Trump reynir að ná til kjósenda Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2018 12:20 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld fjalla um bættan efnahag Bandaríkjanna og kalla eftir samvinnu á milli stjórnmálaflokka til að taka á málefnum innflytjenda. Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. Þar mun hann reyna að ná til kjósenda í Bandaríkjunum og segja jákvæðar efnahagshorfur vera sitt verk. AP fréttaveitan segir stöðu Trump vera merkilega veika miðað við styrk efnahags ríkisins. Meirihluta síðasta árs hefur um þriðjungur þjóðarinnar sagst vera ánægður með störf forsetans. Undir lok ársins sögðust einungis þrír af tíu, í könnun AP, að Bandaríkin væru á réttri leið. Sömuleiðis sögðu 67 prósent svarenda að undir forystu Trump hefði þjóðin klofnað meira en áður.Starfsmenn Hvíta hússins vonast til þess að Trump geti notað stefnuræðuna til að sannfæra kjósendur um skattabreytingar Repúblikanaflokksins hafi reynst jákvæðar og muni leiða til fjölgunar starfa og betri efnahags. Þannig geti hann snúið þeirri slæmu stöðu sem Repúblikanaflokkurinn virðist í fyrir þingkosningar í nóvember. Þá vekur forvitni hvort Trump muni skilgreina stöðu sína varðandi málefni innflytjenda. Hún hefur verið á flakki undanfarnar vikur og mánuði og hefur gert viðræður Repúblikana og Demókrata flóknari en ella. Þingmaðurinn Joe Kennedy, barnabarn Robert F. Kennedy, mun fylgja ræðu Trump eftir. Búist er við því að hann muni gagnrýna Trump harðlega og sömuleiðis skattabreytingar Repúblikanaflokksins sem veittu ríkum Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum verulega afslætti. Kennedy mun að öllum líkindum segja Demókrataflokkinn berjast fyrir miðstétt Bandaríkjanna og að Repúblikanar þjóni hinum ríku. Politcio benti nýverið á að þó Repúblikanar séu verulega ánægðir með skattabreytingar sínar, hafi þær ekki fallið í kramið hjá kjósendum. Kannanir hafi sýnt að margir kjósendur telji skatta sína hafa hækkað og sömuleiðis að einungis þriðjungur kjósenda telji að breytingarnar muni bæta hag þeirra og ríkisins.Stuðningsmenn Repúblikanaflokksins, sem margir tengjast bræðrunum Charles og David Koch, hafa heitið því að verja tugum milljóna dala í auglýsingar á netinu og í sjónvarpi til að ýta undir vinsældir breytinganna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld fjalla um bættan efnahag Bandaríkjanna og kalla eftir samvinnu á milli stjórnmálaflokka til að taka á málefnum innflytjenda. Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. Þar mun hann reyna að ná til kjósenda í Bandaríkjunum og segja jákvæðar efnahagshorfur vera sitt verk. AP fréttaveitan segir stöðu Trump vera merkilega veika miðað við styrk efnahags ríkisins. Meirihluta síðasta árs hefur um þriðjungur þjóðarinnar sagst vera ánægður með störf forsetans. Undir lok ársins sögðust einungis þrír af tíu, í könnun AP, að Bandaríkin væru á réttri leið. Sömuleiðis sögðu 67 prósent svarenda að undir forystu Trump hefði þjóðin klofnað meira en áður.Starfsmenn Hvíta hússins vonast til þess að Trump geti notað stefnuræðuna til að sannfæra kjósendur um skattabreytingar Repúblikanaflokksins hafi reynst jákvæðar og muni leiða til fjölgunar starfa og betri efnahags. Þannig geti hann snúið þeirri slæmu stöðu sem Repúblikanaflokkurinn virðist í fyrir þingkosningar í nóvember. Þá vekur forvitni hvort Trump muni skilgreina stöðu sína varðandi málefni innflytjenda. Hún hefur verið á flakki undanfarnar vikur og mánuði og hefur gert viðræður Repúblikana og Demókrata flóknari en ella. Þingmaðurinn Joe Kennedy, barnabarn Robert F. Kennedy, mun fylgja ræðu Trump eftir. Búist er við því að hann muni gagnrýna Trump harðlega og sömuleiðis skattabreytingar Repúblikanaflokksins sem veittu ríkum Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum verulega afslætti. Kennedy mun að öllum líkindum segja Demókrataflokkinn berjast fyrir miðstétt Bandaríkjanna og að Repúblikanar þjóni hinum ríku. Politcio benti nýverið á að þó Repúblikanar séu verulega ánægðir með skattabreytingar sínar, hafi þær ekki fallið í kramið hjá kjósendum. Kannanir hafi sýnt að margir kjósendur telji skatta sína hafa hækkað og sömuleiðis að einungis þriðjungur kjósenda telji að breytingarnar muni bæta hag þeirra og ríkisins.Stuðningsmenn Repúblikanaflokksins, sem margir tengjast bræðrunum Charles og David Koch, hafa heitið því að verja tugum milljóna dala í auglýsingar á netinu og í sjónvarpi til að ýta undir vinsældir breytinganna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira