Bréf verða borin út annan hvern dag Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2018 11:00 Breytingin á póstþjónustu tekur gildi 1. febrúar. Vísir/Ernir Dreifingardögum Póstsins verður fækkað um mánaðamótin og verður bréfum þá dreift annan hvern virkan dag í þéttbýli. Ákvörðunin er sögð tekin til að bregðast við minnkandi eftirspurn. Fækkun dreifingardaga geri dreifinguna umhverfisvænni og hagkvæmari. Eftir breytingarnar verður öllum bréfapósti dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu eins og átt hefur við um B-póst á síðustu árum, að því er segir í tilkynningu Póstsins. Það þýðir að A-póstur sem hefur verið borinn út daglega verður ekki lengur í boði. Um 70% pósts er þegar í B-pósti. Pósturinn mun áfram bjóða upp á að dreifa bréfum næsta virka dag en í boði verður nýr valkostur, svokallað forgangsbréf. Pakkadreifing fer áfram fram daglega en áframhaldandi vöxtur er sagður í pakkasendingum, bæði til landsins og innanlands. Pósturinn mun halda áfram að efla þjónustu sína á sviði þeirrar dreifingar og svara þannig breyttum þörfum almennings.Mikill samdráttur í eftirspurn síðustu árinEftir breytinguna verður tíðni dreifingar pósts sú sama um allt land. Dreifingardögum var fækkað í dreiflbýli árið 2016. Í tilkynningunni kemur fram að bréfum hafi fækkað um meira en 56% frá árinu 2007 og um 9% á síðasta ári. Á sama tíma hafi kostnaður við dreifinguna aukist með fjölgun nýrra íbúða og fyrirtækja. Póstburðargjöld hafi ekki staðið undir þjónustunni. Með því að fækka dögum og bera fleiri bréf út í hverri ferð eigi dreifingin að verða hagkvæmari og umhverfisvænni. Upphaflega var tilkynnt um fækkun dreifingardaga í nóvember. Ákvörðunin um að fækka dreifingardögum byggi á heimild í reglugerð innanríkisráðuneytisins frá því í fyrra. Samkvæmt henni er heimilt að fækka dögunum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja hefur minnkað verulega og hún sé ekki í samræmi við framboð þjónustunnar. Neytendur Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Dreifingardögum Póstsins verður fækkað um mánaðamótin og verður bréfum þá dreift annan hvern virkan dag í þéttbýli. Ákvörðunin er sögð tekin til að bregðast við minnkandi eftirspurn. Fækkun dreifingardaga geri dreifinguna umhverfisvænni og hagkvæmari. Eftir breytingarnar verður öllum bréfapósti dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu eins og átt hefur við um B-póst á síðustu árum, að því er segir í tilkynningu Póstsins. Það þýðir að A-póstur sem hefur verið borinn út daglega verður ekki lengur í boði. Um 70% pósts er þegar í B-pósti. Pósturinn mun áfram bjóða upp á að dreifa bréfum næsta virka dag en í boði verður nýr valkostur, svokallað forgangsbréf. Pakkadreifing fer áfram fram daglega en áframhaldandi vöxtur er sagður í pakkasendingum, bæði til landsins og innanlands. Pósturinn mun halda áfram að efla þjónustu sína á sviði þeirrar dreifingar og svara þannig breyttum þörfum almennings.Mikill samdráttur í eftirspurn síðustu árinEftir breytinguna verður tíðni dreifingar pósts sú sama um allt land. Dreifingardögum var fækkað í dreiflbýli árið 2016. Í tilkynningunni kemur fram að bréfum hafi fækkað um meira en 56% frá árinu 2007 og um 9% á síðasta ári. Á sama tíma hafi kostnaður við dreifinguna aukist með fjölgun nýrra íbúða og fyrirtækja. Póstburðargjöld hafi ekki staðið undir þjónustunni. Með því að fækka dögum og bera fleiri bréf út í hverri ferð eigi dreifingin að verða hagkvæmari og umhverfisvænni. Upphaflega var tilkynnt um fækkun dreifingardaga í nóvember. Ákvörðunin um að fækka dreifingardögum byggi á heimild í reglugerð innanríkisráðuneytisins frá því í fyrra. Samkvæmt henni er heimilt að fækka dögunum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja hefur minnkað verulega og hún sé ekki í samræmi við framboð þjónustunnar.
Neytendur Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04
Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32