Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2018 07:47 Þinghúsið í Washington. Vísir/AFP Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta kennir Demókrötum um greiðslustöðvunina. Fimmtíu öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með greiðsluheimildinni, sem gilda átti til 16. febrúar næstkomandi, en 60 atkvæði þurfti til að komast hjá greiðslustöðvun og halda starfsemi áfram. Greiðslur til ýmissa ríkisstofnanna, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu því að berast á miðnætti og þá er búist við að þjóðgörðum og minnismerkjum í öllum ríkjum verði lokað.Sjá einnig: Trump stingur af til Flórída á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í nótt. Í yfirlýsingunni er lokunin kölluð „Schumer-greiðslustöðvunin“, í höfuðið á Chuck Schumer leiðtoga Demókrata í öldungadeild þingsins, og Demókratar sakaðir um að velja stjórnmál fram yfir þjóðaröryggi og varnarlaus börn. Donald Trump og Schumer funduðu í gærkvöldi en ekki tókst að miðla málum.Official White House statement on #SchumerShutdown pic.twitter.com/2PiPz2rJ3J— Sarah Sanders (@PressSec) January 20, 2018 Schumer svaraði yfirlýsingunni fullum hálsi á Twitter-reikningi sínum og sagði enginn bera jafnmikla ábyrgð á greiðslustöðvuninni og Donald Trump.This will be called the #TrumpShutdown. There is no one who deserves the blame for the position we find ourselves in more than President Trump. pic.twitter.com/WE3SH9TpRU— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 20, 2018 Þá tjáði Trump sig einnig á Twitter um greiðslustöðvunina og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála. Hann sagði útlitið svart fyrir Bandaríkjaher og þjóðaröryggi, sérstaklega við hin „hættulegu“ landamæri Bandaríkjanna í suðri. Not looking good for our great Military or Safety & Security on the very dangerous Southern Border. Dems want a Shutdown in order to help diminish the great success of the Tax Cuts, and what they are doing for our booming economy.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Bandarísku alríkisstjórninni var síðast lokað árið 2013 þegar Barack Obama, þáverandi forseti, gegndi embætti og var öll starfsemi í lamasessi í sextán daga. Greiðslustöðvunin, sem tekur gildi í dag, markar eins árs afmæli Trumps í embætti en hann tók formlega við af forvera sínum þann 20. janúar 2017. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er mjög óánægður með störf Donalds Trump forseta. 19. janúar 2018 12:52 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta kennir Demókrötum um greiðslustöðvunina. Fimmtíu öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með greiðsluheimildinni, sem gilda átti til 16. febrúar næstkomandi, en 60 atkvæði þurfti til að komast hjá greiðslustöðvun og halda starfsemi áfram. Greiðslur til ýmissa ríkisstofnanna, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu því að berast á miðnætti og þá er búist við að þjóðgörðum og minnismerkjum í öllum ríkjum verði lokað.Sjá einnig: Trump stingur af til Flórída á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í nótt. Í yfirlýsingunni er lokunin kölluð „Schumer-greiðslustöðvunin“, í höfuðið á Chuck Schumer leiðtoga Demókrata í öldungadeild þingsins, og Demókratar sakaðir um að velja stjórnmál fram yfir þjóðaröryggi og varnarlaus börn. Donald Trump og Schumer funduðu í gærkvöldi en ekki tókst að miðla málum.Official White House statement on #SchumerShutdown pic.twitter.com/2PiPz2rJ3J— Sarah Sanders (@PressSec) January 20, 2018 Schumer svaraði yfirlýsingunni fullum hálsi á Twitter-reikningi sínum og sagði enginn bera jafnmikla ábyrgð á greiðslustöðvuninni og Donald Trump.This will be called the #TrumpShutdown. There is no one who deserves the blame for the position we find ourselves in more than President Trump. pic.twitter.com/WE3SH9TpRU— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 20, 2018 Þá tjáði Trump sig einnig á Twitter um greiðslustöðvunina og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála. Hann sagði útlitið svart fyrir Bandaríkjaher og þjóðaröryggi, sérstaklega við hin „hættulegu“ landamæri Bandaríkjanna í suðri. Not looking good for our great Military or Safety & Security on the very dangerous Southern Border. Dems want a Shutdown in order to help diminish the great success of the Tax Cuts, and what they are doing for our booming economy.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 20, 2018 Bandarísku alríkisstjórninni var síðast lokað árið 2013 þegar Barack Obama, þáverandi forseti, gegndi embætti og var öll starfsemi í lamasessi í sextán daga. Greiðslustöðvunin, sem tekur gildi í dag, markar eins árs afmæli Trumps í embætti en hann tók formlega við af forvera sínum þann 20. janúar 2017.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er mjög óánægður með störf Donalds Trump forseta. 19. janúar 2018 12:52 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24
Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er mjög óánægður með störf Donalds Trump forseta. 19. janúar 2018 12:52