Mathöllin fær að leigja Hlemm á kostakjörum Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. janúar 2018 05:30 Mathöllin hefur gert lukku á Hlemmi þar sem fjölbreytt úrval veitinga stendur fólki til boða í ódýru leiguhúsnæði. vísir/eyþór Mánaðarleiga Hlemms mathallar ehf. er samkvæmt leigusamningi við Eignasjóð Reykjavíkurborgar 1.012.000 krónur. Samningurinn var undirritaður í febrúar 2016 og leigan miðaðist við breytingakostnað á húsinu sem var við undirritun áætlaður 107 milljónir króna, þar af áttu 82 milljónir að fara í breytingar á húsnæðinu. Sá kostnaður féll á borgina. Framkvæmdirnar fóru langt fram úr áætlun og í desember 2016 samþykkti borgarráð uppfærða kostnaðaráætlun upp á 152 milljónir. Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Mathallarinnar, sagðist í samtali við blaðið ekkert vilja tjá sig um hvort þessi kostnaðaraukning hefði orðið til hækkunar á húsaleigunni. Reykjavíkurborg réðst af miklum metnaði í að breyta strætóbiðstöðinni fornfrægu í matarmarkað snemma árs 2016. Samið var við Hlemm mathöll um að reka matarmarkaðinn og Dagur B. Eggertssonborgarstjóri sagðist þá sjá fyrir sér að Hlemmur yrði hjarta íslenskrar matarmenningar. Húsnæðið er 529 fermetrar og fermetraverðið því tæpar 2.000 krónur. Samningurinn má því teljast býsna góður en til samanburðar má nefna að fermetrinn í verslunarhúsnæði á Laugavegi leggur sig alla jafna einhvers staðar á bilinu 3.500 til 6.500 krónur, ásamt virðisauka og kostnaði við sameign. Samkvæmt leigusamningnum er leigutaka heimilt að „leigja hluta húsnæðisins út til annarra rekstraraðila matarmarkaðarins“. Höllin hýsir tíu ólíka veitingastaði, meðal annars ísbúðina Ísleif heppna, Jómfrúna, Borðið og Brauð & Co. Samkvæmt heimildum er leiguverð á bás í kringum hálfa milljón á mánuði. Mathöllin tók með samningum að sér ákveðna þætti almannaþjónustu, meðal annars rekstur salerna í húsinu en borginni var mjög í mun að koma honum í samt lag eftir langvarandi hallæri í þeim efnum. Samningurinn kveður á um að „salerni verði opin fyrir almenning óháð því hvort um sé að ræða viðskiptavini leigutaka eða ekki“. Mathöllinni var þó heimilað að taka gjald fyrir notkun á salernunum og rukkar um 200 krónur þá sem ekki eru í viðskiptum við veitingastaðina. Þá gerði samningurinn ráð fyrir 50 fermetra opnu rými, biðsvæði fyrir strætófarþega. Samningurinn er til tíu ára en þá tekur við ótímabundinn leigusamningur með tólf mánaða uppsagnarfresti. Leigutaki greiðir allan rekstrarkostnað, þar með talið hita og rafmagn. Leigutaki sér líka um rekstur og viðhald á lóð, snjómokstur og annan hefðbundinn rekstur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Mánaðarleiga Hlemms mathallar ehf. er samkvæmt leigusamningi við Eignasjóð Reykjavíkurborgar 1.012.000 krónur. Samningurinn var undirritaður í febrúar 2016 og leigan miðaðist við breytingakostnað á húsinu sem var við undirritun áætlaður 107 milljónir króna, þar af áttu 82 milljónir að fara í breytingar á húsnæðinu. Sá kostnaður féll á borgina. Framkvæmdirnar fóru langt fram úr áætlun og í desember 2016 samþykkti borgarráð uppfærða kostnaðaráætlun upp á 152 milljónir. Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Mathallarinnar, sagðist í samtali við blaðið ekkert vilja tjá sig um hvort þessi kostnaðaraukning hefði orðið til hækkunar á húsaleigunni. Reykjavíkurborg réðst af miklum metnaði í að breyta strætóbiðstöðinni fornfrægu í matarmarkað snemma árs 2016. Samið var við Hlemm mathöll um að reka matarmarkaðinn og Dagur B. Eggertssonborgarstjóri sagðist þá sjá fyrir sér að Hlemmur yrði hjarta íslenskrar matarmenningar. Húsnæðið er 529 fermetrar og fermetraverðið því tæpar 2.000 krónur. Samningurinn má því teljast býsna góður en til samanburðar má nefna að fermetrinn í verslunarhúsnæði á Laugavegi leggur sig alla jafna einhvers staðar á bilinu 3.500 til 6.500 krónur, ásamt virðisauka og kostnaði við sameign. Samkvæmt leigusamningnum er leigutaka heimilt að „leigja hluta húsnæðisins út til annarra rekstraraðila matarmarkaðarins“. Höllin hýsir tíu ólíka veitingastaði, meðal annars ísbúðina Ísleif heppna, Jómfrúna, Borðið og Brauð & Co. Samkvæmt heimildum er leiguverð á bás í kringum hálfa milljón á mánuði. Mathöllin tók með samningum að sér ákveðna þætti almannaþjónustu, meðal annars rekstur salerna í húsinu en borginni var mjög í mun að koma honum í samt lag eftir langvarandi hallæri í þeim efnum. Samningurinn kveður á um að „salerni verði opin fyrir almenning óháð því hvort um sé að ræða viðskiptavini leigutaka eða ekki“. Mathöllinni var þó heimilað að taka gjald fyrir notkun á salernunum og rukkar um 200 krónur þá sem ekki eru í viðskiptum við veitingastaðina. Þá gerði samningurinn ráð fyrir 50 fermetra opnu rými, biðsvæði fyrir strætófarþega. Samningurinn er til tíu ára en þá tekur við ótímabundinn leigusamningur með tólf mánaða uppsagnarfresti. Leigutaki greiðir allan rekstrarkostnað, þar með talið hita og rafmagn. Leigutaki sér líka um rekstur og viðhald á lóð, snjómokstur og annan hefðbundinn rekstur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira