„Ég veit alveg út í hvað ég er að fara“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2018 07:01 Tinna Haraldsdóttir gefur lítið fyrir gagnrýni um að ákvörðun hennar einkennist af eigingirni. Vísir/Vilhelm Tinna Haralsdóttir segist hafa fundið fyrir „miklu betri“ viðbrögðum við ákvörðun sinni um að fara í ófrjósemisaðgerð, 27 ára gömul, en hún hafði gert ráð fyrir. Viðtal Fréttablaðsins við Tinnu um miðjan mánuðinn vakti töluverða athygli og nú er komið að stóru stundinni, aðgerðin verður framkvæmd í dag. Tinna ræddi ákvörðunina í Ísland í dag-þætti gærkvöldsins og sagði að frá því viðtalið birtist, sem nálgast má hér, hafi hún aðeins styrkst í ákvörðun sinni. Hún sé „handviss“ um að hana langi ekki í börn. „Ég hef aldrei kunnað vel við börn, ég á mjög erfitt með að tengjast börnum. Ég hef bara aldrei fundið þessa þörf eða tilfinningu,“ segir Tinna sem ákvað að sækjast eftir ófrjósemisaðgerðinni að yfirlögðu ráði. Ekki aðeins hafi hún unnið á þremur leikskólum og sumarbúðum fyrir börn heldur segist Tinna hafa „hugsað um þetta í mörg ár.“ Hún hafi lesið sig vel til um aðgerðina og kynnt sér reynslusögur erlendra kvenna sem farið hafa í aðgerðina. „Ég veit alveg út í hvað ég er að fara.“Sjá einnig: Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerðHún segist gera sér fulla grein fyrir því að þetta sé ekki ákvörðun sem hún getur tekið til baka. „Þetta er ekki ákvörðun sem ég er að taka af því að ég „nenni ekki að vera á pillunni,“ útskýrir Tinna. „Þetta var bara ekki fyrir mig.“Að sama skapi óttast hún alls ekki að hún kunni að sjá eftir ákvörðuninni þegar fram líða stundir. Þannig hafi hún ekki miklar áhyggjur af því að verða einmana á elliheimilinu í framtíðinni. „Ég hef unnið á elliheimili og það er fullt af fólki sem á börn en fær aldrei heimsóknir,“ segir Tinna. Því sé ekkert fast í hendi þó svo að hún myndi eignast barn. Að sama skapi fylgi því alltaf kvíði að ala upp börn og stanslausar áhyggjur af velferð barnanna. Við þær áhyggjur verði hún framvegis laus. Þrátt fyrir að segjast hafa fengið yfirgnæfandi jákvæð viðbrögð segir Tinna að auðvitað hafi hún fengið nokkrar misgóðar athugasemdir. Til að myndi hafi hún fengið skilaboð um að „hún myndi fitna og hárvöxtur myndi aukast,“ eitthvað sem hún hefur ekki miklar áhyggjur af.Hvað með sjálfselsku? Þá hafi fólk stígið fram sem telur hana vera sjálfselska fyrir að vilja ekki eignast börn. „Við það fólk segi ég bara: Hvað með það? Fólk er að segja að þetta sé sjálfselska en er þetta eitthvað meiri sjálfselska en að eignast börn? Hvað er að því að vera sjálfselskur? Ég veit alveg að ég er sjálfselsk en það þýðir ekki að ég sé vond manneskja,“ segir Tinna. Þá séu einhverjir sem upplifa það sem svo að ákvörðun Tinnu sé árás á þeirra lífstíl, eins og hún sé að dæma þau fyrir þeirra val að eignast börn. „Ég skil rosa vel að fólk vilji eignast börn, ég skil af hverju - en ég bara er ekki þannig.“ Mestu skipti þó að hún eigi samþykka foreldra og vini sem hafa ekki sýnt henni neitt annað en stuðning. Eða eins og ein vinkona Tinnu komst að orði: „Þetta er eðlileg þróun fyrir þig.“ Viðtalið við Tinnu má heyra og sjá hér að ofan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Tinna Haralsdóttir segist hafa fundið fyrir „miklu betri“ viðbrögðum við ákvörðun sinni um að fara í ófrjósemisaðgerð, 27 ára gömul, en hún hafði gert ráð fyrir. Viðtal Fréttablaðsins við Tinnu um miðjan mánuðinn vakti töluverða athygli og nú er komið að stóru stundinni, aðgerðin verður framkvæmd í dag. Tinna ræddi ákvörðunina í Ísland í dag-þætti gærkvöldsins og sagði að frá því viðtalið birtist, sem nálgast má hér, hafi hún aðeins styrkst í ákvörðun sinni. Hún sé „handviss“ um að hana langi ekki í börn. „Ég hef aldrei kunnað vel við börn, ég á mjög erfitt með að tengjast börnum. Ég hef bara aldrei fundið þessa þörf eða tilfinningu,“ segir Tinna sem ákvað að sækjast eftir ófrjósemisaðgerðinni að yfirlögðu ráði. Ekki aðeins hafi hún unnið á þremur leikskólum og sumarbúðum fyrir börn heldur segist Tinna hafa „hugsað um þetta í mörg ár.“ Hún hafi lesið sig vel til um aðgerðina og kynnt sér reynslusögur erlendra kvenna sem farið hafa í aðgerðina. „Ég veit alveg út í hvað ég er að fara.“Sjá einnig: Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerðHún segist gera sér fulla grein fyrir því að þetta sé ekki ákvörðun sem hún getur tekið til baka. „Þetta er ekki ákvörðun sem ég er að taka af því að ég „nenni ekki að vera á pillunni,“ útskýrir Tinna. „Þetta var bara ekki fyrir mig.“Að sama skapi óttast hún alls ekki að hún kunni að sjá eftir ákvörðuninni þegar fram líða stundir. Þannig hafi hún ekki miklar áhyggjur af því að verða einmana á elliheimilinu í framtíðinni. „Ég hef unnið á elliheimili og það er fullt af fólki sem á börn en fær aldrei heimsóknir,“ segir Tinna. Því sé ekkert fast í hendi þó svo að hún myndi eignast barn. Að sama skapi fylgi því alltaf kvíði að ala upp börn og stanslausar áhyggjur af velferð barnanna. Við þær áhyggjur verði hún framvegis laus. Þrátt fyrir að segjast hafa fengið yfirgnæfandi jákvæð viðbrögð segir Tinna að auðvitað hafi hún fengið nokkrar misgóðar athugasemdir. Til að myndi hafi hún fengið skilaboð um að „hún myndi fitna og hárvöxtur myndi aukast,“ eitthvað sem hún hefur ekki miklar áhyggjur af.Hvað með sjálfselsku? Þá hafi fólk stígið fram sem telur hana vera sjálfselska fyrir að vilja ekki eignast börn. „Við það fólk segi ég bara: Hvað með það? Fólk er að segja að þetta sé sjálfselska en er þetta eitthvað meiri sjálfselska en að eignast börn? Hvað er að því að vera sjálfselskur? Ég veit alveg að ég er sjálfselsk en það þýðir ekki að ég sé vond manneskja,“ segir Tinna. Þá séu einhverjir sem upplifa það sem svo að ákvörðun Tinnu sé árás á þeirra lífstíl, eins og hún sé að dæma þau fyrir þeirra val að eignast börn. „Ég skil rosa vel að fólk vilji eignast börn, ég skil af hverju - en ég bara er ekki þannig.“ Mestu skipti þó að hún eigi samþykka foreldra og vini sem hafa ekki sýnt henni neitt annað en stuðning. Eða eins og ein vinkona Tinnu komst að orði: „Þetta er eðlileg þróun fyrir þig.“ Viðtalið við Tinnu má heyra og sjá hér að ofan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp