Vill byggja í Örfirisey og útrýma menntasnobbi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2018 13:52 Aron Leví Beck er formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Aðsend Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í tilkynningu segir Aron að hann telji mikilvægt að staða ungs fólks verði bætt og nefnir hann sérstaklega að húsnæðismálin reynist ungu fólki erfið. „Nóg er til af þéttingarreitum í borginni og vil ég að gengið sé strax í málið að bæta það. Úti á Granda hefur mannlíf aukist undanfarin ár, mikið af verslunum og þjónustu risið þar í kring en eitthvað minna af íbúðum. Flest ungt fólk sem býr í borgum vill búa á stað þar sem mannlíf er og gott aðgengi að allri helstu þjónustu. Örfirisey er tilvalin staðsetning fyrir uppbyggingu á litlum og millistórum íbúðum og sé ég ekkert í fyrirstöðu að ráðist verði í framkvæmdi þar sem allra fyrst,“ segir Aron Leví í tilkynningu.Leikskólamál eigi að vera forgangsatriði Þar gerir Aron leikskólamál einnig að umfjöllunarefni sínu og segir hann að í velferðarsamfélagi eigi leikskólamál að vera forgangsatriði. „Í velferðarsamfélagi eiga leikskólamál að vera forgangsatriði. Það er mikilvægt fyrir ungbarna foreldra að geta treyst á öfluga og trausta leikskólaþjónustu til þess að geta sótt nám og vinnu. Það er sóun að búið sé að byggja upp leikskóla en geta svo ekki nýtt þá til fulls vegna manneklu. Það er ólíðandi að börn séu send heim af því að það vanti starfsfólk. Ljóst er að kjör þessara stéttar eru ekki nægilega góð og vil ég sjá það sem forgangsmál í kjarasamningum og ekki síst í ljósi launajafnrétti kynjanna.“ Aron segir jafnframt að íþrótta- og tómstundaiðkun eigi að vera aðgengileg öllu og að mikilvægt sé að íþróttafélög sem þiggi styrki frá borginni stilli gjöldum á börn og unglinga í hóf. Þá segir hann að mikilvægt sé að hæfileikar ungs fólks í list- og verkgreinum séu metnir jafnt hæfileikum í bóklegum fögum. „Útrýma þarf menntasnobbi sem gerir það að verkum að litið sé á verklegt nám sem eingöngu úrræði fyrir ungt fólk sem ekki er eins gott á bókina.“ Aron segir mikilvægt fyrir borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar að hafa fullltrúa ungu kynslóðarinnar. Ég er sannfærður um að við getum gert enn betur í að virkja ungt fólk til þátttöku í starfi okkar jafnaðarmanna í Reykjavík m.a. í komandi kosningabaráttu. Það eru fjölmörg tækifæri framundan sem við verðum að nýta í þágu fólksins í borginni og tryggja áfram félagslegar áherslur í stjórn borgarinnar. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í tilkynningu segir Aron að hann telji mikilvægt að staða ungs fólks verði bætt og nefnir hann sérstaklega að húsnæðismálin reynist ungu fólki erfið. „Nóg er til af þéttingarreitum í borginni og vil ég að gengið sé strax í málið að bæta það. Úti á Granda hefur mannlíf aukist undanfarin ár, mikið af verslunum og þjónustu risið þar í kring en eitthvað minna af íbúðum. Flest ungt fólk sem býr í borgum vill búa á stað þar sem mannlíf er og gott aðgengi að allri helstu þjónustu. Örfirisey er tilvalin staðsetning fyrir uppbyggingu á litlum og millistórum íbúðum og sé ég ekkert í fyrirstöðu að ráðist verði í framkvæmdi þar sem allra fyrst,“ segir Aron Leví í tilkynningu.Leikskólamál eigi að vera forgangsatriði Þar gerir Aron leikskólamál einnig að umfjöllunarefni sínu og segir hann að í velferðarsamfélagi eigi leikskólamál að vera forgangsatriði. „Í velferðarsamfélagi eiga leikskólamál að vera forgangsatriði. Það er mikilvægt fyrir ungbarna foreldra að geta treyst á öfluga og trausta leikskólaþjónustu til þess að geta sótt nám og vinnu. Það er sóun að búið sé að byggja upp leikskóla en geta svo ekki nýtt þá til fulls vegna manneklu. Það er ólíðandi að börn séu send heim af því að það vanti starfsfólk. Ljóst er að kjör þessara stéttar eru ekki nægilega góð og vil ég sjá það sem forgangsmál í kjarasamningum og ekki síst í ljósi launajafnrétti kynjanna.“ Aron segir jafnframt að íþrótta- og tómstundaiðkun eigi að vera aðgengileg öllu og að mikilvægt sé að íþróttafélög sem þiggi styrki frá borginni stilli gjöldum á börn og unglinga í hóf. Þá segir hann að mikilvægt sé að hæfileikar ungs fólks í list- og verkgreinum séu metnir jafnt hæfileikum í bóklegum fögum. „Útrýma þarf menntasnobbi sem gerir það að verkum að litið sé á verklegt nám sem eingöngu úrræði fyrir ungt fólk sem ekki er eins gott á bókina.“ Aron segir mikilvægt fyrir borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar að hafa fullltrúa ungu kynslóðarinnar. Ég er sannfærður um að við getum gert enn betur í að virkja ungt fólk til þátttöku í starfi okkar jafnaðarmanna í Reykjavík m.a. í komandi kosningabaráttu. Það eru fjölmörg tækifæri framundan sem við verðum að nýta í þágu fólksins í borginni og tryggja áfram félagslegar áherslur í stjórn borgarinnar.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00