Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2018 06:45 Verkfallsaðgerðir fanganna á Litla-Hrauni eru sagðar helst koma niður á þeim sjálfum. vísir/vilhelm Mikils óróa gætir á Litla-Hrauni eftir árás á 18 ára hælisleitanda í íþróttasal fangelsisins í síðustu viku. Fangar hafa lagt niður störf og hafa hvorki mætt til náms né starfa þessa viku.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Já, það er rétt, það hefur verið töluverður órói á Litla-Hrauni og fangar hafa leitað til félagsins, ósáttir við hóprefsingar sem hafa verið látnar ganga yfir alla fanga undanfarna viku vegna þess sem í fjölmiðlum hefur verið lýst sem hópárás,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Guðmundur segir tvennum sögum fara af atvikinu og að einnig sé nokkur kurr í föngum vegna umfjöllunar fjölmiðla af málinu en henni hefur verið lýst sem hópárás sem fjöldi fanga tók þátt í og að kynþáttafordómar hafi verið kveikjan að árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Aðspurður segir Guðmundur félagið sjálft ekki standa fyrir skipulögðum mótmælaaðgerðum eða verkföllum í fangelsum. Hins vegar reyni það að miðla málum þegar eftir því er leitað og hefur hann verið í sambandi við tengiliði félagsins á Litla-Hrauni vegna málsins. Guðmundur segir fangana bæði hafa kvartað undan lokun íþróttasalarins og takmörkunum á heimsóknum barna þeirra með ómálefnalegum hætti í kjölfar agabrota. „Svo tína menn náttúrulega ýmislegt fleira til, enda víða pottur brotinn í fangelsismálum,“ segir Guðmundur. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar sem afplána á Litla-Hrauni eigi ekki annars úrkosti en að taka þátt í aðgerðum hópsins, jafnvel þótt þeir vildu helst mæta í skólann eða til sinna starfa, enda sé um að ræða hóp manna sem aðrir fangar vilji síður setja sig upp á móti. Flestir þeirra fanga sem standa fyrir aðgerðunum eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Verkfallsaðgerðir fanganna eru sagðar helst koma niður á þeim sjálfum enda felast störf þeirra meðal annars í þrifum í sameiginlegum vistarverum fanga, þvotti á fatnaði þeirra og öðrum störfum sem tengjast daglegu lífi í fangelsinu. Heimildir Fréttablaðsins herma engu að síður að aðgerðum fanganna verði mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda og ekki standi til að semja við fanga um fyrirkomulag afplánunar eða önnur réttindi þeirra í kjölfar þessara verkfallsaðgerða. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fangelsismál Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Mikils óróa gætir á Litla-Hrauni eftir árás á 18 ára hælisleitanda í íþróttasal fangelsisins í síðustu viku. Fangar hafa lagt niður störf og hafa hvorki mætt til náms né starfa þessa viku.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Já, það er rétt, það hefur verið töluverður órói á Litla-Hrauni og fangar hafa leitað til félagsins, ósáttir við hóprefsingar sem hafa verið látnar ganga yfir alla fanga undanfarna viku vegna þess sem í fjölmiðlum hefur verið lýst sem hópárás,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Guðmundur segir tvennum sögum fara af atvikinu og að einnig sé nokkur kurr í föngum vegna umfjöllunar fjölmiðla af málinu en henni hefur verið lýst sem hópárás sem fjöldi fanga tók þátt í og að kynþáttafordómar hafi verið kveikjan að árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Aðspurður segir Guðmundur félagið sjálft ekki standa fyrir skipulögðum mótmælaaðgerðum eða verkföllum í fangelsum. Hins vegar reyni það að miðla málum þegar eftir því er leitað og hefur hann verið í sambandi við tengiliði félagsins á Litla-Hrauni vegna málsins. Guðmundur segir fangana bæði hafa kvartað undan lokun íþróttasalarins og takmörkunum á heimsóknum barna þeirra með ómálefnalegum hætti í kjölfar agabrota. „Svo tína menn náttúrulega ýmislegt fleira til, enda víða pottur brotinn í fangelsismálum,“ segir Guðmundur. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar sem afplána á Litla-Hrauni eigi ekki annars úrkosti en að taka þátt í aðgerðum hópsins, jafnvel þótt þeir vildu helst mæta í skólann eða til sinna starfa, enda sé um að ræða hóp manna sem aðrir fangar vilji síður setja sig upp á móti. Flestir þeirra fanga sem standa fyrir aðgerðunum eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Verkfallsaðgerðir fanganna eru sagðar helst koma niður á þeim sjálfum enda felast störf þeirra meðal annars í þrifum í sameiginlegum vistarverum fanga, þvotti á fatnaði þeirra og öðrum störfum sem tengjast daglegu lífi í fangelsinu. Heimildir Fréttablaðsins herma engu að síður að aðgerðum fanganna verði mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda og ekki standi til að semja við fanga um fyrirkomulag afplánunar eða önnur réttindi þeirra í kjölfar þessara verkfallsaðgerða. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Fangelsismál Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00