Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir mansalsglæpamanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 19:06 Theresa ásamt eiginmanni sínum og börnunum þremur sem eru á aldrinum eins árs til sex ára. vísir/egill Fjölskyldan hefur búið í Reykjanesbæ í tvö ár og er yngsta barnið fætt hér á landi. Eldri börnin tvö stunda leik- og grunnskóla og faðirinn vinnur á bílaleigu. Í vikunni sem leið var kröfu um endurupptöku á máli þeirra hafnað þrátt fyrir að nú hafi þær upplýsingar komið fram að móðirin, Theresa Kusi Daban, sé fórnarlamb mansals og hafi verið neydd í vændi á Ítalíu. En eftir að hún kynntist eiginmanni sínum flúðu þau frá landinu. Meðal gagna málsins voru hótanir glæpamanna úr mansalshring sem starfar í Gana og Ítalu sem krefjast þess að Theresa borgi þeim þrjátíu þúsund evrur eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna og snúi aftur í vændið. Hér eru dæmi úr skilaboðunum sem bárust í gegnum samskiptaforritið Whatzapp sem tengist símanúmeri notanda.„Þú getur ekki flúið til Gana. Þar bíður Bahuma Vudu þín og hann er mjög reiður. Þú ert hvergi örugg. Komdu aftur til Ítalíu og farðu aftur í vændið.“„Theresa ekki reita okkur til reiði af því að þá munum við drepa börnin þín.“Theresa segir mansalsmafíuna sem starfar í löndunum tveimur afar öfluga. „Þannig að ef við förum til Afríku eða Ítalíu þá bíða þau mín. Ég held að enginn myndi mæta eldinum, þegar hann sér hann nálgast," segir Theresa. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, undrast að nefndin hafi ekki séð tilefni til að kanna gögnin nánar en höfnunin er byggð á því að skilaboðin hafi mátt falsa. „En þá spyr ég á móti: Hvaða gögn er ekki hægt að falsa? Það er hægt að falsa öll gögn. Það þýðir ekki að skyldan til að rannsaka þetta sé ekki til staðar,“ segir Magnús og bendir á að það hefði til dæmis verið hægt að hafa samband við ítölsk lögregluyfirvöld og símafyrirtæki til að rekja skilaboðin. Höfnunin byggir einnig á því að frásögn móðurinnar komi of seint í ferlinu. En Theresa segist hafa verið hrædd, full af skömm og ekki viljað að börnin hennar vissu af ofbeldinu. Nú þurfi hún aftur á móti að berjast fyrir lífi barna sinna. „Ef Útlendingastofnun vill að ég sé örugg ætti hún að hafa uppi á þeim og borga skuldina og svo getur hún sent mig þangað. Ef hún getur það ekki ætti hún að handtaka mig og setja mig í fangelsi og taka börnin mín til ættleiðingar. Ég veit að ég yrði örugg í fangelsinu og börnin mín hér á Íslandi. Ég myndi ekki deyja, heldur væri ég örugg,“ segir Theresa. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Fjölskyldan hefur búið í Reykjanesbæ í tvö ár og er yngsta barnið fætt hér á landi. Eldri börnin tvö stunda leik- og grunnskóla og faðirinn vinnur á bílaleigu. Í vikunni sem leið var kröfu um endurupptöku á máli þeirra hafnað þrátt fyrir að nú hafi þær upplýsingar komið fram að móðirin, Theresa Kusi Daban, sé fórnarlamb mansals og hafi verið neydd í vændi á Ítalíu. En eftir að hún kynntist eiginmanni sínum flúðu þau frá landinu. Meðal gagna málsins voru hótanir glæpamanna úr mansalshring sem starfar í Gana og Ítalu sem krefjast þess að Theresa borgi þeim þrjátíu þúsund evrur eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna og snúi aftur í vændið. Hér eru dæmi úr skilaboðunum sem bárust í gegnum samskiptaforritið Whatzapp sem tengist símanúmeri notanda.„Þú getur ekki flúið til Gana. Þar bíður Bahuma Vudu þín og hann er mjög reiður. Þú ert hvergi örugg. Komdu aftur til Ítalíu og farðu aftur í vændið.“„Theresa ekki reita okkur til reiði af því að þá munum við drepa börnin þín.“Theresa segir mansalsmafíuna sem starfar í löndunum tveimur afar öfluga. „Þannig að ef við förum til Afríku eða Ítalíu þá bíða þau mín. Ég held að enginn myndi mæta eldinum, þegar hann sér hann nálgast," segir Theresa. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, undrast að nefndin hafi ekki séð tilefni til að kanna gögnin nánar en höfnunin er byggð á því að skilaboðin hafi mátt falsa. „En þá spyr ég á móti: Hvaða gögn er ekki hægt að falsa? Það er hægt að falsa öll gögn. Það þýðir ekki að skyldan til að rannsaka þetta sé ekki til staðar,“ segir Magnús og bendir á að það hefði til dæmis verið hægt að hafa samband við ítölsk lögregluyfirvöld og símafyrirtæki til að rekja skilaboðin. Höfnunin byggir einnig á því að frásögn móðurinnar komi of seint í ferlinu. En Theresa segist hafa verið hrædd, full af skömm og ekki viljað að börnin hennar vissu af ofbeldinu. Nú þurfi hún aftur á móti að berjast fyrir lífi barna sinna. „Ef Útlendingastofnun vill að ég sé örugg ætti hún að hafa uppi á þeim og borga skuldina og svo getur hún sent mig þangað. Ef hún getur það ekki ætti hún að handtaka mig og setja mig í fangelsi og taka börnin mín til ættleiðingar. Ég veit að ég yrði örugg í fangelsinu og börnin mín hér á Íslandi. Ég myndi ekki deyja, heldur væri ég örugg,“ segir Theresa.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira