Oddný segir velferð Íslendinga að hluta byggða á þjófnaði Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2018 19:30 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir óþolandi að aukinn hagvöxtur sé meðal annars borinn uppi af erlendu vinnuafli sem svikið sé um laun og önnur kjör. Þannig sé velferð Íslendinga að hluta haldið uppi með þjófnaði. Félagsmálaráðherra boðar lagabreytingar sem tryggi betur að erlent farandverkafólk sé ekki snuðað á vinnumarkaði. Hin mikla uppsveifla sem verið hefur í efnahagslífinu á undanförnum árum hefur kallað á að mikill fjöldi útlendinga hefur leitað hingað eftir vinnu. Nú búa um 38 þúsund útlendingar í landinu að staðaldri og á síðasta ári komu um fimm þúsund manns hingað á vegum starfsmannaleiga til að vinna hér tímabundið. Oddný G. Harðardóttir hóf sérstaka umræða á Alþingi í dag um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. „Félagsleg undirboð eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Og því miður virðist sem slíkum ljótum málum sé að fjölga töluvert hér á landi og tengist þeim uppgangi sem er í samfélaginu. Ekki hvað síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu,“ sagði Oddný.Ásmundur Einar Daðason er félags- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EyþórDæmi séu um að atvinnurekendur komi sé undan að virða kjarasamninga, greiði ekki veikindadaga, fólk fái ekki lögbundin hvíldartíma og hringlað sé með vaktaplan til að komast hjá að greiða vaktaálag og yfirvinnu og svo framvegis. „Hagvöxtur hér á landi hefur verið mikill allt frá árinu 2010 þegar við fórum að rétta úr kútnum eftir hrunið. Þessi hagvöxtur og velferð Íslendinga hefði ekki orðið nema fyrir innflutt vinnuafl. Og það er óþolandi að velferðin okkar sé byggð að hluta til á þjófnaði,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði gríðarlega mikilvægt að farið væri eftir lögum og reglum varðandi réttindi launafólks. Nú væri unnið að frumvarpi um útselda starfsmenn og fleira sem tengdist vinnumarkaði í víðtæku samráði við stéttarfélög. „Ekki síst er markmið áformaðra lagabreytinga að styrkja eftirlit með kjörum erlendra starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands á vegum erlendra fyrirtækja í tengslum við veitingu þjónustu hér á landi eða á vegum starfsmannaleiga. Þannig að laun og önnur kjör séu í samræmi við ákvæði laga og gildandi kjarasamninga í viðkomandi starfsgreinum á því svæði þar sem vinnan fer fram,“ sagði Ásmundur Einar. Alþingi Stj.mál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir óþolandi að aukinn hagvöxtur sé meðal annars borinn uppi af erlendu vinnuafli sem svikið sé um laun og önnur kjör. Þannig sé velferð Íslendinga að hluta haldið uppi með þjófnaði. Félagsmálaráðherra boðar lagabreytingar sem tryggi betur að erlent farandverkafólk sé ekki snuðað á vinnumarkaði. Hin mikla uppsveifla sem verið hefur í efnahagslífinu á undanförnum árum hefur kallað á að mikill fjöldi útlendinga hefur leitað hingað eftir vinnu. Nú búa um 38 þúsund útlendingar í landinu að staðaldri og á síðasta ári komu um fimm þúsund manns hingað á vegum starfsmannaleiga til að vinna hér tímabundið. Oddný G. Harðardóttir hóf sérstaka umræða á Alþingi í dag um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. „Félagsleg undirboð eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Og því miður virðist sem slíkum ljótum málum sé að fjölga töluvert hér á landi og tengist þeim uppgangi sem er í samfélaginu. Ekki hvað síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu,“ sagði Oddný.Ásmundur Einar Daðason er félags- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EyþórDæmi séu um að atvinnurekendur komi sé undan að virða kjarasamninga, greiði ekki veikindadaga, fólk fái ekki lögbundin hvíldartíma og hringlað sé með vaktaplan til að komast hjá að greiða vaktaálag og yfirvinnu og svo framvegis. „Hagvöxtur hér á landi hefur verið mikill allt frá árinu 2010 þegar við fórum að rétta úr kútnum eftir hrunið. Þessi hagvöxtur og velferð Íslendinga hefði ekki orðið nema fyrir innflutt vinnuafl. Og það er óþolandi að velferðin okkar sé byggð að hluta til á þjófnaði,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði gríðarlega mikilvægt að farið væri eftir lögum og reglum varðandi réttindi launafólks. Nú væri unnið að frumvarpi um útselda starfsmenn og fleira sem tengdist vinnumarkaði í víðtæku samráði við stéttarfélög. „Ekki síst er markmið áformaðra lagabreytinga að styrkja eftirlit með kjörum erlendra starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands á vegum erlendra fyrirtækja í tengslum við veitingu þjónustu hér á landi eða á vegum starfsmannaleiga. Þannig að laun og önnur kjör séu í samræmi við ákvæði laga og gildandi kjarasamninga í viðkomandi starfsgreinum á því svæði þar sem vinnan fer fram,“ sagði Ásmundur Einar.
Alþingi Stj.mál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira