Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2018 19:28 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Ernir Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. Ekki er um að ræða breytingar á núgildandi lögum heldur frumvarp um ný heildarlög sem felur í sér víðtækar breytingar á mannanafnalögum. Nái frumvarpið fram að ganga verður mannanafnanefnd lögð niður, ákvæði um stúlkum skuli gefin kvenmannsnöfn og drengjum karlmannsnöfn verða felld brott auk ákvæða um að nöfn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Þá mun ákvæði um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama einnig falla úr lögum nái frumvarpið fram að ganga. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans leggja það fram samflokksmenn hans þau Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson. Þá eru þeir Guðjón S. Brjánsson, Samfylkingu, og Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, einnig flutningsmenn frumvarpsins. Frumvarp um breytingar á gildandi mannanafnalögum var lagt fram á þingi 2014 til 2015 en var ekki samþykkt. Í greinargerð með frumvarpinu sem þingmenn stjórnarandstöðunnar leggja nú fram segir að það frumvarp hafi verið efnislega svipað en hafi í vissum atriðum gengið skemur. „Með frumvarpi þessu er t.d. lagt til að ekki verði gerður greinarmunur á eiginnöfnum og millinöfnum og skylda til að kynbinda kenninöfn barna til foreldra er felld brott,“ segir í greinargerðinni.Sérstaklega fjallað um réttindi transfólks Þá er í greinargerðinni sérstaklega fjallað um réttindi transfólks en um þau segir: „Lög um mannanöfn eru mjög takmarkandi fyrir transfólk, bæði varðandi kynbindingu nafna og rétt einstaklinga til að breyta nafni sínu. Hlutverk löggjafans er ekki að skilgreina hvað eru kvenmannsnöfn eða karlmannsnöfn. Með því er löggjafinn að takmarka frelsi einstaklingsins til að skilgreina sig og sitt kyn og gera tilraun til þess að hólfa margbreytilegan raunveruleika niður í form sem hentar ekki mannverunni sem um ræðir hverju sinni. Í þessu endurspeglast mikilvægi þess að löggjöfin taki mið af kröfum samfélagsins. Hér, líkt og annars staðar, eru ríkari hagsmunir fólgnir í því að einstaklingur fái að heita nafni sínu en í því að viðhalda gildandi lögum um mannanöfn.“ Varðandi mannanafnanefnd segir svo meðal annars í greinargerðinni: „Réttur foreldra til að ráða nafni barns síns er mikill og óumdeildur en réttur löggjafans til afskipta af nafngjöfum er að sama skapi takmarkaður. Lög um mannanöfn hafa sætt gagnrýni, þá sér í lagi hvað varðar mannanafnanefnd og úrskurði hennar. Dæmi eru um að nöfnum hafi verið hafnað þótt þau eigi sér langa sögu í íslensku samfélagi og tungu og hafi jafnvel tíðkast innan sömu fjölskyldu í margar kynslóðir. Foreldrum á almennt að treysta til að velja börnum sínum nöfn sem eru þeim ekki til ama. Komi upp tilfelli þar sem vafi leikur á því hvort nafn barns geti orðið því til ama má leiða að því líkur að vandi viðkomandi barns sé meiri en svo að ákvæði laga um mannanöfn og þar af leiðandi mannanafnanefnd séu sá aðili sem eigi að leiðbeina foreldrum í foreldrahlutverkinu.“Frumvarpið í heild sinni má sjá nálgast á vef Alþingis. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd: Eiginnafnið Ævi samþykkt en Theadór hafnað Karlmannsnafnið Kamilus og kvenmannsnafnið Hrafnynja eru meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur samþykkt sem eiginnöfn og verða færð á mannanafnaskrá. 5. desember 2017 13:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. Ekki er um að ræða breytingar á núgildandi lögum heldur frumvarp um ný heildarlög sem felur í sér víðtækar breytingar á mannanafnalögum. Nái frumvarpið fram að ganga verður mannanafnanefnd lögð niður, ákvæði um stúlkum skuli gefin kvenmannsnöfn og drengjum karlmannsnöfn verða felld brott auk ákvæða um að nöfn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Þá mun ákvæði um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama einnig falla úr lögum nái frumvarpið fram að ganga. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans leggja það fram samflokksmenn hans þau Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson. Þá eru þeir Guðjón S. Brjánsson, Samfylkingu, og Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, einnig flutningsmenn frumvarpsins. Frumvarp um breytingar á gildandi mannanafnalögum var lagt fram á þingi 2014 til 2015 en var ekki samþykkt. Í greinargerð með frumvarpinu sem þingmenn stjórnarandstöðunnar leggja nú fram segir að það frumvarp hafi verið efnislega svipað en hafi í vissum atriðum gengið skemur. „Með frumvarpi þessu er t.d. lagt til að ekki verði gerður greinarmunur á eiginnöfnum og millinöfnum og skylda til að kynbinda kenninöfn barna til foreldra er felld brott,“ segir í greinargerðinni.Sérstaklega fjallað um réttindi transfólks Þá er í greinargerðinni sérstaklega fjallað um réttindi transfólks en um þau segir: „Lög um mannanöfn eru mjög takmarkandi fyrir transfólk, bæði varðandi kynbindingu nafna og rétt einstaklinga til að breyta nafni sínu. Hlutverk löggjafans er ekki að skilgreina hvað eru kvenmannsnöfn eða karlmannsnöfn. Með því er löggjafinn að takmarka frelsi einstaklingsins til að skilgreina sig og sitt kyn og gera tilraun til þess að hólfa margbreytilegan raunveruleika niður í form sem hentar ekki mannverunni sem um ræðir hverju sinni. Í þessu endurspeglast mikilvægi þess að löggjöfin taki mið af kröfum samfélagsins. Hér, líkt og annars staðar, eru ríkari hagsmunir fólgnir í því að einstaklingur fái að heita nafni sínu en í því að viðhalda gildandi lögum um mannanöfn.“ Varðandi mannanafnanefnd segir svo meðal annars í greinargerðinni: „Réttur foreldra til að ráða nafni barns síns er mikill og óumdeildur en réttur löggjafans til afskipta af nafngjöfum er að sama skapi takmarkaður. Lög um mannanöfn hafa sætt gagnrýni, þá sér í lagi hvað varðar mannanafnanefnd og úrskurði hennar. Dæmi eru um að nöfnum hafi verið hafnað þótt þau eigi sér langa sögu í íslensku samfélagi og tungu og hafi jafnvel tíðkast innan sömu fjölskyldu í margar kynslóðir. Foreldrum á almennt að treysta til að velja börnum sínum nöfn sem eru þeim ekki til ama. Komi upp tilfelli þar sem vafi leikur á því hvort nafn barns geti orðið því til ama má leiða að því líkur að vandi viðkomandi barns sé meiri en svo að ákvæði laga um mannanöfn og þar af leiðandi mannanafnanefnd séu sá aðili sem eigi að leiðbeina foreldrum í foreldrahlutverkinu.“Frumvarpið í heild sinni má sjá nálgast á vef Alþingis.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd: Eiginnafnið Ævi samþykkt en Theadór hafnað Karlmannsnafnið Kamilus og kvenmannsnafnið Hrafnynja eru meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur samþykkt sem eiginnöfn og verða færð á mannanafnaskrá. 5. desember 2017 13:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Mannanafnanefnd: Eiginnafnið Ævi samþykkt en Theadór hafnað Karlmannsnafnið Kamilus og kvenmannsnafnið Hrafnynja eru meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur samþykkt sem eiginnöfn og verða færð á mannanafnaskrá. 5. desember 2017 13:58