Erlent

Norðmenn skipa ráðherra aldraðra

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. EPA
Landssamband aldraðra í Noregi fagnar því að skipaður hafi verið ráðherra sem fara á sérstaklega með málefni aldraðra. Þegar Erna Solberg forsætisráðherra kynnti ráðherralista sinn kynnti hún jafnframt sérstakan ráðherra aldraðra, Åse Michaelsen, sem einnig á að hafa lýðheilsu á sinni könnu.

Framfaraflokkurinn hefur lengi lýst eftir ráðherra aldraðra. Það hefur Landssamband aldraðra einnig gert.

Ný ríkisstjórn Noregs samanstendur af Hægri flokknum, Framfaraflokknum og frjálslyndum vinstri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×