Rúrik vill vernda mannorð sitt: Samtölin snérust um kynlíf Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2018 10:15 Rúrik var á línunni á FM957 í morgun. Vísir/andri marínó „Ég fór að fá helvíti mikið af skilaboðum á Instagram og Facebook fyrir helgi um það að ég hefði verið að tala við þessa aðila á Tinder og Snapchat,“ segir knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason en hann sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær þar sem hann segir að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs síns. Falskir reikningar hafi verið stofnaðir á samfélagsmiðlinum Snapchat og stefnumótaforritinu Tinder í hans nafni. Rúrik var í viðtali í morgunþættinum Brennslan á FM957. „Þessir aðilar voru að velta því fyrir sér hvort ég væri í raun og veru að þessu. Í byrjun þá kippir maður sér ekkert upp við þetta en þegar fólk segir manni að samtalið sé t.d. að snúast um kynlíf og kynlífslýsingar þá svona er þetta orðið svolítið alvarlegt mál og leiðindamál.“ Rúrik segir að mikilvægt hafi verið að bregðast fljótlega við. „Skilaboðin voru víst mjög mörg og þetta er eitthvað sem ég vill ekki standa fyrir. Ég reyni alltaf að koma vel fram og koma vel fyrir og því er þetta helvíti óheppilegt.“Rúrik Gíslason fór á dögunum frá þýska liðinu Nürnberg og gekk í raðir Sandhausen.Vísir/GettyRúrik hefur nú þegar lagt fram kæru til lögreglunnar. „Það er nú einu sinni þannig að maður er bara með eitt mannorð og ég veit í raun og veru ekki hvað þessi aðili er búinn að hafa samband við marga á þessum miðlum. Fólk sem ég fékk skilaboð frá, konur og stelpur, voru á öllum aldri og alvarleikinn finnst mér mikill.“ Hann segist hafa heyrt fyrst af málinu á miðvikudaginn í síðustu viku. „Þetta hefur reyndar gerst áður og þá í Finnlandi. Þá var ég úthúðaður af mörgum finnskum stelpum af því að ég vildi ekki hitta þær og hafði hætt við að hitta þær eftir einhver Tindersamtöl, en það er annað mál. Maður kippir sér kannski ekki upp við það en þegar þetta er á Íslandi. Þetta er lítið land og það þarf ekki mikið út að bregða til að mannorðið fari í þá átt sem maður óskar sér ekki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rúrik í heild sinni. Lögreglumál Tengdar fréttir Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra, segir landsliðsmaðurinn. 21. janúar 2018 23:02 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
„Ég fór að fá helvíti mikið af skilaboðum á Instagram og Facebook fyrir helgi um það að ég hefði verið að tala við þessa aðila á Tinder og Snapchat,“ segir knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason en hann sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær þar sem hann segir að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs síns. Falskir reikningar hafi verið stofnaðir á samfélagsmiðlinum Snapchat og stefnumótaforritinu Tinder í hans nafni. Rúrik var í viðtali í morgunþættinum Brennslan á FM957. „Þessir aðilar voru að velta því fyrir sér hvort ég væri í raun og veru að þessu. Í byrjun þá kippir maður sér ekkert upp við þetta en þegar fólk segir manni að samtalið sé t.d. að snúast um kynlíf og kynlífslýsingar þá svona er þetta orðið svolítið alvarlegt mál og leiðindamál.“ Rúrik segir að mikilvægt hafi verið að bregðast fljótlega við. „Skilaboðin voru víst mjög mörg og þetta er eitthvað sem ég vill ekki standa fyrir. Ég reyni alltaf að koma vel fram og koma vel fyrir og því er þetta helvíti óheppilegt.“Rúrik Gíslason fór á dögunum frá þýska liðinu Nürnberg og gekk í raðir Sandhausen.Vísir/GettyRúrik hefur nú þegar lagt fram kæru til lögreglunnar. „Það er nú einu sinni þannig að maður er bara með eitt mannorð og ég veit í raun og veru ekki hvað þessi aðili er búinn að hafa samband við marga á þessum miðlum. Fólk sem ég fékk skilaboð frá, konur og stelpur, voru á öllum aldri og alvarleikinn finnst mér mikill.“ Hann segist hafa heyrt fyrst af málinu á miðvikudaginn í síðustu viku. „Þetta hefur reyndar gerst áður og þá í Finnlandi. Þá var ég úthúðaður af mörgum finnskum stelpum af því að ég vildi ekki hitta þær og hafði hætt við að hitta þær eftir einhver Tindersamtöl, en það er annað mál. Maður kippir sér kannski ekki upp við það en þegar þetta er á Íslandi. Þetta er lítið land og það þarf ekki mikið út að bregða til að mannorðið fari í þá átt sem maður óskar sér ekki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rúrik í heild sinni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra, segir landsliðsmaðurinn. 21. janúar 2018 23:02 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra, segir landsliðsmaðurinn. 21. janúar 2018 23:02