Bréf verða borin út annan hvern dag Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2018 11:00 Breytingin á póstþjónustu tekur gildi 1. febrúar. Vísir/Ernir Dreifingardögum Póstsins verður fækkað um mánaðamótin og verður bréfum þá dreift annan hvern virkan dag í þéttbýli. Ákvörðunin er sögð tekin til að bregðast við minnkandi eftirspurn. Fækkun dreifingardaga geri dreifinguna umhverfisvænni og hagkvæmari. Eftir breytingarnar verður öllum bréfapósti dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu eins og átt hefur við um B-póst á síðustu árum, að því er segir í tilkynningu Póstsins. Það þýðir að A-póstur sem hefur verið borinn út daglega verður ekki lengur í boði. Um 70% pósts er þegar í B-pósti. Pósturinn mun áfram bjóða upp á að dreifa bréfum næsta virka dag en í boði verður nýr valkostur, svokallað forgangsbréf. Pakkadreifing fer áfram fram daglega en áframhaldandi vöxtur er sagður í pakkasendingum, bæði til landsins og innanlands. Pósturinn mun halda áfram að efla þjónustu sína á sviði þeirrar dreifingar og svara þannig breyttum þörfum almennings.Mikill samdráttur í eftirspurn síðustu árinEftir breytinguna verður tíðni dreifingar pósts sú sama um allt land. Dreifingardögum var fækkað í dreiflbýli árið 2016. Í tilkynningunni kemur fram að bréfum hafi fækkað um meira en 56% frá árinu 2007 og um 9% á síðasta ári. Á sama tíma hafi kostnaður við dreifinguna aukist með fjölgun nýrra íbúða og fyrirtækja. Póstburðargjöld hafi ekki staðið undir þjónustunni. Með því að fækka dögum og bera fleiri bréf út í hverri ferð eigi dreifingin að verða hagkvæmari og umhverfisvænni. Upphaflega var tilkynnt um fækkun dreifingardaga í nóvember. Ákvörðunin um að fækka dreifingardögum byggi á heimild í reglugerð innanríkisráðuneytisins frá því í fyrra. Samkvæmt henni er heimilt að fækka dögunum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja hefur minnkað verulega og hún sé ekki í samræmi við framboð þjónustunnar. Neytendur Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Dreifingardögum Póstsins verður fækkað um mánaðamótin og verður bréfum þá dreift annan hvern virkan dag í þéttbýli. Ákvörðunin er sögð tekin til að bregðast við minnkandi eftirspurn. Fækkun dreifingardaga geri dreifinguna umhverfisvænni og hagkvæmari. Eftir breytingarnar verður öllum bréfapósti dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu eins og átt hefur við um B-póst á síðustu árum, að því er segir í tilkynningu Póstsins. Það þýðir að A-póstur sem hefur verið borinn út daglega verður ekki lengur í boði. Um 70% pósts er þegar í B-pósti. Pósturinn mun áfram bjóða upp á að dreifa bréfum næsta virka dag en í boði verður nýr valkostur, svokallað forgangsbréf. Pakkadreifing fer áfram fram daglega en áframhaldandi vöxtur er sagður í pakkasendingum, bæði til landsins og innanlands. Pósturinn mun halda áfram að efla þjónustu sína á sviði þeirrar dreifingar og svara þannig breyttum þörfum almennings.Mikill samdráttur í eftirspurn síðustu árinEftir breytinguna verður tíðni dreifingar pósts sú sama um allt land. Dreifingardögum var fækkað í dreiflbýli árið 2016. Í tilkynningunni kemur fram að bréfum hafi fækkað um meira en 56% frá árinu 2007 og um 9% á síðasta ári. Á sama tíma hafi kostnaður við dreifinguna aukist með fjölgun nýrra íbúða og fyrirtækja. Póstburðargjöld hafi ekki staðið undir þjónustunni. Með því að fækka dögum og bera fleiri bréf út í hverri ferð eigi dreifingin að verða hagkvæmari og umhverfisvænni. Upphaflega var tilkynnt um fækkun dreifingardaga í nóvember. Ákvörðunin um að fækka dreifingardögum byggi á heimild í reglugerð innanríkisráðuneytisins frá því í fyrra. Samkvæmt henni er heimilt að fækka dögunum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja hefur minnkað verulega og hún sé ekki í samræmi við framboð þjónustunnar.
Neytendur Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04
Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32