Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 08:49 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga. Mynd/Unnur Birgisdóttir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. Hann segir óvissuna versta en Jón Kristinn er nú sjálfur á leið til Spánar til að veita Sunnu og fjölskyldu hennar stuðning og reyna að þoka málinu áfram. Sunna liggur á sjúkrahúsi í Malaga eftir slys sem hún lenti í fyrr í mánuðinum. Hún er lömuð upp að brjósti og segir Jón Kristinn að ástand hennar fari stöðugt versnandi. Sett var af stað söfnun til að koma henni heim til Íslands og hefur náðst að safna fyrir flugfarinu en kostnaðurinn við það er 5,5 milljónir króna. Alls óvíst er hins vegar hvenær Sunna kemst heim. Jón Kristinn ræddi mál Sunnu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvað væri í gangi. „Ef ég vissi það þá mynd ég segja ykkur það. En það virðist vera sem svo að yfirvöld á Spáni haldi passanum einhverra hluta vegna og útskýri það ekki frekar. Hún er ekki með réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í því máli sem maðurinn hennar tengist nú [...] sem er þetta mál sem er kennt við Skáksambandið sem er innflutningur á eiturlyfjum,“ sagði Jón Kristinn í Bítinu og vísaði þar í mál sem kom upp fyrir tæpum þremur vikum og snýr að innflutningi á töluverði magni fíkniefna.Hvorki sérfræðiaðstoð né andleg aðstoð og takmörkuð enskukunnátta Maður Sunnu, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands í liðinni viku vegna gruns um aðild að málinu og var í kjölfarið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. „Þetta er alveg óskylt mál og ekkert komið fram sem hindrar það að hún eigi að komast heim því með hverri stundu þá fer hennar líðan versnandi og við vinir hennar og ættingjar erum mjög uggandi yfir hennar stöðu. Eftir ráðleggingar mér vitrari manna þá ákvað ég að fara út til að reyna að þoka þessu máli því þetta er algjörlega óviðunandi því hún er þarna á sjúkrahúsi í Malaga við mjög litla og takmarkaða umönnun,“ sagði Jón Kristinn. Hann sagði Sunnu ekki fá neina sérfræðiaðstoð eða andlega aðstoð. Þá væri enskukunnátta heilbrigðisstarfsmanna á sjúkrahúsinu takmörkuð. „Þetta er mikil óvissa og óvissan er náttúrulega verst þegar um svona hluti er að ræða.“ Jón Kristinn segir bæði lögregluyfirvöld og utanríkisráðuneytið hér heima vinna að því fullum fetum að leysa málið. Þá ítrekar hann þakklæti Sunnu og fjölskyldu hennar til þjóðarinnar vegna söfnunarinnar sem gekk svo vel. Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. Hann segir óvissuna versta en Jón Kristinn er nú sjálfur á leið til Spánar til að veita Sunnu og fjölskyldu hennar stuðning og reyna að þoka málinu áfram. Sunna liggur á sjúkrahúsi í Malaga eftir slys sem hún lenti í fyrr í mánuðinum. Hún er lömuð upp að brjósti og segir Jón Kristinn að ástand hennar fari stöðugt versnandi. Sett var af stað söfnun til að koma henni heim til Íslands og hefur náðst að safna fyrir flugfarinu en kostnaðurinn við það er 5,5 milljónir króna. Alls óvíst er hins vegar hvenær Sunna kemst heim. Jón Kristinn ræddi mál Sunnu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvað væri í gangi. „Ef ég vissi það þá mynd ég segja ykkur það. En það virðist vera sem svo að yfirvöld á Spáni haldi passanum einhverra hluta vegna og útskýri það ekki frekar. Hún er ekki með réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í því máli sem maðurinn hennar tengist nú [...] sem er þetta mál sem er kennt við Skáksambandið sem er innflutningur á eiturlyfjum,“ sagði Jón Kristinn í Bítinu og vísaði þar í mál sem kom upp fyrir tæpum þremur vikum og snýr að innflutningi á töluverði magni fíkniefna.Hvorki sérfræðiaðstoð né andleg aðstoð og takmörkuð enskukunnátta Maður Sunnu, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands í liðinni viku vegna gruns um aðild að málinu og var í kjölfarið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. „Þetta er alveg óskylt mál og ekkert komið fram sem hindrar það að hún eigi að komast heim því með hverri stundu þá fer hennar líðan versnandi og við vinir hennar og ættingjar erum mjög uggandi yfir hennar stöðu. Eftir ráðleggingar mér vitrari manna þá ákvað ég að fara út til að reyna að þoka þessu máli því þetta er algjörlega óviðunandi því hún er þarna á sjúkrahúsi í Malaga við mjög litla og takmarkaða umönnun,“ sagði Jón Kristinn. Hann sagði Sunnu ekki fá neina sérfræðiaðstoð eða andlega aðstoð. Þá væri enskukunnátta heilbrigðisstarfsmanna á sjúkrahúsinu takmörkuð. „Þetta er mikil óvissa og óvissan er náttúrulega verst þegar um svona hluti er að ræða.“ Jón Kristinn segir bæði lögregluyfirvöld og utanríkisráðuneytið hér heima vinna að því fullum fetum að leysa málið. Þá ítrekar hann þakklæti Sunnu og fjölskyldu hennar til þjóðarinnar vegna söfnunarinnar sem gekk svo vel.
Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00
Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00