Síðasti séns til að kaupa stuðningsmannamiða á HM 2018 Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 09:00 Klukkan tifar. vísir/getty Miðasöluglugganum á HM 2018 í Rússlandi sem opnaði 5. desember verður lokað klukkan níu fyrir hádegi á morgun, miðvikudaginn 31. janúar. Í þessu öðru miðasöluferli heimsmeistaramótsins er mögulegt að sækja um stuðningsmannamiða þannig Íslendingar geta keypt miða á alla þrjá leiki strákanna okkar í riðlakeppninni gegn Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Þá er einnig hægt að sækja um miða á leiki Íslands í útsláttarkeppninni, komist liðið þangað, en fari allt á versta veg ógildast miðarnir. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins, að því fram kemur á vef KSÍ.Aðeins fyrir Íslendinga Aðeins íslenskir ríkisborgarar og þeir sem hafa lögheimili á Íslandi geta sótt um miða í þessu ferli, samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá Margréti Elíasdóttur, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands. Íslenskur ríkisborgari getur ekki sótt um miða fyrir sig og annan aðila sem er ekki ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi. Það þarf að skrá kennitölu og vegabréfsnúmer allra sem sækja um miða. KSÍ hefur einnig reynt að ítreka að hver einstaklingur getur aðeins sótt um einn miða á hvern leik, hvort sem hann sækir um hann beint sjálfur eða er hluti af miðasölukaupum annars aðila. Hver einstaklingur má kaupa fjóra miða á hvern leik eða tólf í heildina ef hann kaupir til dæmis fjóra miða á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni.Svara í mars Ef einhver hefur skráð annan einstakling með sér í miðakaupum á til dæmis leik Íslands og Argentínu má sá hinn sami ekki sækja um miða á hann sjálfur eða vera með sína kennitölu í miðakaupum annars aðila á sama leik til að auka möguleika sína á miða á leikinn. Sé einstaklingur skráður á tveimur eða fleiri stöðum í miðakaupum á einn leik verður beiðni hans hafnað. Því er gott að passa sig í miðakaupunum en skilyrðin eru mjög ströng eins og bent er á í frétt á heimasíðu KSÍ. FIFA mun gefa sér nægan tíma í að vinna úr miðasöluferli tvö en Íslendingar og aðrir sem reyndu að kaupa sér miða í þessu ferli munu þurfa að bíða fram í miðjan mars eftir svari. Þetta er ekki síðasti sénsinn til að kaupa miða á HM en það besta til að sjá íslenska landsliðið spila. Þriðja miðasöluferlið, sem er einskonar fyrstur kemur fyrstur fær, hefst í mars þegar að svör eru komin úr yfirstandandi miðasöluferli. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Miðasöluglugganum á HM 2018 í Rússlandi sem opnaði 5. desember verður lokað klukkan níu fyrir hádegi á morgun, miðvikudaginn 31. janúar. Í þessu öðru miðasöluferli heimsmeistaramótsins er mögulegt að sækja um stuðningsmannamiða þannig Íslendingar geta keypt miða á alla þrjá leiki strákanna okkar í riðlakeppninni gegn Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Þá er einnig hægt að sækja um miða á leiki Íslands í útsláttarkeppninni, komist liðið þangað, en fari allt á versta veg ógildast miðarnir. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins, að því fram kemur á vef KSÍ.Aðeins fyrir Íslendinga Aðeins íslenskir ríkisborgarar og þeir sem hafa lögheimili á Íslandi geta sótt um miða í þessu ferli, samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá Margréti Elíasdóttur, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands. Íslenskur ríkisborgari getur ekki sótt um miða fyrir sig og annan aðila sem er ekki ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi. Það þarf að skrá kennitölu og vegabréfsnúmer allra sem sækja um miða. KSÍ hefur einnig reynt að ítreka að hver einstaklingur getur aðeins sótt um einn miða á hvern leik, hvort sem hann sækir um hann beint sjálfur eða er hluti af miðasölukaupum annars aðila. Hver einstaklingur má kaupa fjóra miða á hvern leik eða tólf í heildina ef hann kaupir til dæmis fjóra miða á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni.Svara í mars Ef einhver hefur skráð annan einstakling með sér í miðakaupum á til dæmis leik Íslands og Argentínu má sá hinn sami ekki sækja um miða á hann sjálfur eða vera með sína kennitölu í miðakaupum annars aðila á sama leik til að auka möguleika sína á miða á leikinn. Sé einstaklingur skráður á tveimur eða fleiri stöðum í miðakaupum á einn leik verður beiðni hans hafnað. Því er gott að passa sig í miðakaupunum en skilyrðin eru mjög ströng eins og bent er á í frétt á heimasíðu KSÍ. FIFA mun gefa sér nægan tíma í að vinna úr miðasöluferli tvö en Íslendingar og aðrir sem reyndu að kaupa sér miða í þessu ferli munu þurfa að bíða fram í miðjan mars eftir svari. Þetta er ekki síðasti sénsinn til að kaupa miða á HM en það besta til að sjá íslenska landsliðið spila. Þriðja miðasöluferlið, sem er einskonar fyrstur kemur fyrstur fær, hefst í mars þegar að svör eru komin úr yfirstandandi miðasöluferli.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira