Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2018 16:13 Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. Vísir/Vilhelm Stjórn United Silicon hf. hefur farið fram á gjaldþrotaskipti félagsins og beiðni hefur verið send til Héraðsdóms Reykjaness. Útséð þykir að nauðasamningar náist og því ekki forsendur fyrir beiðni um frekari framlengingu á greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að ljóst varð að Umhverfisstofnun gerði kröfu um rekstur hæfist ekki á ný í verksmiðjunni fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. Í tilkynningunni kemur fram að staða félagsins hafi verið þröng og afar erfið og það hafi verið ljóst um skeið. Félagið fékk fyrst heimild til greiðslustöðvunar í ágúst 2017. Rekstur verksmiðju félagsins var skömmu síðar, eða þann 1. september, stöðvaður af Umhverfisstofnun. Heimild félagsins til greiðslustöðvunar var þann 4. september framlengd til 4. desember og þann dag til dagsins í dag. „Arion banki hefur lagt félaginu til fjármagn á greiðslustöðvunartímabilinu og kostað rannsóknir og greiningar á stöðunni. Verkefni stjórnar á greiðslustöðvunartímabilinu var að reyna að ná nauðasamningum og fá nýja fjárfesta að félaginu. Forsenda þess var að fá betri upplýsingar um stöðu félagsins. Þær úttektir sem unnar voru leiddu meðal annars í ljós mikla óreiðu og upp kom rökstuddur grunur um fjárdrátt stofnanda félagsins. Hann hefur verið kærður til embættis héraðssaksóknara. Einnig voru framkvæmdar ítarlega úttektir á búnaði verksmiðjunnar. Í skýrslu úttektaraðila kom fram að grunnhönnun ofnsins sjálfs væri góð en augljóst sé að ódýr og óvandaður jaðarbúnaður hafi orsakað tíðar bilanir og skapað erfiðleika við framleiðsluna. Mat sérfræðinganna sýndi að um 25 milljónir evra þyrfti til að verksmiðjan teldist fullkláruð,“ segir í tilkynningunni. Þegar félög fara í gjaldþrot þá tekur við ferli sem er í höndum skiptastjóra sem skipaður er af héraðsdómara. United Silicon Tengdar fréttir Örlög United Silicon ráðast í dag Það ræðst væntanlega á stjórnarfundi í dag hjá United Silicon, sem á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hvort fyrirtækinu verður stefnt í gjaldþrot. 22. janúar 2018 08:30 Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið á síðan í ágúst rennur út á morgun. 21. janúar 2018 20:03 Stefnir í gjaldþrot Sameinaðs Sílikons Greiðslustöðvun fyrirtækisins rennur út í dag. 22. janúar 2018 15:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Sjá meira
Stjórn United Silicon hf. hefur farið fram á gjaldþrotaskipti félagsins og beiðni hefur verið send til Héraðsdóms Reykjaness. Útséð þykir að nauðasamningar náist og því ekki forsendur fyrir beiðni um frekari framlengingu á greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að ljóst varð að Umhverfisstofnun gerði kröfu um rekstur hæfist ekki á ný í verksmiðjunni fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. Í tilkynningunni kemur fram að staða félagsins hafi verið þröng og afar erfið og það hafi verið ljóst um skeið. Félagið fékk fyrst heimild til greiðslustöðvunar í ágúst 2017. Rekstur verksmiðju félagsins var skömmu síðar, eða þann 1. september, stöðvaður af Umhverfisstofnun. Heimild félagsins til greiðslustöðvunar var þann 4. september framlengd til 4. desember og þann dag til dagsins í dag. „Arion banki hefur lagt félaginu til fjármagn á greiðslustöðvunartímabilinu og kostað rannsóknir og greiningar á stöðunni. Verkefni stjórnar á greiðslustöðvunartímabilinu var að reyna að ná nauðasamningum og fá nýja fjárfesta að félaginu. Forsenda þess var að fá betri upplýsingar um stöðu félagsins. Þær úttektir sem unnar voru leiddu meðal annars í ljós mikla óreiðu og upp kom rökstuddur grunur um fjárdrátt stofnanda félagsins. Hann hefur verið kærður til embættis héraðssaksóknara. Einnig voru framkvæmdar ítarlega úttektir á búnaði verksmiðjunnar. Í skýrslu úttektaraðila kom fram að grunnhönnun ofnsins sjálfs væri góð en augljóst sé að ódýr og óvandaður jaðarbúnaður hafi orsakað tíðar bilanir og skapað erfiðleika við framleiðsluna. Mat sérfræðinganna sýndi að um 25 milljónir evra þyrfti til að verksmiðjan teldist fullkláruð,“ segir í tilkynningunni. Þegar félög fara í gjaldþrot þá tekur við ferli sem er í höndum skiptastjóra sem skipaður er af héraðsdómara.
United Silicon Tengdar fréttir Örlög United Silicon ráðast í dag Það ræðst væntanlega á stjórnarfundi í dag hjá United Silicon, sem á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hvort fyrirtækinu verður stefnt í gjaldþrot. 22. janúar 2018 08:30 Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið á síðan í ágúst rennur út á morgun. 21. janúar 2018 20:03 Stefnir í gjaldþrot Sameinaðs Sílikons Greiðslustöðvun fyrirtækisins rennur út í dag. 22. janúar 2018 15:00 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Sjá meira
Örlög United Silicon ráðast í dag Það ræðst væntanlega á stjórnarfundi í dag hjá United Silicon, sem á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hvort fyrirtækinu verður stefnt í gjaldþrot. 22. janúar 2018 08:30
Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið á síðan í ágúst rennur út á morgun. 21. janúar 2018 20:03
Stefnir í gjaldþrot Sameinaðs Sílikons Greiðslustöðvun fyrirtækisins rennur út í dag. 22. janúar 2018 15:00