Glitnir greiðir tvo milljarða til ríkisins Hörður Ægisson skrifar 31. janúar 2018 09:00 Daglegum rekstri Glitnis verður hætt um mánaðamótin. Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo, sem var stofnað eftir að slitabú Glitnis lauk nauðasamningum í árslok 2015, hefur gengið frá greiðslu upp á tvo milljarða króna til íslenska ríkisins. Voru fjármunirnir inntir af hendi til Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir gömlu bankanna sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, í síðasta mánuði. Greiðslan kemur til vegna þess að félagið nýtir ekki að fullu heimild sem það fékk til að draga frá allt að fimm milljarða króna af upphaflegu stöðugleikaframlagi sínu í því skyni að standa straum af rekstrarkostnaði sem stofnast til við starfsemi Glitnis á Íslandi til ársloka 2018. Innlendur rekstrarkostnaður Glitnis HoldCo hefur því numið samtals um þremur milljörðum króna á síðustu tveimur árum en félagið hefur selt nánast allar sínar eignir. Um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum og verður daglegum rekstri félagsins því hætt núna um mánaðamótin. Ólíkt Glitni HoldCo gera eignarhaldsfélögin LBI (gamli Landsbankinn) og Kaupþing hins vegar bæði ráð fyrir því að innlendur rekstrarkostnaður þeirra verði yfir fimm milljörðum á árunum 2016 til 2018. Ekki er því að vænta að félögin greiði slíkt viðbótarstöðugleikaframlag til ríkisins, líkt og Glitnir hefur gert. Eignarhaldsfélög gömlu bankanna áforma að greiða samtals marga milljarða króna í bónusgreiðslur til stjórnenda og lykilstarfsmanna, meðal annars ýmissa íslenskra starfsmanna, í samræmi við kaupaukakerfi sem hafa verið samþykkt. Þær bónusgreiðslur verða hins vegar að greiðast með erlendum eignum félaganna. Þetta var gert til að fyrirbyggja þann möguleika að stöðugleikaframlag kröfuhafa til stjórnvalda yrði minna en ella vegna milljarða bónusa til íslenskra starfsmanna þeirra eignarhaldsfélaga sem yrðu til eftir nauðasamninga gömlu bankanna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Efnahagsmál Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo, sem var stofnað eftir að slitabú Glitnis lauk nauðasamningum í árslok 2015, hefur gengið frá greiðslu upp á tvo milljarða króna til íslenska ríkisins. Voru fjármunirnir inntir af hendi til Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir gömlu bankanna sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, í síðasta mánuði. Greiðslan kemur til vegna þess að félagið nýtir ekki að fullu heimild sem það fékk til að draga frá allt að fimm milljarða króna af upphaflegu stöðugleikaframlagi sínu í því skyni að standa straum af rekstrarkostnaði sem stofnast til við starfsemi Glitnis á Íslandi til ársloka 2018. Innlendur rekstrarkostnaður Glitnis HoldCo hefur því numið samtals um þremur milljörðum króna á síðustu tveimur árum en félagið hefur selt nánast allar sínar eignir. Um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum og verður daglegum rekstri félagsins því hætt núna um mánaðamótin. Ólíkt Glitni HoldCo gera eignarhaldsfélögin LBI (gamli Landsbankinn) og Kaupþing hins vegar bæði ráð fyrir því að innlendur rekstrarkostnaður þeirra verði yfir fimm milljörðum á árunum 2016 til 2018. Ekki er því að vænta að félögin greiði slíkt viðbótarstöðugleikaframlag til ríkisins, líkt og Glitnir hefur gert. Eignarhaldsfélög gömlu bankanna áforma að greiða samtals marga milljarða króna í bónusgreiðslur til stjórnenda og lykilstarfsmanna, meðal annars ýmissa íslenskra starfsmanna, í samræmi við kaupaukakerfi sem hafa verið samþykkt. Þær bónusgreiðslur verða hins vegar að greiðast með erlendum eignum félaganna. Þetta var gert til að fyrirbyggja þann möguleika að stöðugleikaframlag kröfuhafa til stjórnvalda yrði minna en ella vegna milljarða bónusa til íslenskra starfsmanna þeirra eignarhaldsfélaga sem yrðu til eftir nauðasamninga gömlu bankanna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Efnahagsmál Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira