Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Aron Ingi Guðmundsson skrifar 22. janúar 2018 06:00 Fiskeldisfyrirtæki hafa fengið leyfi fyrir stórauknu fiskeldi í Patreksfirði. Vísir/Aron Ingi Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. Óttar Yngvason, lögmaður kærenda, ýmissa hagsmunaaðila sem leggjast gegn sjókvíaeldi á svæðinu, segir málsmeðferð við leyfisveitinguna hafa verið með ólíkindum. „Það er ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá að afhenda einstaklingsbundnum aðilum eignarrétt að fasteignum ríkisins, en hafið utan netlaga er í eigu ríkisins. Í umsóknum um leyfi til að setja upp sjókvíaeldi er lagaákvæði um að umsækjandi láti fylgja skilríki fyrir afnotum hafsins. Þessi skilríki hafa aldrei verið lögð fram enda ekki hægt samkvæmt stjórnarskránni, nema sett séu lög í hverju tilfelli sem heimila það,“ segir Óttar og segi eftirlitsaðila engu svara. „Matvælastofnun svarar því til, þar sem þetta er utan netlaga, að þá þurfi ekki að afhenda þessi skilríki til afnota hafsins. En þetta er skýrt lagaákvæði og alveg út í hött að þessu sé ekki fylgt eftir.“ Óttar bendir á að það sé ekki skrýtið að norsk fiskeldisfyrirtæki hafi í auknum mæli fært sig til Íslands síðustu ár. „Fiskeldisfyrirtækin hér á landi eru flest öll í meirihlutaeigu Norðmanna. Það er ekki skrýtið þar sem grunngjald norskra eldisfyrirtækja er 120.000 norskar krónur fyrir hvert tonn í fiskeldinu eða sem nemur 1,5 milljónum íslenskra króna,“ segir Óttar og bætir við að gjöldin séu mun lægri á Íslandi. „Hér á landi þurfa fyrirtækin nánast ekkert að borga, aðeins smávægilegt eftirlitsgjald. Þetta er þannig lagleg jólagjöf til norskra eldisfyrirtækja á kostnað íslenskrar náttúru. Það er ekki skrýtið að þrýstingur á stjórnvöld, stofnanir og stjórnmálamenn sé harðvítugur.“ Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. Óttar Yngvason, lögmaður kærenda, ýmissa hagsmunaaðila sem leggjast gegn sjókvíaeldi á svæðinu, segir málsmeðferð við leyfisveitinguna hafa verið með ólíkindum. „Það er ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá að afhenda einstaklingsbundnum aðilum eignarrétt að fasteignum ríkisins, en hafið utan netlaga er í eigu ríkisins. Í umsóknum um leyfi til að setja upp sjókvíaeldi er lagaákvæði um að umsækjandi láti fylgja skilríki fyrir afnotum hafsins. Þessi skilríki hafa aldrei verið lögð fram enda ekki hægt samkvæmt stjórnarskránni, nema sett séu lög í hverju tilfelli sem heimila það,“ segir Óttar og segi eftirlitsaðila engu svara. „Matvælastofnun svarar því til, þar sem þetta er utan netlaga, að þá þurfi ekki að afhenda þessi skilríki til afnota hafsins. En þetta er skýrt lagaákvæði og alveg út í hött að þessu sé ekki fylgt eftir.“ Óttar bendir á að það sé ekki skrýtið að norsk fiskeldisfyrirtæki hafi í auknum mæli fært sig til Íslands síðustu ár. „Fiskeldisfyrirtækin hér á landi eru flest öll í meirihlutaeigu Norðmanna. Það er ekki skrýtið þar sem grunngjald norskra eldisfyrirtækja er 120.000 norskar krónur fyrir hvert tonn í fiskeldinu eða sem nemur 1,5 milljónum íslenskra króna,“ segir Óttar og bætir við að gjöldin séu mun lægri á Íslandi. „Hér á landi þurfa fyrirtækin nánast ekkert að borga, aðeins smávægilegt eftirlitsgjald. Þetta er þannig lagleg jólagjöf til norskra eldisfyrirtækja á kostnað íslenskrar náttúru. Það er ekki skrýtið að þrýstingur á stjórnvöld, stofnanir og stjórnmálamenn sé harðvítugur.“
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira