Hjálmar vill halda í þriðja sætið í borginni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2018 16:32 Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Aðsend Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjálmari. Þar segist Hjálmar líta svo á að ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snúist um borgarumhverfið, að það sé hagkvæmt fyrir alla íbúana, heilsusamlegt, öruggt, skjólsælt, aðlaðandi og fjölbreytt. Hjálmar var kjörinn borgarfulltrúi árið 2014 og skipaði þá þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar. „Sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs hef ég beitt mér í þágu þétts og mannvæns borgarumhverfis. Og við höfum náð árangri. Þar sem áður voru malarlóðir, bílaplön, úr sér gengin athafnasvæði, veghelgunarsvæði og afgangslóðir er nú að rísa fjöldi íbúðarhúsa. Menn tala um mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. Rauður og grænn þráður er áherslan á mannvænt skipulag, vistvænar og skilvirkar samgöngur og jöfnuð. Það sýna fyrirhuguð borgarlína og samningar borgarinnar við húsnæðisfélög almannasamtaka, námsmanna og aldraðra um íbúðarbyggingar á hagstæðum kjörum næstu árin.“ Hjálmar segir að verkefnin framundan séu stór og spennandi. „Ég tel mig hafa kraft, reynslu og þekkingu til að vera í hópi þeirra sem leiða þetta starf á næstu misserum. Áfram Reykjavík.“ Hjálmar fær þó nokkra samkeppni í baráttunni um þriðja sætið en Skúli Helgason og Magnús Már Guðmundsson vilja báðir færa sig ofar á lista hjá flokknum. Sabine Leskopbf sækist eftir þriðja til fjórða sæti og Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, vill einnig þriðja sætið. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Vill byggja í Örfirisey og útrýma menntasnobbi Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 23. janúar 2018 13:52 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjálmari. Þar segist Hjálmar líta svo á að ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snúist um borgarumhverfið, að það sé hagkvæmt fyrir alla íbúana, heilsusamlegt, öruggt, skjólsælt, aðlaðandi og fjölbreytt. Hjálmar var kjörinn borgarfulltrúi árið 2014 og skipaði þá þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar. „Sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs hef ég beitt mér í þágu þétts og mannvæns borgarumhverfis. Og við höfum náð árangri. Þar sem áður voru malarlóðir, bílaplön, úr sér gengin athafnasvæði, veghelgunarsvæði og afgangslóðir er nú að rísa fjöldi íbúðarhúsa. Menn tala um mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. Rauður og grænn þráður er áherslan á mannvænt skipulag, vistvænar og skilvirkar samgöngur og jöfnuð. Það sýna fyrirhuguð borgarlína og samningar borgarinnar við húsnæðisfélög almannasamtaka, námsmanna og aldraðra um íbúðarbyggingar á hagstæðum kjörum næstu árin.“ Hjálmar segir að verkefnin framundan séu stór og spennandi. „Ég tel mig hafa kraft, reynslu og þekkingu til að vera í hópi þeirra sem leiða þetta starf á næstu misserum. Áfram Reykjavík.“ Hjálmar fær þó nokkra samkeppni í baráttunni um þriðja sætið en Skúli Helgason og Magnús Már Guðmundsson vilja báðir færa sig ofar á lista hjá flokknum. Sabine Leskopbf sækist eftir þriðja til fjórða sæti og Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, vill einnig þriðja sætið.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Vill byggja í Örfirisey og útrýma menntasnobbi Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 23. janúar 2018 13:52 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00
Vill byggja í Örfirisey og útrýma menntasnobbi Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 23. janúar 2018 13:52