Meðvituð um að fólk með barnagirnd sæki í starf með börnum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2018 12:15 Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK. KFUM&KFUK Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, segir að æskulýðshreyfingin sé meðvituð um að fólk með barnagirnd sæki í að starfa með börnum. Í kjölfar þess að landsþekktur barnaníðingur hafði verið að vinna í sumarbúðum í Vatnaskógi hafi hreyfingin tekið umsóknarferlið föstum tökum, meðal annars í skátahreyfinguna. Karlmaður á fimmtugsaldri situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um áralangt kynferðisofbeldi gegn börnum. Maðurinn starfar hjá barnavernd Reykjavíkur. Vísir hafði samband við Tómas Torfason, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, til að forvitnast um hvernig æskulýðsfélög bregðast við þegar fólk með barnagirnd leitar starfa hjá þeim. Rétt er að taka fram að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi tengist ekki starfi KFUM og KFUK. „Í fyrsta lagi lentum við í þessu fyrir mörgum árum síðan að maður, sem var orðinn landsþekktur sem barnaperri, Ágúst Magnússon nokkur, að hann hafi verið að vinna í Vatnaskógi. Þá var það svakalegt wake-up call fyrir starfsmenn. Þetta var fyrir um 15 árum síðan,“ segir Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, í samtali við Vísii. Nú þurfa allir sem sækja um vinnu hjá KFUM og KFUK að sækja námskeiði Verndum þau, auk þess sem hreyfingin kannar bakgrunn umsækjenda og sækir upplýsingar úr sakaskrá. „Þannig það er aldrei ráðið inn til okkar nema við séum með bakgrunn viðkomandi nokkurn veginn á hreinu.“ Unnið sé nú að því að hraða á ferlinu í samstarfi við menntamálaráðuneytið svo að allir, einnig starfsfólk í afleysingum, séu kannaðirErfitt fyrir níðinga að nálgast starfiðAuk þess séu ýmsar starfsreglur, til að mynda að starfsmenn eigi ekki að vera einir með börnum. Í námskeiðinu Verndum þau er farið vel yfir hvað má og hvað má ekki í samskiptum við börn. Starfsmönnum er gert skýrt hvað sé tilkynningarskylt til barnaverndaryfirvalda og hvaða verkferlum eigi að fylgja í því. Æskulýðsleiðtogar séu oftast á aldrinum 19-25 ára en svo séu alltaf forstöðumenn einnig til staðar. Tómas tekur dæmi um mál sem kom upp í litlu bæjarfélagi fyrir nokkru síðan þar sem æskulýðsstarfið fór fram í kirkjunni á staðnum. Þar kom drengur á fund með glóðarauga og spurði æskulýðsleiðtogi hvað hafði komið fyrir. „Pappi er alltaf með vesen þegar hann er fullur,“ var svarið. „Það er tilkynningarskylt og þar sem þessi ungi leiðtogi hafði verið á námskeiði hjá okkur þá vissi hann að þetta var eitthvað sem ætti að tilkynna,“ segir Tómas. „Við erum mjög meðvituð um það að þessir einstaklingar sem sækja í börn sækja oft í svona starfsemi eins og okkar. Hins vegar erum við með það miklar girðingar að þeir sjá fljótt að það er erfitt fyrir þá,“ segir Tómas. Tómas segir samtökin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að einstaklingar sem hafi þann ásetning að brjóta gegn börnum fái ekki sivgrúm innan hreyfingarinnar. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði í fyrra samanborið við árin þar á undan. 40 prósent brota sem tilkynnt voru í fyrra eru enn í rannsókn. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, segir að æskulýðshreyfingin sé meðvituð um að fólk með barnagirnd sæki í að starfa með börnum. Í kjölfar þess að landsþekktur barnaníðingur hafði verið að vinna í sumarbúðum í Vatnaskógi hafi hreyfingin tekið umsóknarferlið föstum tökum, meðal annars í skátahreyfinguna. Karlmaður á fimmtugsaldri situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um áralangt kynferðisofbeldi gegn börnum. Maðurinn starfar hjá barnavernd Reykjavíkur. Vísir hafði samband við Tómas Torfason, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, til að forvitnast um hvernig æskulýðsfélög bregðast við þegar fólk með barnagirnd leitar starfa hjá þeim. Rétt er að taka fram að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi tengist ekki starfi KFUM og KFUK. „Í fyrsta lagi lentum við í þessu fyrir mörgum árum síðan að maður, sem var orðinn landsþekktur sem barnaperri, Ágúst Magnússon nokkur, að hann hafi verið að vinna í Vatnaskógi. Þá var það svakalegt wake-up call fyrir starfsmenn. Þetta var fyrir um 15 árum síðan,“ segir Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, í samtali við Vísii. Nú þurfa allir sem sækja um vinnu hjá KFUM og KFUK að sækja námskeiði Verndum þau, auk þess sem hreyfingin kannar bakgrunn umsækjenda og sækir upplýsingar úr sakaskrá. „Þannig það er aldrei ráðið inn til okkar nema við séum með bakgrunn viðkomandi nokkurn veginn á hreinu.“ Unnið sé nú að því að hraða á ferlinu í samstarfi við menntamálaráðuneytið svo að allir, einnig starfsfólk í afleysingum, séu kannaðirErfitt fyrir níðinga að nálgast starfiðAuk þess séu ýmsar starfsreglur, til að mynda að starfsmenn eigi ekki að vera einir með börnum. Í námskeiðinu Verndum þau er farið vel yfir hvað má og hvað má ekki í samskiptum við börn. Starfsmönnum er gert skýrt hvað sé tilkynningarskylt til barnaverndaryfirvalda og hvaða verkferlum eigi að fylgja í því. Æskulýðsleiðtogar séu oftast á aldrinum 19-25 ára en svo séu alltaf forstöðumenn einnig til staðar. Tómas tekur dæmi um mál sem kom upp í litlu bæjarfélagi fyrir nokkru síðan þar sem æskulýðsstarfið fór fram í kirkjunni á staðnum. Þar kom drengur á fund með glóðarauga og spurði æskulýðsleiðtogi hvað hafði komið fyrir. „Pappi er alltaf með vesen þegar hann er fullur,“ var svarið. „Það er tilkynningarskylt og þar sem þessi ungi leiðtogi hafði verið á námskeiði hjá okkur þá vissi hann að þetta var eitthvað sem ætti að tilkynna,“ segir Tómas. „Við erum mjög meðvituð um það að þessir einstaklingar sem sækja í börn sækja oft í svona starfsemi eins og okkar. Hins vegar erum við með það miklar girðingar að þeir sjá fljótt að það er erfitt fyrir þá,“ segir Tómas. Tómas segir samtökin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að einstaklingar sem hafi þann ásetning að brjóta gegn börnum fái ekki sivgrúm innan hreyfingarinnar.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði í fyrra samanborið við árin þar á undan. 40 prósent brota sem tilkynnt voru í fyrra eru enn í rannsókn. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði í fyrra samanborið við árin þar á undan. 40 prósent brota sem tilkynnt voru í fyrra eru enn í rannsókn. 29. janúar 2018 06:00