Hilmar Þór Björnsson um Borgarlínuna: „Það vantar eitthvað á hinn endann“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2018 14:30 Hilmar Þór Björnsson arkitekt var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. Þar talaði hann um borgarlínuna svokölluðu. Vísir/samsett mynd „Hægja þarf á þróun borgarlínu, fjármagna verkefnið, byggja upp innviði og skipuleggja betur áður en farið er að gefa út heimildir til að byggja í nágrenni.“ Þetta segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt í umræðu um skipulagsmál og þéttingu byggðar. Einnig þurfi að dreifa atvinnustarfsemi um borgina svo umferðin sé ekki eingöngu í eina átt. Í Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Hilmar Þór Björnsson arkitekt um borgarskipulagsmálin og þá sérstaklega borgarlínuna sem hefur verið í umræðunni, sérstaklega meðal stjórnmálamanna. Hilmar segist mjög fylgjandi hugmyndum um Borgarlínu. „Ég held það sé engin önnur leið þegar litið 0,er til framtíðar en að gera ráð fyrir borgarlínunni- en þetta gerist allt of hratt. Í síðustu kosningum fyrir tæpum fjórum árum þá var borgarlínan ekki nefnd, það var enginn að hugsa um borgarlínuna. Ég hafði skrifað um hana og talaði um Reykjavík sem línulega borg.“ Hilmar rifjar upp að borgarlínuumræðan hafi hafist fyrir alvöru í nóvember árið 2016 og nú sé þetta aðalmálið fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Hann telur að þeir sem standi að Borgarlínunni séu að taka of stórt skref. „Vitleysurnar eru að það sé farið að úthluta heimildum áður en það er ákveðið hvar hún á að liggja. Það þarf að ákveða infrastrúktúrinn fyrst, leggja línuna, ákveða hver þjónustan er, stoppistöðvar, hvað á að kosta í hana og svo framvegis áður en gefið er heimildir til að byggja í nágrenninu.“ La Défense hverfið í París sem Hilmar vísar í. Hverfið er nokkrum kílómetrum út fyrir borgarmörk Parísar og er um 560 hektarar að stærð. Á svæðinu eru 3,5 milljónir fermetra af skrifstofurými.Vísir/GettyAnnað sem Hilmari finnst mikilvægt fyrir uppbyggingu borgarlínu er að dreifa atvinnustarfsemi um borgina til að byggja upp betri áfangastaði. „Það sem vantar í borgarlínuna samkvæmt þeim kortum sem maður hefur séð er að það vantar eitthvað á hinn endann, þú endar ekki bara á einhverju raðhúsi, þú verður að enda á einhverju virkilega stóru. Við Keldur er sennilega níutíu hektara land sem á má byggja kannski tvær milljónir fermetra og ég sé fyrir mér að það eigi að byggja eitthvað eins og La Défense í París, bara milljón fermetra af einhverju atvinnuhúsnæði, þá verður borgarlínan full í báðar áttir, ekki bara aðra áttina. Ef þetta verður eins og stefnan er núna, með Landspítalann niðri í bæ til dæmis, þá verður borgarlínan full niður í bæ og tóm til baka,“ sagði Hilmar Þór Björnsson í viðtali á Sprengisandi í morgun. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Hægja þarf á þróun borgarlínu, fjármagna verkefnið, byggja upp innviði og skipuleggja betur áður en farið er að gefa út heimildir til að byggja í nágrenni.“ Þetta segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt í umræðu um skipulagsmál og þéttingu byggðar. Einnig þurfi að dreifa atvinnustarfsemi um borgina svo umferðin sé ekki eingöngu í eina átt. Í Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Hilmar Þór Björnsson arkitekt um borgarskipulagsmálin og þá sérstaklega borgarlínuna sem hefur verið í umræðunni, sérstaklega meðal stjórnmálamanna. Hilmar segist mjög fylgjandi hugmyndum um Borgarlínu. „Ég held það sé engin önnur leið þegar litið 0,er til framtíðar en að gera ráð fyrir borgarlínunni- en þetta gerist allt of hratt. Í síðustu kosningum fyrir tæpum fjórum árum þá var borgarlínan ekki nefnd, það var enginn að hugsa um borgarlínuna. Ég hafði skrifað um hana og talaði um Reykjavík sem línulega borg.“ Hilmar rifjar upp að borgarlínuumræðan hafi hafist fyrir alvöru í nóvember árið 2016 og nú sé þetta aðalmálið fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Hann telur að þeir sem standi að Borgarlínunni séu að taka of stórt skref. „Vitleysurnar eru að það sé farið að úthluta heimildum áður en það er ákveðið hvar hún á að liggja. Það þarf að ákveða infrastrúktúrinn fyrst, leggja línuna, ákveða hver þjónustan er, stoppistöðvar, hvað á að kosta í hana og svo framvegis áður en gefið er heimildir til að byggja í nágrenninu.“ La Défense hverfið í París sem Hilmar vísar í. Hverfið er nokkrum kílómetrum út fyrir borgarmörk Parísar og er um 560 hektarar að stærð. Á svæðinu eru 3,5 milljónir fermetra af skrifstofurými.Vísir/GettyAnnað sem Hilmari finnst mikilvægt fyrir uppbyggingu borgarlínu er að dreifa atvinnustarfsemi um borgina til að byggja upp betri áfangastaði. „Það sem vantar í borgarlínuna samkvæmt þeim kortum sem maður hefur séð er að það vantar eitthvað á hinn endann, þú endar ekki bara á einhverju raðhúsi, þú verður að enda á einhverju virkilega stóru. Við Keldur er sennilega níutíu hektara land sem á má byggja kannski tvær milljónir fermetra og ég sé fyrir mér að það eigi að byggja eitthvað eins og La Défense í París, bara milljón fermetra af einhverju atvinnuhúsnæði, þá verður borgarlínan full í báðar áttir, ekki bara aðra áttina. Ef þetta verður eins og stefnan er núna, með Landspítalann niðri í bæ til dæmis, þá verður borgarlínan full niður í bæ og tóm til baka,“ sagði Hilmar Þór Björnsson í viðtali á Sprengisandi í morgun.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent