Hvetur fólk til að hætta að væla og fara að kæla Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. janúar 2018 09:00 Vilhjálmur Andri Einarsson segir að ísböð hafi bjargað lífi sínu Skjáskot/Stöð 2 „Þetta bjargaði bara lífi mínu,“ segir Vilhjálmur Andri Einarsson, eða Andri Iceland, Íslandsmeistari í ísbaði. Fyrir tveimur árum tók hann lífsstíl sinn alveg í gegn. Andri hafði þjáðst af stanlausum verkjum, bakverkjum, taugaverkjum og mígreni til fjölda ára. Hann sneri lífi sínu alveg við með því að nýta sér mátt kuldans, sjósunds og kaldra kara. Hann léttist um 30 kíló og fann frið frá verkjunum.Drakk til að deyfa verkina „Ég var bara fastur, fastur í vítahring bæði skömm, verkjum, vanlíðan, bara öllu þessu,“ sagði Andri í viðtali í Ísland í dag í gær. Hann segir að staðan hafi verið vonlaus. „Ég var stöðugt verkjaður,“ segir Andri en verkina má reka til alvarlegs slyss sem hann varð fyrir þegar hann var unglingur. „Ég var að príla á Akureyri sem unglingur og dett á milli hæða, fer einhverjar tvær hæðir niður og lendi á grindverki.“ Andri missti allan mátt fyrir neðan mitti í einhverja tvo klukkutíma eftir fallið og líf hans upp frá þessu einkenndist af verkjum. Andri notaði áfengi til að deifa verkina sína í meira en 20 ár og fyrir tveimur árum var hann kominn á botninn. „Hjónabandið var farið algjörlega, það var allt farið, ég átti ekki neitt eftir, ekki neitt. Ég man það að ég var farinn að tékka á líftryggingunni hjá mér, mér langaði bara að tékka mig út og líftryggingin var fyrir stelpurnar mínar. Ég átti bara ekkert eftir“Stöð 2Andri byrjaði að þjálfa líkamann sinn og fór svo að stunda ísböð. Hann kynntist Ísmanninum Wim Hoff sem heldur því fram að kuldi hjálpi til við að vinna gegn bólgum, þunglyndi og streitu. Andri ákvað að prófa þetta og ákvað að kæla líkamann á hverjum degi í tíu vikur. „Á annarri viku var mér farið að líða betur.“ Hann segir að fyrsta skiptið hafi verið erfitt en eins og sjá má í innslagi Ísland í dag hefur Andri gjörbreytt lífi sínu. „Krafturinn sem kom með þessu var ótrúlegur, ég hef bara aldrei upplifað annað eins.“Stöð 2Andri ætlar að halda fyrirlesturinn Hættu að fæla og farðu að kæla, á ráðstefnunni Bara það besta 2018 - Markmið, árangur og hamingja, sem fer fram í Bíó Paradís á sunnudaginn.Innslagið með viðtalinu við Andra má sjá í spilaranum hér að neðan. Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
„Þetta bjargaði bara lífi mínu,“ segir Vilhjálmur Andri Einarsson, eða Andri Iceland, Íslandsmeistari í ísbaði. Fyrir tveimur árum tók hann lífsstíl sinn alveg í gegn. Andri hafði þjáðst af stanlausum verkjum, bakverkjum, taugaverkjum og mígreni til fjölda ára. Hann sneri lífi sínu alveg við með því að nýta sér mátt kuldans, sjósunds og kaldra kara. Hann léttist um 30 kíló og fann frið frá verkjunum.Drakk til að deyfa verkina „Ég var bara fastur, fastur í vítahring bæði skömm, verkjum, vanlíðan, bara öllu þessu,“ sagði Andri í viðtali í Ísland í dag í gær. Hann segir að staðan hafi verið vonlaus. „Ég var stöðugt verkjaður,“ segir Andri en verkina má reka til alvarlegs slyss sem hann varð fyrir þegar hann var unglingur. „Ég var að príla á Akureyri sem unglingur og dett á milli hæða, fer einhverjar tvær hæðir niður og lendi á grindverki.“ Andri missti allan mátt fyrir neðan mitti í einhverja tvo klukkutíma eftir fallið og líf hans upp frá þessu einkenndist af verkjum. Andri notaði áfengi til að deifa verkina sína í meira en 20 ár og fyrir tveimur árum var hann kominn á botninn. „Hjónabandið var farið algjörlega, það var allt farið, ég átti ekki neitt eftir, ekki neitt. Ég man það að ég var farinn að tékka á líftryggingunni hjá mér, mér langaði bara að tékka mig út og líftryggingin var fyrir stelpurnar mínar. Ég átti bara ekkert eftir“Stöð 2Andri byrjaði að þjálfa líkamann sinn og fór svo að stunda ísböð. Hann kynntist Ísmanninum Wim Hoff sem heldur því fram að kuldi hjálpi til við að vinna gegn bólgum, þunglyndi og streitu. Andri ákvað að prófa þetta og ákvað að kæla líkamann á hverjum degi í tíu vikur. „Á annarri viku var mér farið að líða betur.“ Hann segir að fyrsta skiptið hafi verið erfitt en eins og sjá má í innslagi Ísland í dag hefur Andri gjörbreytt lífi sínu. „Krafturinn sem kom með þessu var ótrúlegur, ég hef bara aldrei upplifað annað eins.“Stöð 2Andri ætlar að halda fyrirlesturinn Hættu að fæla og farðu að kæla, á ráðstefnunni Bara það besta 2018 - Markmið, árangur og hamingja, sem fer fram í Bíó Paradís á sunnudaginn.Innslagið með viðtalinu við Andra má sjá í spilaranum hér að neðan.
Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30