta var leikur sem okkur fannst við verða að vinna,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í allan breytingarnar hjá Clevaland var svarið hans stutt: „Ég er í Boston“ Boston hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og er einn einum leik á undan Toronto Raptors í baráttunni um efsta sætið í austrinu. Toronto vann Boston í leiknum á undan og fylgdi því síðan eftir með sigri á New York Knicks í nótt.Jonas Valanciunas var með 18 stig og 10 fráköst í 113-88 sigri Toronto Raptors á New York Knicks en þetta var fyrsti leikur Knicks liðsins eftir það missti Kristaps Porzingis í krossbandsslit. Michael Beasley skoraði mest fyrir New York eða 21 stig.Stephen Curry og Kevin Durant voru í aðalhlutverki þegar Golden State Warriors endaði tveggja leikja taphrinu sína með 18 stiga sigri á Dallas Mavericks, 121-103. Curry var með 20 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst en Durant skoraði 24 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 2 skot. Draymond Green var með 12 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og Klay Thompson hélt upp á 28 ára afmælið sitt með því að skora 18 stig. Nýliðinn Dennis Smith Jr. skoraði 22 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki var með 16 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta.Los Angeles Lakers vann 25 stiga sigur á Oklahoma City Thunder og Lakers-liðið hefur nú unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum. Brandon Ingram skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar, Julius Randle var með 17 stig og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 20 stig. Paul George skoraði 29 stig fyrir OKC. Russell Westbrook og Carmelo Anthony misstu báðir af leiknum vegna ökklameiðsla og Thunder-liðið mátti greinilega ekki við því. Lakers-liðið hafði sent tvo leikmenn til Cleveland, Jordan Clarkson og Larry Nance Jr en var ekki búið að fá þá Isaiah Thomas og Channing Frye í staðinn.Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Golden State Warriors - Dallas Mavericks 121-103 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 106-81 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 109-103 (97-97) Washington Wizards - Boston Celtics 104-110 (98-98) Toronto Raptors - New York Knicks 113-88 Orlando Magic - Atlanta Hawks 100-98
NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira