Innlent

Stór skjálfti í Bárðarbungu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Enginn gosórói er merkjanlegur.
Enginn gosórói er merkjanlegur. Vísir/Garðar
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu það sem af er degi. Stærsti skjálftinn mældist 4,9 að stærð.

Skjálftavirknin hófst nú síðdegis þegar jarðskjálfti af stærð 3,7 í mældist í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Honum fylgdu nokkrir minni skjálftar en klukkan sex í kvöld varð svo skjálfti af stærðinni 3,8.

Klukkan 19.24 mældist stærsti skjálftinn á sömu slóðum eða 4,9 stig. Engin gosórói er sjáanlegur í eða í grennd við Bárðarbungi að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni.


Tengdar fréttir

Skjálftar í Bárðarbungu

Tveir skjálftar mældust í Bárðarbungu á tíunda tímanum í morgun. Báðir voru suð- eða suðaustur af Bárðarbungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×