Ívar um fjarveru landsliðskvenna: „Þetta er mjög slæmt mál“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. janúar 2018 13:00 Ívar Ásgrímsson þarf að glíma við öðruvísi vandamál en sumir landsliðsþjálfarar. vísir/ernir Eins og kom fram fyrr í dag verður íslenska kvennalandsliðið án fimm leikmanna sem gefa ekki kost á sér í næsta verkefni stelpnanna okkar. Þær eiga fyrir höndum útileiki á móti Svartfjallalandi og Bosníu í undankeppni EM 2019. Í fréttatilkynningu frá KKÍ segir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjörnunni, Hallveig Jónsdóttir, Val og Keflvíkingarnir Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerðir Benónýsdóttir og Embla Kristínardóttir gefa ekki kost á sér í verkefnið. „Það eru próf í háskólanum sem koma í veg fyrir að þær komist. Ragna Margrét er til dæmis í Mastersnámi og það er lokapróf í einu fagi á sama tíma þannig hún getur ekki farið í svona langt ferðalag,“ segir Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. Stelpurnar fara út 5. febrúar og koma ekki heim fyrr en 15. febrúar þannig um tíu daga ferð er að ræða sem virðist of mikið fyrir háskólanemana, sér í lagi þegar um að próf er að ræða. „Þetta er ekki eins og við vildum hafa það. Þetta er tæpur hálfur mánuður sem við erum úti. Þetta er bara eins og að fara á stórmót. Fyrsta ferðalagið er sólarhringur og svo er leikur á laugardegi og miðvikudegi og ekki förum við heim á milli,“ segir Ívar. „Við vildum líka fara út aðeins fyrr til að mæta þar leikmönnunum sem spila erlendis í staðinn fyrir að fá þær heim og ná nokkrum æfingum áður en við færum út.“ Þessi fjarvera lykilmanna er dæmi um ískaldan veruleika sumra íslenskra landsliða þar sem leikmenn verða, eða ákveða, að taka námið fram yfir sjálft íslenska landsliðið. „Þetta er bara mjög slæmt mál og umhugsunarefnið. Við erum í undankeppni Evrópumótsins og KKÍ er búið að leggja mikinn pening og metnað í verkefnið. Ef leikmenn sjá sér svo ekki fært að taka þátt af heilum hug þarf að skoða hvað á að gera,“ segir Ívar Ásgrímsson. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fimm landsliðskonur gáfu ekki kost á sér í Evrópuleiki körfuboltalandsliðsins Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, valdi einn nýliða í tólf manna landsliðshóp sinn fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í febrúar. 31. janúar 2018 12:02 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Eins og kom fram fyrr í dag verður íslenska kvennalandsliðið án fimm leikmanna sem gefa ekki kost á sér í næsta verkefni stelpnanna okkar. Þær eiga fyrir höndum útileiki á móti Svartfjallalandi og Bosníu í undankeppni EM 2019. Í fréttatilkynningu frá KKÍ segir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjörnunni, Hallveig Jónsdóttir, Val og Keflvíkingarnir Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerðir Benónýsdóttir og Embla Kristínardóttir gefa ekki kost á sér í verkefnið. „Það eru próf í háskólanum sem koma í veg fyrir að þær komist. Ragna Margrét er til dæmis í Mastersnámi og það er lokapróf í einu fagi á sama tíma þannig hún getur ekki farið í svona langt ferðalag,“ segir Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. Stelpurnar fara út 5. febrúar og koma ekki heim fyrr en 15. febrúar þannig um tíu daga ferð er að ræða sem virðist of mikið fyrir háskólanemana, sér í lagi þegar um að próf er að ræða. „Þetta er ekki eins og við vildum hafa það. Þetta er tæpur hálfur mánuður sem við erum úti. Þetta er bara eins og að fara á stórmót. Fyrsta ferðalagið er sólarhringur og svo er leikur á laugardegi og miðvikudegi og ekki förum við heim á milli,“ segir Ívar. „Við vildum líka fara út aðeins fyrr til að mæta þar leikmönnunum sem spila erlendis í staðinn fyrir að fá þær heim og ná nokkrum æfingum áður en við færum út.“ Þessi fjarvera lykilmanna er dæmi um ískaldan veruleika sumra íslenskra landsliða þar sem leikmenn verða, eða ákveða, að taka námið fram yfir sjálft íslenska landsliðið. „Þetta er bara mjög slæmt mál og umhugsunarefnið. Við erum í undankeppni Evrópumótsins og KKÍ er búið að leggja mikinn pening og metnað í verkefnið. Ef leikmenn sjá sér svo ekki fært að taka þátt af heilum hug þarf að skoða hvað á að gera,“ segir Ívar Ásgrímsson.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fimm landsliðskonur gáfu ekki kost á sér í Evrópuleiki körfuboltalandsliðsins Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, valdi einn nýliða í tólf manna landsliðshóp sinn fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í febrúar. 31. janúar 2018 12:02 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Fimm landsliðskonur gáfu ekki kost á sér í Evrópuleiki körfuboltalandsliðsins Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, valdi einn nýliða í tólf manna landsliðshóp sinn fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í febrúar. 31. janúar 2018 12:02