Íslendingar mest til vandræða og hundsa björgunarsveitirnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. janúar 2018 06:00 Frá 2014 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg séð um að vakta lokunarpósta, innanbæjar og utan. vísir/vilhelm Dæmi eru um að ökumenn sýni björgunarsveitarmönnum ókurteisi og hundsi ráðleggingar þeirra þegar björgunarsveitarmenn vakta lokunarpósta fyrir Vegagerðina eða lögreglu. Frá 2014 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg séð um að vakta lokunarpósta, bæði á vegum utan höfuðborgarinnar og í þéttbýli. „Já, já. Það eru nokkur tilfelli þar sem fólk telur sig hafa átt rétt á að fara leiðar sinnar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, sem er yfir aðgerðamálum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann segir atvik af þessu tagi þó sem betur fer ekki vera algeng. Bæði eru dæmi slík atvik þegar þjóðvegum er lokað vegna ófærðar en líka þegar götum innanbæjar er lokað vegna tónleika eða íþróttaviðburða. „Þá geta menn orðið pirraðir yfir því að þurfa að ganga nokkur hundruð metra heim til sín.“ Guðbrandur segir að hvort sem um er að ræða lokunarpósta þar sem fólki er ráðlagt að fara ekki áfram eða lokunarpósta þar sem það varðar hreinlega við lög að fara áfram geti björgunarsveitarmenn ekki beitt valdi til þess að koma í veg fyrir að fólk reyni að komast leiðar sinnar. „Ef fólk ætlar að fara í gegn þá erum við ekki að standa í valdbeitingu enda höfum við ekki heimild til þess,“ segir hann. Guðbrandur segir að björgunarsveitarmenn veigri sér ekki við að sinna þessari þjónustu þrátt fyrir þetta. „Við ræðum þessa hluti og þetta hefur ekki verið vandamál. Það er mörlandinn sjálfur sem er mest til vandræða þegar að þessu kemur. En þetta eru örfá tilvik.“ Hann segir líka að björgunarsveitarmenn komi til aðstoðar þegar ökumenn lenda í vandræðum eftir að hafa hundsað ábendingar um lokanir. „Það hefur alveg komið fyrir og það er þá þegar menn eru komnir í mjög mikil vandræði. Það eru þá yfirleitt jeppakarlar sem telja sig komast eitthvað lengra en þeir eiga að gera,“ segir Guðbrandur sem segir að götum og vegum sé aldrei lokað að ástæðulausu. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Dæmi eru um að ökumenn sýni björgunarsveitarmönnum ókurteisi og hundsi ráðleggingar þeirra þegar björgunarsveitarmenn vakta lokunarpósta fyrir Vegagerðina eða lögreglu. Frá 2014 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg séð um að vakta lokunarpósta, bæði á vegum utan höfuðborgarinnar og í þéttbýli. „Já, já. Það eru nokkur tilfelli þar sem fólk telur sig hafa átt rétt á að fara leiðar sinnar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, sem er yfir aðgerðamálum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann segir atvik af þessu tagi þó sem betur fer ekki vera algeng. Bæði eru dæmi slík atvik þegar þjóðvegum er lokað vegna ófærðar en líka þegar götum innanbæjar er lokað vegna tónleika eða íþróttaviðburða. „Þá geta menn orðið pirraðir yfir því að þurfa að ganga nokkur hundruð metra heim til sín.“ Guðbrandur segir að hvort sem um er að ræða lokunarpósta þar sem fólki er ráðlagt að fara ekki áfram eða lokunarpósta þar sem það varðar hreinlega við lög að fara áfram geti björgunarsveitarmenn ekki beitt valdi til þess að koma í veg fyrir að fólk reyni að komast leiðar sinnar. „Ef fólk ætlar að fara í gegn þá erum við ekki að standa í valdbeitingu enda höfum við ekki heimild til þess,“ segir hann. Guðbrandur segir að björgunarsveitarmenn veigri sér ekki við að sinna þessari þjónustu þrátt fyrir þetta. „Við ræðum þessa hluti og þetta hefur ekki verið vandamál. Það er mörlandinn sjálfur sem er mest til vandræða þegar að þessu kemur. En þetta eru örfá tilvik.“ Hann segir líka að björgunarsveitarmenn komi til aðstoðar þegar ökumenn lenda í vandræðum eftir að hafa hundsað ábendingar um lokanir. „Það hefur alveg komið fyrir og það er þá þegar menn eru komnir í mjög mikil vandræði. Það eru þá yfirleitt jeppakarlar sem telja sig komast eitthvað lengra en þeir eiga að gera,“ segir Guðbrandur sem segir að götum og vegum sé aldrei lokað að ástæðulausu.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira