Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2018 12:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti fyrstu stefnuræðu sína fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í gær. Þar fór hann um víðan völl en mest talaði hann um efnahag Bandaríkjanna og málefni innflytjenda. Ræða Trump innihélt þó fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. Þá eignaði forsetinn sér heiður af hlutum sem koma honum í rauninni ekki við.Sjá einnig: „Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu staðhæfingar forsetans og af hverju þær eru margar hverjar rangar.Stærsta skattalækkun í sögu Bandaríkjanna? Trump hélt því fram í ræðu sinni, eins og hann hefur oft gert áður, að ríkisstjórn hans hefði framkvæmt stærstu skattalækkun Bandaríkjanna og að hún hefði haft gífurlega jákvæð áhrif fyrir miðstétt Bandaríkjanna og lítil fyrirtæki. Í fyrsta lagi eru skattabreytingar Repúblikana ekki þær stærstu í sögu Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að þessi staðhæfing sé ekki rétt, reiknast Washington Post að Trump hafi haldið þessu fram minnst 57 sinnum á sínu fyrsta ári sem forseti. Séu skattalækkanir Bandaríkjanna settar í samhengi er ljóst að þetta er ekki rétt staðhæfing. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er skattalækkunin í áttunda sæti. Báðar skattalækkanir Barack Obama voru umfangsmeiri en skattalækkanir Trump. Í dollurum talið, með tilliti til verðbólgu, reiknast Politifact að skattalækkunin sé sú fjórða stærsta frá 1940. Varðandi áhrif skattabreytinganna á miðstéttina og lítil fyrirtæki segir AP að sannleiksgildi staðhæfingar Trump velti að miklu leyti á því hvernig maður túlki „gífurlega“. Það er satt að flesti Bandaríkjamenn muni borga minni skatta eða um 80 prósent allra heimila.Nærri því þrír fjórðu af skattalækkuninni munu fara til fimm prósenta skattgreiðenda. Þá eru margar lækkanir til einstaklinga einungis tímabundnar og munu renna út árið 2025, ef þingið framlengir þær ekki. Skattalækkanir á fyrirtæki eru hins vegar varanlegir.Laun loks farin að hækka? Trump sagði í ræðu sinni að eftir margra ára stöðnun, væru laun loksins farin að hækka. Þar er forsetinn að eigna sér heiðurinn fyrir eitthvað sem gerðist í raun áður en hann varð forseti. Laun í Bandaríkjunum hafa verið að hækka frá árinu 2014 og í rauninni hægði á þessari hækkun á fyrsta ári Trump í embætti forseta. Árið 2017 hækkuðu meðallaun á klukkustund um 2,5 prósent. Þau hækkuðu hins vegar um 2,9 prósent árið 2016.2,4 milljónir nýrra starfa? Trump hélt því fram að frá kosningum hefðu 2,4 milljónir nýrra starfa skapast í Bandaríkjunum. Þar á meðal væru 200 þúsund störf í framleiðslu. Það eru ákveðnar ýkjur að telja fjölgun starfa frá kosningum en ekki frá því að Trump tók við embætti, eins og mælingarnar fara fram. Frá því hann tók við embætti hefur störfum fjölgað um 1,8 milljón, samkvæmt tölum frá yfirvöldum Bandaríkjanna.Fjölgun starfa hefur í raun ekki verið hægari frá árinu 2010. Þá er það næstum því rétt að störfum við framleiðslu hafi fjölgað eins og Trump segir, en þeim fjölgaði um 184 þúsund á fyrstu ellefu mánuðum hans í embætti. það er töluverð aukning miðað við að árið 2016 fækkaði þeim um 16 þúsund.Aldrei færri þeldökkir verið án vinnu? Trump staðhæfði að atvinnuleysi meðal þeldökkra og fólks af rómönskum uppruna hefði aldrei verið lægra. Það er ýmislegt að þeirri staðhæfingu Trump þó hún sé alfarið sönn. Í fyrsta lagi virðist honum hafa snúist hugur frá því í kosningabaráttunni þar sem hann hélt því nokkrum sinnum fram að 58 prósent allra ungra þeldökkra manna væru atvinnulausir. Opinberar tölur sögðu umrætt atvinnuleysi þá vera 19,2 prósent. Atvinnuleysi beggja hópa hefur aldrei mælst lægra og er það því rétt hjá forsetanum. Hins vegar er um langvarandi þróun að ræða og hefur atvinnuleysið farið lækkandi í mörg ár. Eins og það er orðað í umfjöllun Washington Post er þetta eins og haninn sé að taka heiðurinn að því að sólin kemur á loft þegar hann gaggar.Einstakur árangur með hlutabréfamarkað? Trump sagði hlutabréfamarkaði hafa brotið hvert metið á fætur öðru og að almenningur hagnaðist verulega á þessu í formi lífeyris og sparnaðar. Hann stærir sig oft að því hvað hlutabréfamarkaði Bandaríkjanna gengur vel, eða um það bil með þriggja daga millibili frá því hann varð forseti. Í kosningabaráttunni sagði Trump hins vegar að uppgangur hlutabréfamarkaða væri einungis bóla sem væri nálægt því að springa. Trump hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að átta billjónir hefðu skapast á hlutabréfamörkuðum frá kosningunni, eða 6,9 billjónir frá því hann tók við embætti. Sá auður hefur þó ekki skilað sér til almennings. Um helmingur Bandaríkjamanna á hlutabréf, annað hvort með beinum hætti eða í gegnum lífeyrissparnað. Hins vegar eiga einungis tíu prósent bróðurhluta hlutabréfa í Bandaríkjunum. Þar að auki hefur hlutabréfamörkuðum Bandaríkjanna ekki gengið jafn vel og öðrum mörkuðum þróaðra ríkja. Því er erfitt fyrir Trump að eigna sér velgengni Bandaríkjanna.Stríð gegn bandarískri orkuframleiðslu? Trump sagði ríkisstjórn sína hafa bundið enda á stríðið gegn bandarískri orkuframleiðslu og sömuleiðis stríðið gegn „hreinu koli“. Hann hélt því einnig fram að Bandaríkin væru nú að flytja út orku. Það fyrsta sem má gagnrýna í þessari staðhæfingu Trump er að það ekkert til sem heitir „hreint kol“. Þá er erfitt að halda því fram að fyrri ríkisstjórnir Bandaríkjanna hafi átt í stríði við orkuframleiðslu þar í landi þar sem olíu- og gasframleiðsla í Bandaríkjunum hefur aukist gífurlega á undanförnum árum. Í stjórnartíð Barack Obama urðu Bandaríkin í fyrsta sinn í marga áratugi sjálfbær varðandi framleiðslu orkugjafa. Það er, innlend framleiðsla olíu- og gass var meiri en notkunin í landinu. Bandaríkin kaupa þó enn meira eldsneyti af öðrum ríkjum en þau selja. Þá er vert að taka fram að ein af umdeildustu ákvörðunum Donald Trump var að samþykkja byggingu Keystone XL olíuleiðslunnar, sem notuð verður til að flytja inn hráolíu frá Kanada.Slepptu Bandaríkin hundruðum af hryðjuverkamönnum? Trump sagði í ræðu sinni að Bandaríkin hefðu sleppt „hundruðum og hundruðum“ af hættulegum hryðjuverkamönnum úr haldi, einungis til þess að þurfa að mæta þeim aftur á vígvellinum. Hann Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, hafa verið einn af þeim. Þetta er að mestu rangt. Politifact segir að yfirvöld Bandaríkjanna hafi staðfest að af þeim sem sleppt var úr fangabúðum ríkisins í Guantanamo í Kúbu hafi 122 fangar af 778 snúið sér aftur að hryðjuverkastarfsemi. Ekki „hundruð og hundruð“. Í ræðu sinni tilkynnti Trump að hann hefði skipað að fangabúðirnar yrðu áfram starfræktar en Obama hafði unnið að því að loka þeim. Þá er einnig ekki rétt að Baghadi hafi verið sleppt úr fangelsi. Hann var svo sannarlega í haldi Bandaríkjanna í Írak en var færður í hald stjórnvalda í Írak árið 2004. Þeir slepptu honum svo seinna meir og að endingu stofnaði hann Íslamska ríkið. Bandaríkin höfðu í tíð George W. Bush samið við stjórnvöld í Írak um að færa alla fanga yfir til þeirra. Bandaríkin Donald Trump Kúba Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti fyrstu stefnuræðu sína fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í gær. Þar fór hann um víðan völl en mest talaði hann um efnahag Bandaríkjanna og málefni innflytjenda. Ræða Trump innihélt þó fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. Þá eignaði forsetinn sér heiður af hlutum sem koma honum í rauninni ekki við.Sjá einnig: „Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu staðhæfingar forsetans og af hverju þær eru margar hverjar rangar.Stærsta skattalækkun í sögu Bandaríkjanna? Trump hélt því fram í ræðu sinni, eins og hann hefur oft gert áður, að ríkisstjórn hans hefði framkvæmt stærstu skattalækkun Bandaríkjanna og að hún hefði haft gífurlega jákvæð áhrif fyrir miðstétt Bandaríkjanna og lítil fyrirtæki. Í fyrsta lagi eru skattabreytingar Repúblikana ekki þær stærstu í sögu Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að þessi staðhæfing sé ekki rétt, reiknast Washington Post að Trump hafi haldið þessu fram minnst 57 sinnum á sínu fyrsta ári sem forseti. Séu skattalækkanir Bandaríkjanna settar í samhengi er ljóst að þetta er ekki rétt staðhæfing. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er skattalækkunin í áttunda sæti. Báðar skattalækkanir Barack Obama voru umfangsmeiri en skattalækkanir Trump. Í dollurum talið, með tilliti til verðbólgu, reiknast Politifact að skattalækkunin sé sú fjórða stærsta frá 1940. Varðandi áhrif skattabreytinganna á miðstéttina og lítil fyrirtæki segir AP að sannleiksgildi staðhæfingar Trump velti að miklu leyti á því hvernig maður túlki „gífurlega“. Það er satt að flesti Bandaríkjamenn muni borga minni skatta eða um 80 prósent allra heimila.Nærri því þrír fjórðu af skattalækkuninni munu fara til fimm prósenta skattgreiðenda. Þá eru margar lækkanir til einstaklinga einungis tímabundnar og munu renna út árið 2025, ef þingið framlengir þær ekki. Skattalækkanir á fyrirtæki eru hins vegar varanlegir.Laun loks farin að hækka? Trump sagði í ræðu sinni að eftir margra ára stöðnun, væru laun loksins farin að hækka. Þar er forsetinn að eigna sér heiðurinn fyrir eitthvað sem gerðist í raun áður en hann varð forseti. Laun í Bandaríkjunum hafa verið að hækka frá árinu 2014 og í rauninni hægði á þessari hækkun á fyrsta ári Trump í embætti forseta. Árið 2017 hækkuðu meðallaun á klukkustund um 2,5 prósent. Þau hækkuðu hins vegar um 2,9 prósent árið 2016.2,4 milljónir nýrra starfa? Trump hélt því fram að frá kosningum hefðu 2,4 milljónir nýrra starfa skapast í Bandaríkjunum. Þar á meðal væru 200 þúsund störf í framleiðslu. Það eru ákveðnar ýkjur að telja fjölgun starfa frá kosningum en ekki frá því að Trump tók við embætti, eins og mælingarnar fara fram. Frá því hann tók við embætti hefur störfum fjölgað um 1,8 milljón, samkvæmt tölum frá yfirvöldum Bandaríkjanna.Fjölgun starfa hefur í raun ekki verið hægari frá árinu 2010. Þá er það næstum því rétt að störfum við framleiðslu hafi fjölgað eins og Trump segir, en þeim fjölgaði um 184 þúsund á fyrstu ellefu mánuðum hans í embætti. það er töluverð aukning miðað við að árið 2016 fækkaði þeim um 16 þúsund.Aldrei færri þeldökkir verið án vinnu? Trump staðhæfði að atvinnuleysi meðal þeldökkra og fólks af rómönskum uppruna hefði aldrei verið lægra. Það er ýmislegt að þeirri staðhæfingu Trump þó hún sé alfarið sönn. Í fyrsta lagi virðist honum hafa snúist hugur frá því í kosningabaráttunni þar sem hann hélt því nokkrum sinnum fram að 58 prósent allra ungra þeldökkra manna væru atvinnulausir. Opinberar tölur sögðu umrætt atvinnuleysi þá vera 19,2 prósent. Atvinnuleysi beggja hópa hefur aldrei mælst lægra og er það því rétt hjá forsetanum. Hins vegar er um langvarandi þróun að ræða og hefur atvinnuleysið farið lækkandi í mörg ár. Eins og það er orðað í umfjöllun Washington Post er þetta eins og haninn sé að taka heiðurinn að því að sólin kemur á loft þegar hann gaggar.Einstakur árangur með hlutabréfamarkað? Trump sagði hlutabréfamarkaði hafa brotið hvert metið á fætur öðru og að almenningur hagnaðist verulega á þessu í formi lífeyris og sparnaðar. Hann stærir sig oft að því hvað hlutabréfamarkaði Bandaríkjanna gengur vel, eða um það bil með þriggja daga millibili frá því hann varð forseti. Í kosningabaráttunni sagði Trump hins vegar að uppgangur hlutabréfamarkaða væri einungis bóla sem væri nálægt því að springa. Trump hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að átta billjónir hefðu skapast á hlutabréfamörkuðum frá kosningunni, eða 6,9 billjónir frá því hann tók við embætti. Sá auður hefur þó ekki skilað sér til almennings. Um helmingur Bandaríkjamanna á hlutabréf, annað hvort með beinum hætti eða í gegnum lífeyrissparnað. Hins vegar eiga einungis tíu prósent bróðurhluta hlutabréfa í Bandaríkjunum. Þar að auki hefur hlutabréfamörkuðum Bandaríkjanna ekki gengið jafn vel og öðrum mörkuðum þróaðra ríkja. Því er erfitt fyrir Trump að eigna sér velgengni Bandaríkjanna.Stríð gegn bandarískri orkuframleiðslu? Trump sagði ríkisstjórn sína hafa bundið enda á stríðið gegn bandarískri orkuframleiðslu og sömuleiðis stríðið gegn „hreinu koli“. Hann hélt því einnig fram að Bandaríkin væru nú að flytja út orku. Það fyrsta sem má gagnrýna í þessari staðhæfingu Trump er að það ekkert til sem heitir „hreint kol“. Þá er erfitt að halda því fram að fyrri ríkisstjórnir Bandaríkjanna hafi átt í stríði við orkuframleiðslu þar í landi þar sem olíu- og gasframleiðsla í Bandaríkjunum hefur aukist gífurlega á undanförnum árum. Í stjórnartíð Barack Obama urðu Bandaríkin í fyrsta sinn í marga áratugi sjálfbær varðandi framleiðslu orkugjafa. Það er, innlend framleiðsla olíu- og gass var meiri en notkunin í landinu. Bandaríkin kaupa þó enn meira eldsneyti af öðrum ríkjum en þau selja. Þá er vert að taka fram að ein af umdeildustu ákvörðunum Donald Trump var að samþykkja byggingu Keystone XL olíuleiðslunnar, sem notuð verður til að flytja inn hráolíu frá Kanada.Slepptu Bandaríkin hundruðum af hryðjuverkamönnum? Trump sagði í ræðu sinni að Bandaríkin hefðu sleppt „hundruðum og hundruðum“ af hættulegum hryðjuverkamönnum úr haldi, einungis til þess að þurfa að mæta þeim aftur á vígvellinum. Hann Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, hafa verið einn af þeim. Þetta er að mestu rangt. Politifact segir að yfirvöld Bandaríkjanna hafi staðfest að af þeim sem sleppt var úr fangabúðum ríkisins í Guantanamo í Kúbu hafi 122 fangar af 778 snúið sér aftur að hryðjuverkastarfsemi. Ekki „hundruð og hundruð“. Í ræðu sinni tilkynnti Trump að hann hefði skipað að fangabúðirnar yrðu áfram starfræktar en Obama hafði unnið að því að loka þeim. Þá er einnig ekki rétt að Baghadi hafi verið sleppt úr fangelsi. Hann var svo sannarlega í haldi Bandaríkjanna í Írak en var færður í hald stjórnvalda í Írak árið 2004. Þeir slepptu honum svo seinna meir og að endingu stofnaði hann Íslamska ríkið. Bandaríkin höfðu í tíð George W. Bush samið við stjórnvöld í Írak um að færa alla fanga yfir til þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Kúba Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent