Gangsetningu kísilvers PCC á Bakka seinkar um tvær vikur Haraldur Guðmundsson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Talsvert er síðan hráefni til framleiðslu tók að berast á Bakka vísir/jói k Verktaki við byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík mun ekki afhenda verksmiðjuna fyrr en í fyrsta lagi í fyrstu viku febrúar. Gangsetningu hennar mun því seinka um tvær vikur til viðbótar en samkvæmt verksamningi átti að afhenda kísilverið um miðjan síðasta mánuð. „Við fáum hana afhenta í skrefum og fyrsta áfangann í enda fyrstu viku febrúar. Það þýðir ekki að við setjum verksmiðjuna í gang heldur gerum við það þegar allt er orðið eins og við viljum. Við ætlum að gera þetta vel og mánuðurinn á dagatalinu skiptir þar ekki öllu máli. En ég vona innilega að það verði ekki mars,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC BakkiSilicon hf. Hafsteinn segir þýska fyrirtækið SMS Siemag, hafa frest til 7. febrúar samkvæmt samningnum. Hann ítrekar að kísilverið verði ekki gangsett fyrr en búið verði að prófa allan búnað. „Við munum fara yfir framleiðsluferlið á kísli á íbúafundinum á fimmtudaginn og skýra hvernig staðið verður að öryggis- og umhverfismálum, segja frá áhrifum verksmiðjunnar á lýðheilsu og hvað íbúar gætu orðið varir við fyrstu dagana þegar verksmiðjan verður keyrð í gang,“ segir Hafsteinn en fyrirtækið heldur íbúafund á Fosshóteli Húsavík klukkan 17.00. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Verktaki við byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík mun ekki afhenda verksmiðjuna fyrr en í fyrsta lagi í fyrstu viku febrúar. Gangsetningu hennar mun því seinka um tvær vikur til viðbótar en samkvæmt verksamningi átti að afhenda kísilverið um miðjan síðasta mánuð. „Við fáum hana afhenta í skrefum og fyrsta áfangann í enda fyrstu viku febrúar. Það þýðir ekki að við setjum verksmiðjuna í gang heldur gerum við það þegar allt er orðið eins og við viljum. Við ætlum að gera þetta vel og mánuðurinn á dagatalinu skiptir þar ekki öllu máli. En ég vona innilega að það verði ekki mars,“ segir Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC BakkiSilicon hf. Hafsteinn segir þýska fyrirtækið SMS Siemag, hafa frest til 7. febrúar samkvæmt samningnum. Hann ítrekar að kísilverið verði ekki gangsett fyrr en búið verði að prófa allan búnað. „Við munum fara yfir framleiðsluferlið á kísli á íbúafundinum á fimmtudaginn og skýra hvernig staðið verður að öryggis- og umhverfismálum, segja frá áhrifum verksmiðjunnar á lýðheilsu og hvað íbúar gætu orðið varir við fyrstu dagana þegar verksmiðjan verður keyrð í gang,“ segir Hafsteinn en fyrirtækið heldur íbúafund á Fosshóteli Húsavík klukkan 17.00.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira