Hjálmar vill halda í þriðja sætið í borginni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2018 16:32 Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Aðsend Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjálmari. Þar segist Hjálmar líta svo á að ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snúist um borgarumhverfið, að það sé hagkvæmt fyrir alla íbúana, heilsusamlegt, öruggt, skjólsælt, aðlaðandi og fjölbreytt. Hjálmar var kjörinn borgarfulltrúi árið 2014 og skipaði þá þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar. „Sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs hef ég beitt mér í þágu þétts og mannvæns borgarumhverfis. Og við höfum náð árangri. Þar sem áður voru malarlóðir, bílaplön, úr sér gengin athafnasvæði, veghelgunarsvæði og afgangslóðir er nú að rísa fjöldi íbúðarhúsa. Menn tala um mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. Rauður og grænn þráður er áherslan á mannvænt skipulag, vistvænar og skilvirkar samgöngur og jöfnuð. Það sýna fyrirhuguð borgarlína og samningar borgarinnar við húsnæðisfélög almannasamtaka, námsmanna og aldraðra um íbúðarbyggingar á hagstæðum kjörum næstu árin.“ Hjálmar segir að verkefnin framundan séu stór og spennandi. „Ég tel mig hafa kraft, reynslu og þekkingu til að vera í hópi þeirra sem leiða þetta starf á næstu misserum. Áfram Reykjavík.“ Hjálmar fær þó nokkra samkeppni í baráttunni um þriðja sætið en Skúli Helgason og Magnús Már Guðmundsson vilja báðir færa sig ofar á lista hjá flokknum. Sabine Leskopbf sækist eftir þriðja til fjórða sæti og Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, vill einnig þriðja sætið. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Vill byggja í Örfirisey og útrýma menntasnobbi Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 23. janúar 2018 13:52 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjálmari. Þar segist Hjálmar líta svo á að ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snúist um borgarumhverfið, að það sé hagkvæmt fyrir alla íbúana, heilsusamlegt, öruggt, skjólsælt, aðlaðandi og fjölbreytt. Hjálmar var kjörinn borgarfulltrúi árið 2014 og skipaði þá þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar. „Sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs hef ég beitt mér í þágu þétts og mannvæns borgarumhverfis. Og við höfum náð árangri. Þar sem áður voru malarlóðir, bílaplön, úr sér gengin athafnasvæði, veghelgunarsvæði og afgangslóðir er nú að rísa fjöldi íbúðarhúsa. Menn tala um mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. Rauður og grænn þráður er áherslan á mannvænt skipulag, vistvænar og skilvirkar samgöngur og jöfnuð. Það sýna fyrirhuguð borgarlína og samningar borgarinnar við húsnæðisfélög almannasamtaka, námsmanna og aldraðra um íbúðarbyggingar á hagstæðum kjörum næstu árin.“ Hjálmar segir að verkefnin framundan séu stór og spennandi. „Ég tel mig hafa kraft, reynslu og þekkingu til að vera í hópi þeirra sem leiða þetta starf á næstu misserum. Áfram Reykjavík.“ Hjálmar fær þó nokkra samkeppni í baráttunni um þriðja sætið en Skúli Helgason og Magnús Már Guðmundsson vilja báðir færa sig ofar á lista hjá flokknum. Sabine Leskopbf sækist eftir þriðja til fjórða sæti og Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, vill einnig þriðja sætið.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Vill byggja í Örfirisey og útrýma menntasnobbi Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 23. janúar 2018 13:52 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00
Vill byggja í Örfirisey og útrýma menntasnobbi Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 23. janúar 2018 13:52
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent