Rúrik vill vernda mannorð sitt: Samtölin snérust um kynlíf Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2018 10:15 Rúrik var á línunni á FM957 í morgun. Vísir/andri marínó „Ég fór að fá helvíti mikið af skilaboðum á Instagram og Facebook fyrir helgi um það að ég hefði verið að tala við þessa aðila á Tinder og Snapchat,“ segir knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason en hann sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær þar sem hann segir að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs síns. Falskir reikningar hafi verið stofnaðir á samfélagsmiðlinum Snapchat og stefnumótaforritinu Tinder í hans nafni. Rúrik var í viðtali í morgunþættinum Brennslan á FM957. „Þessir aðilar voru að velta því fyrir sér hvort ég væri í raun og veru að þessu. Í byrjun þá kippir maður sér ekkert upp við þetta en þegar fólk segir manni að samtalið sé t.d. að snúast um kynlíf og kynlífslýsingar þá svona er þetta orðið svolítið alvarlegt mál og leiðindamál.“ Rúrik segir að mikilvægt hafi verið að bregðast fljótlega við. „Skilaboðin voru víst mjög mörg og þetta er eitthvað sem ég vill ekki standa fyrir. Ég reyni alltaf að koma vel fram og koma vel fyrir og því er þetta helvíti óheppilegt.“Rúrik Gíslason fór á dögunum frá þýska liðinu Nürnberg og gekk í raðir Sandhausen.Vísir/GettyRúrik hefur nú þegar lagt fram kæru til lögreglunnar. „Það er nú einu sinni þannig að maður er bara með eitt mannorð og ég veit í raun og veru ekki hvað þessi aðili er búinn að hafa samband við marga á þessum miðlum. Fólk sem ég fékk skilaboð frá, konur og stelpur, voru á öllum aldri og alvarleikinn finnst mér mikill.“ Hann segist hafa heyrt fyrst af málinu á miðvikudaginn í síðustu viku. „Þetta hefur reyndar gerst áður og þá í Finnlandi. Þá var ég úthúðaður af mörgum finnskum stelpum af því að ég vildi ekki hitta þær og hafði hætt við að hitta þær eftir einhver Tindersamtöl, en það er annað mál. Maður kippir sér kannski ekki upp við það en þegar þetta er á Íslandi. Þetta er lítið land og það þarf ekki mikið út að bregða til að mannorðið fari í þá átt sem maður óskar sér ekki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rúrik í heild sinni. Lögreglumál Tengdar fréttir Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra, segir landsliðsmaðurinn. 21. janúar 2018 23:02 Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira
„Ég fór að fá helvíti mikið af skilaboðum á Instagram og Facebook fyrir helgi um það að ég hefði verið að tala við þessa aðila á Tinder og Snapchat,“ segir knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason en hann sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær þar sem hann segir að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs síns. Falskir reikningar hafi verið stofnaðir á samfélagsmiðlinum Snapchat og stefnumótaforritinu Tinder í hans nafni. Rúrik var í viðtali í morgunþættinum Brennslan á FM957. „Þessir aðilar voru að velta því fyrir sér hvort ég væri í raun og veru að þessu. Í byrjun þá kippir maður sér ekkert upp við þetta en þegar fólk segir manni að samtalið sé t.d. að snúast um kynlíf og kynlífslýsingar þá svona er þetta orðið svolítið alvarlegt mál og leiðindamál.“ Rúrik segir að mikilvægt hafi verið að bregðast fljótlega við. „Skilaboðin voru víst mjög mörg og þetta er eitthvað sem ég vill ekki standa fyrir. Ég reyni alltaf að koma vel fram og koma vel fyrir og því er þetta helvíti óheppilegt.“Rúrik Gíslason fór á dögunum frá þýska liðinu Nürnberg og gekk í raðir Sandhausen.Vísir/GettyRúrik hefur nú þegar lagt fram kæru til lögreglunnar. „Það er nú einu sinni þannig að maður er bara með eitt mannorð og ég veit í raun og veru ekki hvað þessi aðili er búinn að hafa samband við marga á þessum miðlum. Fólk sem ég fékk skilaboð frá, konur og stelpur, voru á öllum aldri og alvarleikinn finnst mér mikill.“ Hann segist hafa heyrt fyrst af málinu á miðvikudaginn í síðustu viku. „Þetta hefur reyndar gerst áður og þá í Finnlandi. Þá var ég úthúðaður af mörgum finnskum stelpum af því að ég vildi ekki hitta þær og hafði hætt við að hitta þær eftir einhver Tindersamtöl, en það er annað mál. Maður kippir sér kannski ekki upp við það en þegar þetta er á Íslandi. Þetta er lítið land og það þarf ekki mikið út að bregða til að mannorðið fari í þá átt sem maður óskar sér ekki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rúrik í heild sinni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra, segir landsliðsmaðurinn. 21. janúar 2018 23:02 Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira
Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra, segir landsliðsmaðurinn. 21. janúar 2018 23:02