LaVar: Steve Kerr er Milli Vanilli þjálfaranna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2018 14:30 LaVar kennir hér þjálfara litháíska liðsins að þjálfa. vísir/getty Körfuboltapabbinn athyglissjúki, LaVar Ball, hefur ekki mikið álit á körfuboltaþjálfurum enda segir hann alla geta þjálfað körfubolta. Það sé auðvelt. Ball er í stórfurðulegu ferðalagi með tvo yngri syni sína í Litháen. Ferðin hefur vakið heimsathygli mörgum til mikillar armæðu. Strákarnir hans, LiAngelo og LaMelo, eru að spila með litháíska félaginu BC Vytautas og hafa verið æfingaleikir hjá félaginu í móti sem fyrirtæki Ball stendur fyrir. Ball sjálfur tók sér það bessaleyfi að stýra liðinu í einum leik um daginn. Hann vann þann leik 151-120 þar sem synir hans voru samtals með 71 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar. Peppræða Ball fyrir leik var æði sérstök eins og sjá má hér að neðan.LaVar Ball's pregame speech before his head coaching debut. "Operation Beatdown! Run fast, have fun and let's whoop dat ass!" Watch the game LIVE (2PM ET): https://t.co/S6pI6Q0t6Jpic.twitter.com/jDRuw2AK9l — Ballislife.com (@Ballislife) January 28, 2018 Ball óð á súðum eftir leikinn og gerði lítið úr þjálfarastarfinu. Hann meira að segja talaði þjálfara NBA-meistaranna, Steve Kerr, niður. „Það er ekki erfitt að þjálfa. Það geta allir verið þjálfarar. Sjáið bara Steve Kerr. Hann er Milli Vanilli þjálfaranna. Það er hægt að standa á sama staðnum eins og Luke Walton [þjálfari Lakers] og vinna 20 plús leiki ef þú ert með réttu hestana að hlaupa fyrir þig,“ sagði Ball sem er ekki mikill aðdáandi Walton en elsti sonur hans, Lonzo, spilar fyrir Walton hjá Lakers. „Stundum er besta þjálfunina að gera sem minnst en sumir þessara þjálfara reyna að láta líta svo út sem þeir séu að gera eitthvað merkilegt. Hvernig þjálfarðu Durant, Curry, Green og Klay Thompson? Þú gerir það ekki. Þú snýrð þér við og leyfir þeim að gera það sem þeir gera best. Svo kemur titill í hús og allir fara að tala um hvað þjálfarinn sé frábær. Það var Mark Jackson sem setti saman þetta lið og nú ætlar Kerr að taka allt hrósið. Þess vegna kalla ég Kerr Milli Vanilli þjálfaranna.“ Fyrir þá sem ekki vita þá var Milli Vanilli vinsæl hljómsveit fyrir allt of mörgum árum síðan. Þeir unnu til margra verðlauna en síðar kom í ljós að þeir voru alls ekkert að syngja. Þeir mæmuðu og dönsuðu en aðrir sáu um sönginn. Ball vill sem sagt meina að Kerr sé ekkert að þjálfa. Hann sé bara að þykjast. Við sjáum tóndæmi hér að neðan. Njótið vel. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Körfuboltapabbinn athyglissjúki, LaVar Ball, hefur ekki mikið álit á körfuboltaþjálfurum enda segir hann alla geta þjálfað körfubolta. Það sé auðvelt. Ball er í stórfurðulegu ferðalagi með tvo yngri syni sína í Litháen. Ferðin hefur vakið heimsathygli mörgum til mikillar armæðu. Strákarnir hans, LiAngelo og LaMelo, eru að spila með litháíska félaginu BC Vytautas og hafa verið æfingaleikir hjá félaginu í móti sem fyrirtæki Ball stendur fyrir. Ball sjálfur tók sér það bessaleyfi að stýra liðinu í einum leik um daginn. Hann vann þann leik 151-120 þar sem synir hans voru samtals með 71 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar. Peppræða Ball fyrir leik var æði sérstök eins og sjá má hér að neðan.LaVar Ball's pregame speech before his head coaching debut. "Operation Beatdown! Run fast, have fun and let's whoop dat ass!" Watch the game LIVE (2PM ET): https://t.co/S6pI6Q0t6Jpic.twitter.com/jDRuw2AK9l — Ballislife.com (@Ballislife) January 28, 2018 Ball óð á súðum eftir leikinn og gerði lítið úr þjálfarastarfinu. Hann meira að segja talaði þjálfara NBA-meistaranna, Steve Kerr, niður. „Það er ekki erfitt að þjálfa. Það geta allir verið þjálfarar. Sjáið bara Steve Kerr. Hann er Milli Vanilli þjálfaranna. Það er hægt að standa á sama staðnum eins og Luke Walton [þjálfari Lakers] og vinna 20 plús leiki ef þú ert með réttu hestana að hlaupa fyrir þig,“ sagði Ball sem er ekki mikill aðdáandi Walton en elsti sonur hans, Lonzo, spilar fyrir Walton hjá Lakers. „Stundum er besta þjálfunina að gera sem minnst en sumir þessara þjálfara reyna að láta líta svo út sem þeir séu að gera eitthvað merkilegt. Hvernig þjálfarðu Durant, Curry, Green og Klay Thompson? Þú gerir það ekki. Þú snýrð þér við og leyfir þeim að gera það sem þeir gera best. Svo kemur titill í hús og allir fara að tala um hvað þjálfarinn sé frábær. Það var Mark Jackson sem setti saman þetta lið og nú ætlar Kerr að taka allt hrósið. Þess vegna kalla ég Kerr Milli Vanilli þjálfaranna.“ Fyrir þá sem ekki vita þá var Milli Vanilli vinsæl hljómsveit fyrir allt of mörgum árum síðan. Þeir unnu til margra verðlauna en síðar kom í ljós að þeir voru alls ekkert að syngja. Þeir mæmuðu og dönsuðu en aðrir sáu um sönginn. Ball vill sem sagt meina að Kerr sé ekkert að þjálfa. Hann sé bara að þykjast. Við sjáum tóndæmi hér að neðan. Njótið vel.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti