„Ég veit alveg út í hvað ég er að fara“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2018 07:01 Tinna Haraldsdóttir gefur lítið fyrir gagnrýni um að ákvörðun hennar einkennist af eigingirni. Vísir/Vilhelm Tinna Haralsdóttir segist hafa fundið fyrir „miklu betri“ viðbrögðum við ákvörðun sinni um að fara í ófrjósemisaðgerð, 27 ára gömul, en hún hafði gert ráð fyrir. Viðtal Fréttablaðsins við Tinnu um miðjan mánuðinn vakti töluverða athygli og nú er komið að stóru stundinni, aðgerðin verður framkvæmd í dag. Tinna ræddi ákvörðunina í Ísland í dag-þætti gærkvöldsins og sagði að frá því viðtalið birtist, sem nálgast má hér, hafi hún aðeins styrkst í ákvörðun sinni. Hún sé „handviss“ um að hana langi ekki í börn. „Ég hef aldrei kunnað vel við börn, ég á mjög erfitt með að tengjast börnum. Ég hef bara aldrei fundið þessa þörf eða tilfinningu,“ segir Tinna sem ákvað að sækjast eftir ófrjósemisaðgerðinni að yfirlögðu ráði. Ekki aðeins hafi hún unnið á þremur leikskólum og sumarbúðum fyrir börn heldur segist Tinna hafa „hugsað um þetta í mörg ár.“ Hún hafi lesið sig vel til um aðgerðina og kynnt sér reynslusögur erlendra kvenna sem farið hafa í aðgerðina. „Ég veit alveg út í hvað ég er að fara.“Sjá einnig: Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerðHún segist gera sér fulla grein fyrir því að þetta sé ekki ákvörðun sem hún getur tekið til baka. „Þetta er ekki ákvörðun sem ég er að taka af því að ég „nenni ekki að vera á pillunni,“ útskýrir Tinna. „Þetta var bara ekki fyrir mig.“Að sama skapi óttast hún alls ekki að hún kunni að sjá eftir ákvörðuninni þegar fram líða stundir. Þannig hafi hún ekki miklar áhyggjur af því að verða einmana á elliheimilinu í framtíðinni. „Ég hef unnið á elliheimili og það er fullt af fólki sem á börn en fær aldrei heimsóknir,“ segir Tinna. Því sé ekkert fast í hendi þó svo að hún myndi eignast barn. Að sama skapi fylgi því alltaf kvíði að ala upp börn og stanslausar áhyggjur af velferð barnanna. Við þær áhyggjur verði hún framvegis laus. Þrátt fyrir að segjast hafa fengið yfirgnæfandi jákvæð viðbrögð segir Tinna að auðvitað hafi hún fengið nokkrar misgóðar athugasemdir. Til að myndi hafi hún fengið skilaboð um að „hún myndi fitna og hárvöxtur myndi aukast,“ eitthvað sem hún hefur ekki miklar áhyggjur af.Hvað með sjálfselsku? Þá hafi fólk stígið fram sem telur hana vera sjálfselska fyrir að vilja ekki eignast börn. „Við það fólk segi ég bara: Hvað með það? Fólk er að segja að þetta sé sjálfselska en er þetta eitthvað meiri sjálfselska en að eignast börn? Hvað er að því að vera sjálfselskur? Ég veit alveg að ég er sjálfselsk en það þýðir ekki að ég sé vond manneskja,“ segir Tinna. Þá séu einhverjir sem upplifa það sem svo að ákvörðun Tinnu sé árás á þeirra lífstíl, eins og hún sé að dæma þau fyrir þeirra val að eignast börn. „Ég skil rosa vel að fólk vilji eignast börn, ég skil af hverju - en ég bara er ekki þannig.“ Mestu skipti þó að hún eigi samþykka foreldra og vini sem hafa ekki sýnt henni neitt annað en stuðning. Eða eins og ein vinkona Tinnu komst að orði: „Þetta er eðlileg þróun fyrir þig.“ Viðtalið við Tinnu má heyra og sjá hér að ofan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
Tinna Haralsdóttir segist hafa fundið fyrir „miklu betri“ viðbrögðum við ákvörðun sinni um að fara í ófrjósemisaðgerð, 27 ára gömul, en hún hafði gert ráð fyrir. Viðtal Fréttablaðsins við Tinnu um miðjan mánuðinn vakti töluverða athygli og nú er komið að stóru stundinni, aðgerðin verður framkvæmd í dag. Tinna ræddi ákvörðunina í Ísland í dag-þætti gærkvöldsins og sagði að frá því viðtalið birtist, sem nálgast má hér, hafi hún aðeins styrkst í ákvörðun sinni. Hún sé „handviss“ um að hana langi ekki í börn. „Ég hef aldrei kunnað vel við börn, ég á mjög erfitt með að tengjast börnum. Ég hef bara aldrei fundið þessa þörf eða tilfinningu,“ segir Tinna sem ákvað að sækjast eftir ófrjósemisaðgerðinni að yfirlögðu ráði. Ekki aðeins hafi hún unnið á þremur leikskólum og sumarbúðum fyrir börn heldur segist Tinna hafa „hugsað um þetta í mörg ár.“ Hún hafi lesið sig vel til um aðgerðina og kynnt sér reynslusögur erlendra kvenna sem farið hafa í aðgerðina. „Ég veit alveg út í hvað ég er að fara.“Sjá einnig: Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerðHún segist gera sér fulla grein fyrir því að þetta sé ekki ákvörðun sem hún getur tekið til baka. „Þetta er ekki ákvörðun sem ég er að taka af því að ég „nenni ekki að vera á pillunni,“ útskýrir Tinna. „Þetta var bara ekki fyrir mig.“Að sama skapi óttast hún alls ekki að hún kunni að sjá eftir ákvörðuninni þegar fram líða stundir. Þannig hafi hún ekki miklar áhyggjur af því að verða einmana á elliheimilinu í framtíðinni. „Ég hef unnið á elliheimili og það er fullt af fólki sem á börn en fær aldrei heimsóknir,“ segir Tinna. Því sé ekkert fast í hendi þó svo að hún myndi eignast barn. Að sama skapi fylgi því alltaf kvíði að ala upp börn og stanslausar áhyggjur af velferð barnanna. Við þær áhyggjur verði hún framvegis laus. Þrátt fyrir að segjast hafa fengið yfirgnæfandi jákvæð viðbrögð segir Tinna að auðvitað hafi hún fengið nokkrar misgóðar athugasemdir. Til að myndi hafi hún fengið skilaboð um að „hún myndi fitna og hárvöxtur myndi aukast,“ eitthvað sem hún hefur ekki miklar áhyggjur af.Hvað með sjálfselsku? Þá hafi fólk stígið fram sem telur hana vera sjálfselska fyrir að vilja ekki eignast börn. „Við það fólk segi ég bara: Hvað með það? Fólk er að segja að þetta sé sjálfselska en er þetta eitthvað meiri sjálfselska en að eignast börn? Hvað er að því að vera sjálfselskur? Ég veit alveg að ég er sjálfselsk en það þýðir ekki að ég sé vond manneskja,“ segir Tinna. Þá séu einhverjir sem upplifa það sem svo að ákvörðun Tinnu sé árás á þeirra lífstíl, eins og hún sé að dæma þau fyrir þeirra val að eignast börn. „Ég skil rosa vel að fólk vilji eignast börn, ég skil af hverju - en ég bara er ekki þannig.“ Mestu skipti þó að hún eigi samþykka foreldra og vini sem hafa ekki sýnt henni neitt annað en stuðning. Eða eins og ein vinkona Tinnu komst að orði: „Þetta er eðlileg þróun fyrir þig.“ Viðtalið við Tinnu má heyra og sjá hér að ofan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30